Fréttablaðið - 14.09.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.09.2009, Blaðsíða 2
2 14. september 2009 MÁNUDAGUR Auður Capital veitir fjárfestingaþjónustu með áherslu á gagnsæi og áhættumeðvitund. Við getum séð um séreignarsparnaðinn þinn Velkomin á opna kynningu til okkar mánudaginn 14. sept. kl. 17:15, Borgartúni 29, 3. hæð. Auður fyrir þig Eignastýring - Fjárfestingar - Fyrirtækjaráðgjöf - Séreignarsparnaður audur.is - 585 6500 Guðrún, þýðir þetta eitthvað? „Þetta er ákaflega þýðingarmikið.“ Þýðendur nýjustu bókar Dans Brown, The Lost Symbol, verða þrír til að hún komist sem fyrst í verslanir hérlendis. Guðrún Vilmundardóttir er útgáfustjóri hjá Bjarti, sem gefur bókina út. UPPBOÐ Samtals 199 fasteignir hafa verið seldar í nauðungarsölu hjá sýslumannsembættinu á Selfossi það sem af er þessu ári, að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar sýslu- manns. Þá eru 355 eignir nú í slíku söluferli. Til samanburðar má geta þess að allt árið í fyrra voru nauð- ungarsölur á fasteignum 129. „Inni í tölunum fyrir þetta ár er íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, sumarbústaðir og lóðir,“ segir Ólafur Helgi. Hann bætir við að sumarbústaðalóðirnar vegi nokk- uð mikið í heildarfjöldanum. Á dögunum hafi verið seldar 66 lóðir á einum degi. „En það er ljóst að yfir hundrað fasteignir sem eru sumarbústað- ir eða híbýli fólks hafa verið seld á árinu.“ Til viðbótar málunum 355 eru 42 nauðungarsölur á bifreiðum og og sex mál í öðru lausafé. Mál sem ekki er búið að ljúka afgreiðslu á eru 403 talsins. Beiðnir um nauð- ungarsölu það sem af er árinu eru orðnar 973 í umdæminu. Um mánaðamót október-nóvem- ber falla úr gildi lög frá því í vor, sem heimila frestun á nauðungar- sölu fasteigna. Spurður um áhrif þessara laga segir Ólafur Helgi þau ekki ýkja mikil í sínu umdæmi, þar sem ekki séu nema 35 mál í frest- un. Að óbreyttu fari þau mál aftur af stað í nóvember þaðan sem þau eru nú stödd í ferlinu. „Það kynni kannski að koma á óvart að ekki skuli liggja fyrir fleiri beiðnir um frestun,“ segir Ólafur Helgi. „En í sumum tilvikum kveðst fólk einfaldlega vera búið að gefast upp og hyggist flytja úr landi. Eins og staðan er núna stefnir greinilega í að fleiri málum í skuldauppgjöri en nokkru sinni fyrr ljúki með nauðungar- sölum, þar sem eignir eru endan- lega seldar. Það er ljóst að miðað við fyrri ár er ástandið mjög alvarlegt.“ Sigríður Eysteinsdóttir hjá sýslumannsembættinu í Reykja- vík segir að 139 nauðungarsölur á fasteignum hafi farið fram það sem af er árinu. Á sama tímabili í fyrra voru þær 78 og 161 talsins á öllu árinu. Skráðar nauðungarbeiðnir nú eru 1.377. Þá hafa 275 beiðnir um frestun nauðungarsölu verið sam- þykktar hjá embættinu. jss@frettabladid.is Nauðungarsala á 555 fasteignum í Árborg Um 200 fasteignir hafa verið seldar í nauðungarsölu í Árborg það sem af er árinu. Þá eru 355 eignir til viðbótar í slíku söluferli. Sýslumaðurinn á Selfossi segir ástandið alvarlegt og að sumir séu einfaldlega búnir að gefast upp á ástandinu. ÁRBORG Umtalsverð aukning hefur orðið á nauðungarsölum í Árborg á þessu ári miðað við síðasta ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÓLAFUR HELGI „Í sumum tilvikum kveðst fólk vera búið að gefast upp og hyggist flytja úr landi.