Fréttablaðið - 14.09.2009, Blaðsíða 6
6 14. september 2009 MÁNUDAGUR
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið
Veldur plássleysi í fangelsum
þér áhyggjum?
Já 80,0%
Nei 20,0%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Ertu búin(n) að fara í réttir eða
ætlar þú að gera það?
Segðu skoðun þína á visir.is
UMHVERFISMÁL „Þessi bíll ætti að útrýma hugmynd-
inni um sænska líffræðinginn við stýrið á litlum,
kraftlausum og hallærislegum bíl,“ segir Teitur
Þorkelsson hjá ráðgjafafyrirtækinu Framtíðarorku,
um rafmagnssportbílinn Tesla.
Bíllinn verður til sýnis og reynsluaksturs fyrir
gesti ráðstefnunnar Driving Sustainability sem
hefst á Hilton í dag. Hann nær hundrað kílómetra
hraða á innan við fjórum sekúndum og gengur
eingöngu fyrir rafmagni.
Um 200 manns sækja ráðstefnuna, meðal annarra
sérfræðingar frá stærstu bílaframleiðendum heims,
orkufyrirtækjum og háskólum. Forystuhlutverk
Norðurlanda og möguleikar Íslands í nýjum
orkulausnum í samgöngum verða í brennidepli.
Fyrirtækið Framtíðarorka, sem sérhæfir
sig í miðlun þekkingar á möguleikum í notkun
hreinnar orku í samgöngum, hefur veg og vanda
af ráðstefnunni, sem Norræna ráðherranefndin og
Reykjavíkur borg styrkja. „Í ljósi þess að hægt er að
spara milljarð króna á mánuði í gjaldeyri með því
að nota innlenda orku á bílana á þetta efni betur við
en nokkru sinni,“ segir Teitur og vísar þar til þess
að Íslendingar kaupa eldsneyti fyrir 12,7 milljarða
króna á ári. - hhs
Gestir ráðstefnunnar Driving Sustainability prufukeyra rafmagnssportbílinn Tesla:
Í hundrað á fjórum sekúndum
KRAFTMIKILL Teitur Þorkelsson hjá Framtíðarorku og Gísli
Gíslason hjá fyrirtækinu 2012, eiganda Tesla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
STJÓRNMÁL Valgeir Skagfjörð tók í gær við for-
mannsstöðu Borgarahreyfingarinnar. Heiða
B. Heiðars er nýr varaformaður og Sigurður
Hr. Sigurðsson ritari. Stjórnarkjör fór fram á
landsfundi hreyfingarinnar á laugardag.
Tillaga að nýjum lögum fyrir hreyfinguna
var samþykkt á fundinum, þvert á vilja þing-
mannanna Þórs Saari, Birgittu Jónsdóttur og
Margrétar Tryggvadóttur, sem öll yfirgáfu
fundinn í framhaldinu.
Í kjölfarið gáfu þingmennirnir út yfir-
lýsingu, þar sem fram kemur sú skoðun að
nýsamþykkt lög gangi í berhögg við tilgang
og stefnu hreyfingarinnar. Hreyfingunni hafi
verið breytt í miðstýrðan stjórnmálaflokk,
og þingmennirnir muni taka sér tíma til að
ákveða hvort og hvernig þeir sjái sér fært að
starfa áfram með Borgarahreyfingunni.
Valgeir Skagfjörð, nýr formaður hreyfingar-
innar, segist vera maður sátta og samlyndis.
„Við viljum endilega að þingmennirnir tali
við okkur, til að vinna að
því sem við höfum stefnt
að frá byrjun. Við hörmum
þær deilur sem verið hafa
innan hreyfingarinnar, en
nýkjörin stjórn er staðráð-
in í að snúa þessu tafli við.
Við ætlum að ná aftur fyrra
fylgi, efla grasrótina og
herða róðurinn.“
Valgeir vísar ummæl-
um þingmannanna um
miðstýrðan stjórnmálaflokk á bug. Tillög-
urnar stuðli að auknu lýðræði og mikilli vald-
dreifingu. Verið sé að ganga frá nýjum lögum
út frá breytingartillögum af landsfundinum.
