Fréttablaðið - 14.09.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.09.2009, Blaðsíða 10
10 14. september 2009 MÁNUDAGUR • Þægindin endast. Viðhalda raka augnanna og þægindin endast allan daginn. Minni hætta á þurrki í augum. • UV geislavörn: Hjálpa til við að vernda augun fyrir UV-A og UV-B útfjólubláum geislum. UV vörn fyrir augun* • Hentugleiki/Þægindi: Á hverjum degi er notað nýtt og ferskt linsupar, sem gerir linsunotkunina einfalda og þægilega. *UV verndandi augnlinsur koma ekki í staðinn fyrir sólgleraugu þar sem þær hylja ekki allt augnsvæðið. ACUVUE® og MOIST® er skrásett vörumerki Johnson & Johnson Vision Care, JJVC 2009. 1 • DAY ACUVUE® MOIST® Viðhalda raka augnanna og veita þægindi sem endast allan daginn. AFGANISTAN, AP Tugir talíbana, auk þriggja bandarískra og sjö afganskra hermanna, eru látnir eftir átök í vesturhluta Afganistan á laugardag. Átökin urðu í Farah-héraði, á yfirráðasvæði talíbana. Her- mennirnir létust eftir árás talí- bana, sem höfðu komið tveimur sprengjum fyrir við vegkant auk þess sem þeir skutu á herliðið og köstuðu handsprengjum. Í framhaldinu urðu hörð átök á milli hermanna og talíbana sem vörðu í átta klukkustund- ir, að sögn talskonu í bandaríska hernum. Flugvélar á vegum NATO vörp- uðu sprengjum á talíbanana, en ekki er enn vitað hversu margir létust við það. Alls er talið að um fimmtíu talí- banar hafi látist í átökunum. Kona og unglingsstúlka létust einnig í átökunum eftir að eldflaug frá talíbönum hæfði hús sem þær voru í. Yfirvöld í Afganistan greindu einnig frá því á laugardag að fimmtíu manns, meðal annars óbreyttir borgarar, hefðu látið lífið í nokkrum öðrum árásum uppreisnarmanna. - þeb Talíbanar og bandarískir hermenn féllu í átökum í vesturhluta Afganistans á laugardaginn var: Mannskæð átök urðu í Afganistan AFGANISTAN Tíu hermenn létust í árásum talíbana í Farah-héraði. Árásinni var svarað með loftárásum og um fimmtíu talíbanar létu lífið í þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍSRAEL, AP Forseti Ísraels, Shimon Peres, missti meðvitund á sviði í Tel Aviv á laugardag. Hann var fluttur á spítala til athugunar en var útskrifaður í gær. Peres hélt ræðu um leiðtogahæfi- leika á ráðstefnu og var að svara spurningum þegar hann missti með- vitund. Hann rankaði þó við sér nokkrum sek- úndum síðar. Talsmenn hans hafa kennt miklu álagi og miklum hita um yfirliðið. Forsetinn hvíldist að mestu í gær en hélt þó fund með George Mitchell, sérstökum sáttasemjara um málefni Ísraels og Palestínu. - þeb Forseti Ísraels féll í yfirlið: Peres útskrifað- ur af spítala SHIMON PERES STUND MILLI STRÍÐA Þessi selur nýtti tækifærið og hvíldi höfuðið á körfubolta á milli sýninga í dýragarði í Ungverjalandi um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ATVINNUMÁL „Þessa dagana erum við að ýta á vinnumálayfirvöld í Manitoba til að fá fregn- ir af því hvað verður af þeim umsóknum sem við sendum út. Við viljum fá að sjá að verk- efnið sé eitthvað að rúlla áfram. Það vantar allt upplýsingaflæði,“ segir Gissur Péturs- son, forstjóri Vinnumálastofnunar. Ísland og Manitoba-fylki í Kanada gerðu í byrjun mars með sér samkomulag sem miðaði að því að skapa atvinnumöguleika fyrir Íslend- inga í fylkinu til eins árs. Í kjölfarið hefur Vinnumálastofnun sent um fjörutíu umsókn- ir Íslendinga til Kanada, en samkvæmt Giss- uri hefur lítið sem ekkert spurst af afdrifum þeirra umsókna. Samkomulagið frá því í mars miðaði að því að atvinnuleyfisferlið yrði styttra og sveigj- anlegra en vant er í þessum heimshluta. „Ég hugsa að ferlin varðandi þessi tímabundnu atvinnuleyfi, sem ætlunin var að gefa út, hafi ekki gengið eins hratt fyrir sig og vonir stóðu til,“ segir Gissur. „Þetta er þungur ferill, og Manitoba-fylki getur ekki sett reglur sem stangast á við alríkisreglur í Kanada. Þarna hefur mynd- ast ákveðin spenna á milli. Fylkið vill gera ferilinn sveigjanlegri en þeim er heimilt, lagalega séð. Menn eru að rekast á ýmsar skrifræðislegar hindranir með þetta,“ segir Gissur. Samkvæmt Gissuri þarf þó ekki að vera að engar ráðningar hafi átt sér stað í kjölfar sendra umsókna. „Slíkar ráðningar eru ekki beinlínis skráðar hjá okkur. Því búum við ekki yfir tölfræði varðandi þær. Við höfum ekki heyrt af nema tveimur endanlegum ráðning- um, en auðvitað er líka fólk að fara þangað út upp á eigin spýtur, en ekki í gegnum okkur,“ segir Gissur Pétursson. - kg Lítið spurst af um fjörutíu atvinnuumsóknum Íslendinga sem Vinnumálastofnun hefur sent til Kanada: Ekkert upplýsingaflæði frá Manitoba SAMKOMULAG Fjöldi manns sótti kynningarfund um atvinnutækifæri í Kanada sem haldinn var í mars. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GISSUR PÉTURSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.