“ VIÐSKIPTI GE Capital, dótturfélag General Electric, hefur tekið yfir einkaþotu sem var í eigu dótturfélags Baugs en fyrir- tækið átti veð í vélinni. Vélin er metin á um tvo og hálfan millj- arð íslenskra króna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Vélin, sem hefur gengið undir nafninu 101, er hin glæsilegasta og af gerðinni Dassault Falcon. Hún er tæplega tveggja ára gömul og tekur átta farþega en svefnpláss er í vélinni fyrir fjóra til fimm. Hún kemst í 45 þúsund feta hæð en til saman- burðar fara Boeing 757-vélar Icelandair hæst í 42 þúsund feta hæð. Í vélinni eru öll helstu þægindi, svo sem gervihnatta- sími, geislaspilari og DVD- spilari. Vélin var í eigu dótturfélags Baugs, BG Aviation, og hefur aðallega verið notuð af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. GE Capital með kröfu á Baug: Einkaþota Baugs var tekin yfir ATVINNUMÁL Öllum starfsmönnum hjá mötuneyti starfsmanna Landspítala-Háskólasjúkra- húss, tæplega þrjátíu talsins, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar eru liður í hagræðingaráformum. Auglýst hefur verið eftir til- boðum til að taka við rekstri mötuneytisins og fimm fyrir- tæki hafa gert tilboð. Af hálfu Landspítalans er sett það skil- yrði að ný rekstraraðili ráði til sín að minnsta kosti þriðjung núverandi starfsmanna mötu- neytisins. Ákvörðun um hvaða tilboði verður tekið á að liggja fyrir 1. október og á nýi aðilinn að taka við 1. desember. - gar Landspítalinn hagræðir: Þrjátíu sagt upp í mötuneytinu HONG KONG, AP Fimm verkamenn létu lífið í Hong Kong um helg- ina. Mennirnir voru að störf- um í húsi sem verið er að byggja þegar vinnupallur hrundi undan þeim, með þeim afleiðingum að þeir hröpuðu niður um tuttugu hæðir. Einn maður til viðbótar slasaðist. Eigendur byggingarinnar hafa fallist á að greiða fjölskyldum mannanna skaðabætur vegna málsins. Byggingin á að verða sú hæsta í Hong Kong þegar hún verður tilbúin á næsta ári. Hún verður jafnframt meðal hæstu bygginga heimsins. - þeb Fimm menn í Hong Kong: Hröpuðu niður tuttugu hæðir REYKJAVÍKURBORG Gjaldfrjáls- um bílastæðum fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar verður fækk- að á næstu misserum. Ráðhúsið og skrifstofa borgarinnar í Borgartúni eru dæmi um mannmarga vinnu- staði borgarinnar sem líklegt er að finni fyrir því. Breytingarnar eru hluti af „grænni samgöngustefnu“ sem Reykjavíkurborg hefur tekið upp og miðar að því að hvetja starfsmenn borgarinnar til að fara um með umhverfisvænni hætti. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hversu mörgum stæðum verður fækkað, að sögn Gísla Marteins Baldurs- sonar, formanns umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborg- ar. Stefnan verði útfærð á hverjum vinnustað borgarinnar fyrir sig. „Við munum hvetja okkar starfs- menn til að koma til vinnu öðruvísi en á bíl. Hluti af því er að fækka ókeypis bílastæðum við vinnustað- ina en reyna á móti að styrkja þá sem vilja koma með öðrum hætti til vinnu.