Vel komi til greina að hreyfingin bjóði fram í
sveitarstjórnarkosningum á næsta ári. - kg
Þingmenn Borgarahreyfingarinnar íhuga hvort þeir starfi áfram með hreyfingunni:
Valgeir nýr formaður Borgarahreyfingar
VALGEIR
SKAGFJÖRÐ
ÞINGMENNIRNIR Þeir eru ósáttir við tillögu að
lögum sem samþykkt var á landsfundinum. Nýr
formaður segir lögin verða birt á næstu dögum.
BANKAR Fjármálaráðuneytið og
skilanefnd Glitnis fyrir hönd
kröfuhafa bankans undirrituðu
í gær samkomulag um uppgjör
vegna Glitnis.
Samkvæmt samkomulaginu fá
kröfuhafar Glitnis tvo kosti að
velja úr fram til 30. september
næstkomandi. Annars vegar geta
þeir valið að eignast 95 prósenta
hlut í Íslandsbanka fyrir kröf-
ur sínar í Glitni og hins vegar
stendur þeim til boða skuldabréf
sem Íslandsbanki gæfi út. Þess-
um síðari kosti fylgir síðan að
kröfuhafarnir fá forkaupsrétt á
allt að 90 prósenta hlut í Íslands-
banka á árunum 2011 til 2015.
Verði fyrri kosturinn ofan á
mun ríkið eiga aðeins 5 prósent
í Íslandsbanka og fá til baka
stærstan hluta þeirra 65 milljarða
króna sem lagðar voru til bankans
sem eiginfé í sumar. Ríkið myndi
þó veita bankanum 25 milljarða
víkjandi lán.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra segir það stóran
áfanga að málið sé í höfn með
samkomulagi aðila. Sambærilegt
samkomulag var gert við skila-
nefnd gamla Kaupþings í sumar
en þar hafa kröfuhafar frest út
október til að gera upp hug sinn.
Árni Tómasson, formaður skila-
nefndar Glitnis, segir samkomu-
lagið sanngjarnt og hagsmunir
kröfuhafa séu varðir eins vel og
hægt sé.
Fjármálaráðherra segir að í
ljósi stöðunnar séu báðir ofan-
greindir kostir ágætir. Hann
kveðst þó vonast til að meiri
líkur séu á að kröfuhafar velji
í báðum tilvikum þann kost að
eignast bankana, meðal annars í
ljósi þeirra byrða sem ríkið hefur
þurft að taka á sig.
„Ef þetta yrði niðurstaðan í til-
viki bæði Íslandsbanka og Kaup-
þing þá munar það stórum fjár-
hæðum fyrir ríkið. Það hefði þann
kost að þar með ættu kröfuhaf-
arnir þeirra hagsmuna að gæta að
bankakerfinu vegni vel. Þeir taka
sér þá stöðu ekki bara með bönk-
unum heldur íslenska hagkerf-
inu og eru að veðja á gott gengi
þess í framtíðinni. Það hefði góð
áhrif á andrúmsloftið í samskipt-
um Íslands við fjármálaheiminn
út á við,“ segir Steingrímur sem
aðspurður kveðst ekki óttast að
með breyttu eignarhaldi bank-
anna verði örðugra um vik fyrir
ríkisvaldið að ná markmiðum um
endurreisn atvinnulífsins og stuðn-
ing við heimili landsmanna:
„Það verður sameiginlegt hags-
munamál bankanna og þeirra við-
skiptavina að það leysist vel úr
þeirra málum – enda er þegar frá
því gengið og undirbúið hvernig
bankarnir vinni að því. Ég hef ekki
trú á því að vegna þess að eignar-
hald einhvers banka væri svona
en ekki hinsegin að hann færi að
skerast úr leik í þeim almennu
aðgerðum og ráðstöfunum sem eru
í gangi.“ gar@frettabladid.is
Vonar að kröfuhafar
eignist Íslandsbanka
Kröfuhafar Glitnis ákveða fyrir mánaðamót hvort þeir eignast 95 prósent í
Íslandsbanka. Fjármálaráðherra segir að með því myndu kröfuhafarnir veðja á
gott gengi íslenska hagkerfisins og andrúmsloftið batna gagnvart Íslendingum.
TVÆR LEIÐIR Skilanefnd Glitnis ásamt fulltrúum fjármálaráðuneytisins og fulltrúum
Íslandsbanka gengu í gær frá samkomulagi sem býður kröfuhöfum Glitnis tvo kosti
til að fá verðmæti fyrir kröfur sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
KJÖRKASSINN