Fréttablaðið - 14.09.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.09.2009, Blaðsíða 12
12 14. september 2009 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ég vorkenni fréttamönnum erlendra frétta þessa mánuð- ina. Þetta er svo sem ekki mikils- virt stétt, einhvers staðar á milli lögmanna og fjármálaráðgjafa. Ekki svo að skilja að viðfangsefn- in séu ekki til fyrir þessa stétt manna sem ásamt álitsgjöfum og fræðimönnum hafa tekjur sínar af hörmungum heimsins. Góðar erlendar fréttir eru fágætar þótt þeim sé fagnað jafn mikið af þeim sem skrifa þær og okkur hinum sem lesa þær. Það er hins vegar ekki æsandi að bíða eftir stefnu Obama í bankamálum, né húsnæðisstefnu Suður-Afríku. Stóru málin eru stóru málin og þola illa smæð. Það er eins og þau verði kúnstugri um leið og þau eru minnkuð. Svona einhvers konar Heljarslóðarorrusta. Stærri og minni vandamál Það er líklega stærsti árangur Baracks Obama í embætti að sópa stórmálunum undir tepp- ið og beina sjónum manna að þeim minni. Það merkilegasta við þetta er að ekkert stóru mál- anna er leyst eða jafnvel nálægt því að vera leyst. Sambandið við Rússland virðist þægilegra, en um leið dragast Bandaríkin sífellt meira inn í innanlands- pólitík í Rússlandi og enn frekar gegn vilja sínum inn í stjórnmál landanna í kring. Risaveldi á sér ekki landamæri og fyrir því finna Bandaríkin nú. Sambandið við Kínverja virðist traustara en áður, en um leið er Bandaríkja- forseti með óleysanleg viðfangs- efni sem snúa að Kína. Samband- ið við Suður-Ameríku virðist betra en áður, en samt er það fjarlægara en nokkru sinni fyrr, og þörf er á algjöru endurmati af hálfu Bandríkjanna. Bandaríkin hafa eignast harðan keppinaut í Afríku þar sem kínversk fyrir- tæki fjárfesta óðum. Sambandið við Íran virðist vera að gróa en kosningasvindl og ný kyn- slóð ungs fólks er með kröfur á hendur stjórnvöldum sem Banda- ríkin geta hvorki staðið með eða á móti, það fylkir sér um and- stöðuna sem Bandaríkin eru tengd sögulegum sem nýlegum böndum. Flóknari valdabarátta Kína er nú þegar stærsti við- skiptaaðili Bandaríkjanna og stærsti lánveitandi þeirra. Ef Bandaríkjamenn geta litið fram- hjá einhverju ríki þá er það ekki Kína. Um leið dregst Kína inn í æ flóknari valdabaráttu og vígbún- aðarkapphlaup sem nær allt frá Ísrael til Kína. Bandaríkin eru að sogast inn í síflóknari valda- baráttu innan Rússlands og milli Rússlands og nágranna þess. Það sama á við um valdabaráttuna milli Pakistan og Indlands, bæði Kínverjar og Bandaríkjamenn hafa dregist inn í hana. Engu að síður lifum við í heimi sem sýn- ist friðsælli en nokkru sinni á síðari árum. Breytingar virðast til batnaðar. Annað mesta efna- hagsveldi heimsins hefur kosið sér nýja stefnu sem mun færa það nær vestrænum viðskiptaháttum. Hagvöxtur er meiri í Afríku en í áratugi. Efnahagslíf í Suður- Ameríku er um margt blómlegra. Heimskreppan virðist ætla að fara mildum höndum um flesta. En lítum bakvið tjöldin. Í uppsigl- ingu er vígbúnaðarkapphlaup í stórum hluta Asíu. Bandaríkin hafa með svo flóknum hætti blandast í deilur íslamskra ríkja að þau koma sér ekki út úr þeim hvort sem þau vilja eða ekki. Og Rússland er herveldi á brauðfótum. Þrjú ríki vilja aðskilnað frá Kína. Stór hluti íbúa Afríku má búa við að nauðganir og morð séu daglegt brauð. Þrátt fyrir Obama heldur bilið milli heimsálfa áfram að breikka. Hver sá sem heimsækir Suður-Ameríku finnur sig á ann- arri plánetu en Norður-Ameríku. Erfitt er að sjá fyrir sér mikil- væg milliríkjamál í framtíðinni án þess að eyðilegging umhverf- isins komi þar við sögu. Sífellt aukin samskipti þjóða á milli eiga ekki