Fréttablaðið - 14.09.2009, Blaðsíða 17
14. SEPTEMBER 2009
Fasteignasalan Heimili hefur í einkasölu einbýl-
ishús með aukaíbúð í Rauðagerði.
E inbýlishúsið í Rauðagerði er mikið endur-nýjað með hundrað fermetra aukaíbúð á neðri hæð. Húsið er skráð 296 fm með inn-
byggðum 34 fm bílskúr. Húsið stendur á 865 fm lóð
í botnlanga á skjólgóðum rólegum stað.
Þegar gengið er inn um aðalinngang er komið
inn í flísalagða forstofu með fatahengi. Úr forstofu
er einnig inngangur í íbúðina á neðri hæðinni. Inni
af forstofu er þvottahús. Teppalagður stigi liggur
upp á efri hæðina. Á efri hæðinni eru öll loft tekin
upp og því mikil lofthæð. Stórt hálfopið eldhús er
með flísalögðu gólfi og fallegri innréttingu. Eld-
hús er skilið frá stofu að hluta með arni. Stofa er
parkettlögð með útgangi út í sólstofuna. Vinnuhol
með parketti á gólfi. Svefnherbergisgangur er
parkettlagður.
Hjónaherbergi er með fataskápum og parketti á
gólfi. Baðherbergi er nýlega endurbætt og flísalagt
í hólf og gólf með innréttingu, baðkari og sturtu-
klefa. Tvö barnaherbergi eru með parketti á gólfi
og eru fataskápar í öðru. Sólstofan er flísalögð og
með heitum potti. Frá sólstofunni er gengið út á af-
girtan sólpall og þaðan í afgirtan fallegan garðinn.
Íbúðin á neðri hæðinni er þriggja herbergja með
sérinngangi. Svefnherbergin eru tvö og fataskápur
í öðru þeirra. Baðherbergi er flísalagt með sturtu-
klefa, vaskinnréttingu og tengi fyrir þvottavél. Eld-
hús er með flísalögðu gólfi og nýlegri innréttingu.
Stór stofa er með nýlegu parketti á gólfi.
Í boði eru makaskipti á minni eign en óskað er
eftir kauptilboðum.
Heitur pottur í sólstofu
Um hundrað fermetra íbúð með sérinngangi er á neðri hæð hússins.
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
BLIKKÁS –
Smiðjuvegi 74 – 201 Kópavogi
Sími 515 8700 – www.blikkas.is
Mikið litaúrval
Fr
u
m
3
Vorum að fá í einkasölu einbýlishús á einni hæð ásamt góðum bílskúr,
samtals 160 fm. Frábær staðsetning. Stofa, borðstofa, 3 góð herbergi,
baðherbergi, sauna. Góð suður verönd og garður. Stutt í skóla og
þjónustu. Miklir stækkunarmöguleikar. Ásett verð 42,8 millj.
Vorum að fá í einkasölu vel skipulagt 4ra herbergja 126,5 ferm. raðhús
á einni hæð á góðum stað. Eignin er björt og opin þar sem lofthæðin
fær að njóta sín. Rúmgott eldhús, björt stofa, 3 svefnherb., þvottahús og
nýl. endurn. baðherb. Timburverönd.LÆKKAÐ VERÐ: 26,9 millj. SKIPTI
ATH. Á 2-3 HERB. ÍB.
Vorum að fá í einkasölu fallega og mikið endurn. 3ja herb. efri hæð í
þríbýli ásamt byggingarrétti. Suðursvalir. Nýlegt parket. Góð staðsetning.
Ásett verð 20,8 millj.
ESJUGRUND KJALARN. - SKIPTI
VÍFILSGATA – ENDURN
4
HOLTSBÚÐ - GARÐABÆR Einb.
Bogi
Pétursson
lögg. fasteignasali
Finnbogi
Hilmarsson
lögg. fasteignasali
fasteignir