“ Gísli telur að starfsmenn borg- arinnar muni ekki líta á fækkun gjaldfrjálsra bílastæða sem kjara- skerðingu. „Það er ekki markmið- ið að skerða kjör heldur einmitt að bjóða möguleika sem koma betur út fyrir starfsmanninn fjárhagslega. Allir sem vinna í miðbænum búa við gjaldtöku og það er almenn sátt í samfélaginu að svo sé. Er endilega eðlilegt að annað gildi um starfs- menn borgarinnar?“ spyr Gísli. - hhs Starfsmenn Reykjavíkur hvattir til að taka upp grænni samgöngumáta: Ókeypis bílastæðum fækkað GÍSLI MARTEINN BALDURSSON Reykjavíkurborg hefur tekið upp græna samgöngustefnu sem felur meðal ann- ars í sér að færri starfsmenn borgarinnar fá ókeypis bílastæði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EFNAHAGSMÁL Hagsmunasamtök heimilanna boða til borgarafund- ar á fimmtudaginn kemur, 17. september, í Iðnó. Efni fundarins verður skuldastaða heimilanna og fyrirhugað greiðsluverkfall sem samtökin hafa boðað 1. til 15. október. Í pallborði verða meðal ann- ars Ólafur Arnarson og Björn Þorri Viktorsson . Ráðherrunum Steingrími J. Sigfússyni og Gylfa Magnússyni hefur verið boðið en þeir hafa að svo stöddu hvorki staðfest né afboðað komu sína, að því er segir í tilkynningu frá Hagsmunasamtökunum. Fundurinn hefst klukkan 20.00. - kh Hagsmunasamtök heimila: Fundað um skuldastöðu BJÖRGUNARSVEITIR Alþjóðabjörg- unarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar fékk um helgina vottun sem fullgild alþjóðleg rústabjörgunarsveit. Tíu manns frá ISARAG, sam- tökum alþjóðlegra rústabjörgun- arsveita undir hatti Sameinuðu þjóðanna, voru viðstaddir æfing- ar sveitarinnar. Var það hlutverk þeirra að meta getu sveitarinn- ar og í framhaldi að veita henni vottun sem fullgild alþjóðleg björgunarsveit. - hhs Íslensk alþjóðabjörgunarsveit: Orðin sérhæfð í rústabjörgun ÆFING Meðlimir Íslensku alþjóða- björgunarsveitarinnar við æfingar á Gufuskálum. MYND/LANDSBJÖRG STJÓRNMÁL Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, fund- aði með Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, í Kaíró í gær. Ræddu þeir um mögulega lausn á deilum um landtöku Ísraela á hernumdu svæðunum, bæði á Vesturbakkan- um og austurhluta Jerúsalem. AFP-fréttastofan greinir frá því á fundinum hafi Mubarak hvatt Ísraelsríki til að hætta umsvifa- laust öllum framkvæmdum á land- nemabyggðum sínum. Fyrir fundinn sagði Netanya- hu að mikil vinna væri enn fyrir höndum áður en ríki hans geti á ný hafið friðarviðræður við Palestínu- menn. Hann segist þó vongóður um að samkomulag náist á endanum, og friðarviðræður geti hafist. George Mitchell, erindreki Bandaríkjastjórnar gagnvart Mið- Austurlöndum, er staddur í Ísra- el til að ræða við ráðamenn. Hann fundaði með utanríkisráðherran- um Avigdor Lieberman og Shimon Peres, forseta Ísrael, í gær. Mitchell sagði fundinn ekki hafa skilað sam- komulagi í veigamiklum atriðum. Unnið væri að því að ná slíku sam- komulagi. Peres segir mikilvægt að viðræður við Palestínumenn hefjist á ný fyrir lok mánaðarins. Mitchell mun funda með Netan- yahu í dag. Vonast er til leiðtogar Ísrael og Palestínu geti fundað meðan á Allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna í New York stendur síðar í mánuðinum. - kg Netanjahú fundaði með forseta Egyptalands í Kaíró í gær: Fundað um landtöku Ísraela VIÐRÆÐUR George Mitchell og Shimon Peres á fundi þeirra í júlí. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.