stofnanakerfi til þess að rísa undir hlutverki sínu. Afrek Obama til þessa hefur verið að koma stórum málum undir mottuna. Þar verða þau ekki lengi. UMRÆÐAN Hjalti Nielsen skrifar um sykurskatt og opinbera neyslustýringu Sykurskatturinn svonefndi hefur vakið upp ýmsar spurningar um eðli og tilgang opinberrar neyslustýring- ar. Í vor sem leið gáfu stjórnvöld fyr- irheit um að þessum nýja skatti væri ekki einungis ætlað að mæta þeim gríð- arlega fjárhagsvanda sem ríkissjóður stæði frammi fyrir, heldur yrði honum einnig beint gegn þeim lýðheilsuvanda sem rekja mætti til ofneyslu sykurs. Skilaboð- in um réttlætanlega neyslustýringu fyrir bættri lýðheilsu voru skýr. Neyslustýringu fylgir óhjákvæmilega mismun- un í einhverri mynd. Taumur tiltekinna fyrir- tækja, framleiðslugreina eða neytendahópa er dreginn á kostnað annarra. Með afnámi gamla vörugjaldakerfisins fyrir hálfu öðru ári náðist breið samstaða um að ekki væri verjandi að tekjuöflun ríkissjóðs ýtti beinlínis undir slíka mismunun, nema skýrir almannahagsmunir væru í húfi. Það kom því verulega á óvart að stjórnvöld tækju óbreytt upp löngu úrelt vörugjaldakerfi við framkvæmd sykurskattsins. Vörugjöld eru innheimt eftir tollskrárnúmerum og falla illa að þeim almenna grunni sem sykurskatturinn styðst við. Gjaldið tekur því ekki mið af sykurinnihaldi heldur tollflokki og leggst til dæmis jafnt á sykrað gos sem kolsýrt vatn. Þá eru sykraðar mjólkurvörur undanskild- ar, sem hlýtur að teljast nýtt met með hliðsjón af lýðheilsulegum markmiðum skattsins. Ljóst er að ekki verður undan aukn- um opinberum álögum vikist nú í kjöl- far hrunsins. Að sama skapi má vera jafn ljóst að sjaldan eða aldrei hefur verið brýnna að stjórnvöld vandi afar vel til slíkra verka. Sykurskatturinn umræddi setur fjölda starfa í innlendri framleiðslu í uppnám og vegur enn frekar en orðið er að kaupmætti almennings. Þessi nýi matarskattur getur því hæglega snú- ist upp í andhverfu sína með auknu atvinnuleysi, neyslusamdrætti og enn verri afkomu ríkissjóðs, án þess að yfirlýstum lýðheilsumarkmiðum sé þjónað að neinu sýnilegu marki. Opinber neyslu- stýring getur átt fullan rétt á sér, en því aðeins að þeim árangri sé náð sem að er stefnt með gagnsæjum og þjóðhagslega hagkvæmum hætti. Höfundur er framkvæmdastjóri kexverksmiðjunnar Fróns. Opinber neyslustýring til góðs eða ills? HJALTI NIELSEN Upplýsingar í síma 821 9980 german.cranes@gmail.com BYGGINGAKRANAR VALTARAR TRAKTORSGRÖFUR Liebherr 71K, 63K, 42K, 22HM og 13HM byggingakrana. JCB, Fermec, Komatsu og CAT traktorsgröfur. NÝTT OG NOTAÐ! Bomag, Dynapac og Hamm valtara. Stærstu málin Alþjóðastjórnmál JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Í DAG | Bandaríkin hafa með svo flóknum hætti blandast í deilur íslamskra ríkja að þau koma sér ekki út úr þeim hvort sem þau vilja eða ekki. Vel heppnuð smölun? Rúmlega hundrað manns sóttu umtalaðan landsfund Borgarahreyf- ingarinnar sem haldinn var á laugar- daginn. Erfitt er að ímynda sér annað en að framámenn flestra annarra stjórnmálasam- taka landsins hefðu litið á slíka mætingu sem stórslys, sér í lagi þegar tekið er tillit til þess að ríflega 13.000 kjósendur greiddu hreyfing- unni atkvæði sitt í alþingiskosn- ingunum í vor. Á fundinum voru samþykkt lög fyrir Borg- arahreyfinguna, samkvæmt tillögu frá tólf frambjóðendum til stjórnar, sem eru þremenningunum í þinghópn- um lítt að skapi. Í kvöldfréttum RÚV kvartaði Margrét Tryggvadóttir, þing- maður hreyfingarinnar, sáran yfir því að stuðningsmenn tillögunnar hefðu smalað fólki á fundinn til að tryggja hinum nýju lögum braut- argengi í kosningunni. Vert er að velta fyrir sér