Fréttablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI tómstundirFIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009 Sveiflan í veturÁ Pro golf-námskeiðunum getur hinn almenni kylfing-ur haldið sér í æfingu. BLS. 7 FIMMTUDAGUR 10. september 2009 — 214. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 NAOMI CAMPBELL , sem á í ástarsambandi við rússneska milljóna- mæringinn Vladislav Doronin, situr fyrir í nýjasta hefti tímaritsins V sem keisaraynja. Ljósmyndarinn var enginn annar en tískumógúllinn Karl Lagerfeld. „Ég keypti mussuna í Kolaportinu á 500 krónur fyrir nokkrum árum. Mér finnst hún geðveik og ég er alltaf í henni. Hún passar við allt og ég get bæði verið fín og hvunn-dags,“ segir Anna Karen Ellerts-dóttir en hún valdi að sýna lesend-um föt sem hún myndi fara í út á lífið. Hún segist elska föt sem hún geti notað á margan hátt. Skóna fékk hún líka í Kolaport-inu og telur líklegt aði töff en vil samt halda í kvenleik-ann og vera dömulegur pönkari,“ segir hún og hlær. Fleira fékk hún í Kolaportinu, sem er greinilega fjársjóðskista fyrir þá sem nenna að leita. „Háls-festina fékk ég líka þar. Það er nefnilega þannig að ef ég finn hluti sem mér finnst geðveikir reyni ég að blanda þeim inn í fata tíliminn E á því í hverju ég fór í leikskólann. Ég varð að fá að fara í kjól í leik-skólann, annars tók það tvo tíma af leiðindum sem enduðu á því að ég fór samt í kjól. Yfirleitt þurfti að skipuleggja fatavalið kvöldið áður,“ segir hún og hlær að minningunni. „Það hefur því aldrei neinn nemaég fengið að jó Dömulegur pönkariAnna Karen Ellertsdóttir hefur haft skoðun á fötum frá þriggja ára aldri og klæðir sig algerlega eftir eigin smekk. Hún finnur oft eitthvað fallegt í Kolaportinu og finnst mikilvægt að vera fín til fara. Anna Karen valdi dress sem hún myndi fara í út á lífið. Mussuna, skóna og hálsfestina keypti hún í Kolaportinu en jakkann fékk hún í Zöru. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Haustfrakkar VEÐRIÐ Í DAG ANNA KAREN ELLERTSDÓTTIR Finnur bæði flott föt og skó í Kolaportinu • tíska Í MIÐJU BLAÐSINS TÓMSTUNDIR Hot-jóga, fararstjórn, prjón og Pro golf Sérblað um tómstundir og námskeið FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Aldrei fleiri gistinætur Bandalag farfugla varð sjötíu ára í ár. Allt stefnir í að gisti- nætur í ár verði 150 þúsund. TÍMAMÓT 28 Hvað næst? „Aðkoma AGS að Íslandi var nauðsynleg, þar eð íslenzk stjórnvöld stóðu ráðþrota frammi fyrir hruninu,“ skrifar Þorvaldur Gylfason. Í DAG 18 STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR Sýnir á Kjarvalsstöðum Fágæt hönnun til sýnis FÓLK 36 Lúxusferð Ólafur Jóhannes- son fer á flotta kvikmyndahátíð á Ind- landi. FÓLK 38 FÓLK „Allir bestu pókerspilarar landsins verða þarna. Við erum með menn sem eru að taka inn fleiri fleiri milljónir á ári á net- inu,“ segir Jóhann Ólafur Schröd- er, einn af skipuleggjendum Íslandsmeistaramótsins í póker. Mótið fer fram á Hilton Hótel Nordica um næstu helgi og 180 spilarar eru skráðir til leiks. Færri komast að en vilja og 30 spilarar eru á biðlista, ef einhver skyldi forfallast. Heildarverðlaunafé er rúmar sex milljónir króna. „Frá upphafi var ég alveg 100 prósent viss um að mótið myndi fyllast,“ segir Jóhann Ólafur. - afb / sjá síðu 46 Íslandsmeistaramót í póker: Stórlaxar spila upp á milljónir Opið til 21 Opið til kl. 21 fimmtudaga EFNAHAGSMÁL Þær hækkanir á óbeinum sköttum, sem Alþingi hefur samþykkt í sumar, hækka höfuðstól verðtryggðra íbúðalána heimilanna um 0,7 prósent, um átta og hálfan milljarð króna. Greiðslubyrðin hækkar sem þessu nemur, sem hefur í för með sér 700 króna hækkun á mánuði, 8.400 króna hækkun á ári, fyrir fjölskyldu sem greiðir 100.000 krónur á mánuði af verðtryggðu láni. Hækkun opinberra gjalda á áfengi, tóbak og eldsneyti, sem samþykkt var í maí á að skila ríkis- sjóði fjórum milljörðum í tekjur á ári. Með hækkun vörugjalda á sælgæti og ýmsar matvörur, sem gengu í gildi 1. september, var ætl- unin að auka tekjur ríkissjóðs um 2,7 