hve fáir fundar- gestir hefðu verið við „eðlilegar“ aðstæður, hefði meint smölun ekki komið til. Reply to all Við sama tilefni minntist Margrét Tryggvadóttir á að hún og félagar hennar í þinghópi Borgarahreyfingar hefðu ekki beitt smölun á lands- fundinn. Gárungarnir vilja meina að það hafi verið skynsamleg ákvörðun hjá Margréti, því slíkt hefði kallað á að hún sendi út fjölpóst. Kunnáttu- leysi á tölvupóstforrit hafi nú þegar orðið tilefni til nægra deilna innan hreyfingarinnar, eins og Margrét og Þráinn Bertelsson kannist manna best við. kjartan@frettabladid.is S tutt saga Borgarahreyfingarinnar er sorgarsaga. Tilraun hennar til að bæta stjórnmálin mistókst gjörsamlega. Í framhaldi af landsfundi á laugardag íhuga þingmenn hreyfingarinnar að segja skilið við hana. Þeir segjast ætla að taka sér þann tíma sem þeir þurfa til að ákveða sig í þeim efnum. Þeir hljóta samt að vita að þeir geta ekki tekið sér langan tíma til þess verks. Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari verða að ákveða sem fyrst hvort þau ætli að vera þingmenn Borgarahreyfingarinnar eða ekki. Innan við fimm mánuðir eru síðan kosið var til Alþingis og eitthvað aðeins lengra síðan Borgarahreyfingin varð til. Hún spratt upp úr ástandinu sem hér ríkti í kjölfar hrunsins og gaf sig út fyrir að vera andstæða gömlu flokkanna og hugmyndafræði þeirra. Boðið var fram undir vígorðinu Þjóðin á þing. Árangur- inn í kosningum var góður; meira en þrettán þúsund atkvæði og fjórir menn á þing. Ólíklegt er að stjórnmálaflokki hafi áður tekist að eyða sjálfum sér á jafn skömmum tíma og Borgarahreyfingunni nú. Þetta er nefnilega búið spil. Engu breytir þó að þingmennirnir þrír kjósi að vera áfram í flokknum. Það eitt að þeir íhugi að yfirgefa hann gerir það að verkum að sem pólitískt afl hefur Borgarahreyfingin ekkert vægi umfram aðgang að ræðustól Alþingis og atkvæðin sín þrjú. Og hvers vegna er þetta sorgarsaga? Jú, vegna þess að stjórnmálunum veitti ekki af því endurnýjaða hugarfari sem Borgarahreyfingin boðaði. Það er ekki lögmál að pólitíkin eigi að vera stöðnuð og á köflum óskaplega vitlaus. Það er engin sérstök ástæða fyrir því að í pólit- ík tíðkist vinnubrögð sem ekki eru talin boðleg annars staðar. Atvinnustjórnmálaflokkarnir breyta þessu ekki. Það sýnir sagan. Hástemmdar yfirlýsingar í stjórnarandstöðu reynast jafnan innistæðulausar þegar menn eru komnir í stjórn. Man fólk ekki eftir öllum ræðunum sem þingmenn Samfylkingarinnar og VG fluttu í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins um samráðsleysið, mannaráðningarnar, hrokann og ólýðræðislegu vinnubrögðin? Nú er þessu öfugt farið. Þingmenn síðarnefndu flokkanna syngja sama sönginn en Samfylkingin og VG yppta bara öxlum. Álit landsmanna á Alþingi er almennt lítið og traust þeirra á stofnuninni í lágmarki. Aðeins Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið og bankakerfið mældust með minna traust en Alþingi síðast þegar Capacent spurði. Þó að þingmenn segist hafa af þessu áhyggjur aðhafast þeir fátt til að bæta úr. Það virðist heldur á hinn veginn. Þeir hljóta þó að skilja að traustið ræðst aðeins af framkomu og framgöngu þeirra sjálfra. Þó að tilraun fólksins sem stóð að Borgarahreyfingunni til að innleiða ný vinnubrögð og nýja siði í stjórnmálum hafi mistekist er óþarfi að slá af allar væntingar um að slíkt kunni að gerast í framtíðinni. Vonir um að það verði á þessu kjörtímabili eru hins vegar óþarfar. Tilraun Borgarahreyfingarinnar mistókst. Þetta lagast kannski seinna BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON SKRIFAR Þr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.