milljarða á ári. Vísitöluáhrif þessara skattahækkana eru sam- tals um 0,7 prósent, samkvæmt útreikningum Jóns Bjarka Bents- sonar, hagfræðings hjá Íslands- banka. „Þetta kemur með tvöföldum þunga á þau heimili sem eru með verðtryggð lán,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna. Hagstæðara sé fyrir heimilin að ríkissjóður hækki beina skatta eins og tekjuskatt og tryggingargjald, frekar en óbeina skatta eins og virðisaukaskatt og vörugjöld. Ríkisstjórnin ætlar að auka skattheimtu um 28 til 30 milljarða króna á næsta ári, auk þess sem skorið verður niður í ríkisrekstri um 33 til 35 milljarða. Fram til 2013 þarf ríkissjóður að skapa sér 179 milljarða króna svigrúm til að greiða afborganir og vexti af erlendum lánum. Guðbjartur Hannesson, for- maður fjárlaganefndar, segir að allar tegundir skattahækkana komi til skoðunar. Um málflutn- ing Neytendasamtakanna segir hann að sá kostnaðarauki sem fylgi beinum sköttum skili sér inn í verðlag og vísitölur þótt það ger- ist ekki jafnhratt og þegar óbeinir skattar séu hækkaðir. - pg / sjá síðu 12 Sykurskattur hækkar íbúðalán um milljarða Skattahækkanir sem Alþingi samþykkti í sumar hækka höfuðstól verðtryggðra íbúðalána um átta og hálfan milljarð. Höggið þungt fyrir mörg heimili. 10 10 12 12 10 RIGNING Á LEIÐINNI Í fyrstu verður hæg suðaustlæg átt en hvessir af suðvestri með kvöldinu, fyrst sunnan til. Rigning um og eftir hádegi á suðurhelmingi landsins en allvíða í kvöld, síst eystra. Milt. VEÐUR 4 FUNDAÐ Í LUNDINUM Menntaráð heimsótti Norðlingaskóla í gær og að lokinni kynningu var haldinn fundur í Björnslundi. Í lundinum fá nemendur að kynnast náttúrunni og nýta hana í náminu. Norðlingaskóli er í bráðabirgðahúsnæði og hefur starfsfólk á orði að Björnslundur sé eina varanlega kennslustofan. Kjartan Magnússon, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Anna Margrét Ólafsdóttir, Oddný Sturludóttir, Sigríður Pétursdóttir, Ólafur Mathiesen og Kjartan Eggertsson létu smá regn ekki á sig fá. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Góður sigur hjá Íslandi Ísland vann 3-1 sigur gegn Georgíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í gærkvöldi. ÍÞRÓTTIR 42 MEXÍKÓ Minnst átta eru í haldi eftir að farþegavél var rænt á flugvellinum í Cancun, vinsælum ferðamannastað í austurhluta landsins. Í vélinni voru yfir hundrað far- þegar, sem var hleypt úr vélinni áður en ræningjarnir voru hand- teknir. Samkvæmt mexíkóskum miðlum er óvíst hvað ræningjun- um gekk til, en þeir kröfðust að fá viðtal við forseta landsins. Þeir munu í upphafi hafa viljað að vélin flygi í hringi yfir Mexíkó- borg. Flugræningjarnir komust aldrei inn í flugstjórnarklefann og farþegarnir gerðu sér fæstir grein fyrir því að vélinni hefði verið rænt, fyrr en það var til- kynnt í hátalarakerfi. - kóþ Á VELLINUM Flugræningjarnir slepptu öllum farþegunum úr vélinni. ÁLFTANES Bæjarstjórn Álftaness samþykkti í gær- kvöld, með fjórum atkvæðum gegn þremur, að segja upp ráðningarsamningi við Sigurð Magnússon bæj- arstjóra. Kristín Fjóla Bergþórsdóttir sagði af sér sem forseti bæjarstjórnar og var Kristinn Guð- laugsson kjörinn í hennar stað. Hann kemur af lista Sjálfstæðisflokksins en hin tvö af Álftaneslistanum. Meirihlutalaust hefur verið í bæjarfélaginu í einn og hálfan mánuð eftir endurkomu Kristjáns Sveinbjörnssonar í bæjarstjórn. Viðræður um myndun nýs meirihluta hafa ekki borið árangur. Guðmundur G. Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðis- flokksins, segir nauðsynlegt að mynda nýjan meiri- hluta fyrir næsta bæjarstjórnarfund, sem verður að viku liðinni. Ástandið í fjármálunum sé þannig að menn verði að taka höndum saman til að leysa vandamálin. Pálmi Másson skrifstofustjóri gegnir nú stöðu bæjarstjóra, en samkvæmt lögum er skrifstofustjóri staðgengill bæjarstjóra. - kóp Ekki gengur enn að mynda nýjan meirihluta í bæjarstjórn Álftaness: Bæjarstjóranum var sagt upp Fyrsta flugráni í 37 ár: Farþegavél var rænt í Mexíkó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.