Fréttablaðið - 14.09.2009, Blaðsíða 30
14 14. september 2009 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
JÖKULL JAKOBSSON RITHÖFUNDUR
VAR FÆDDUR ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1933.
„Að standa uppi á fjallstindi.
Maður er eins og konungur …
einn og ræður öllu nema
fegurðinni.“
Jökull var leikritaskáld og meðal
þekktustu verka hans er Hart í
bak. Hann var líka með þætti í út-
varpinu sem nutu hylli og heyrast
endurfluttir á Rás 1 öðru hverju.
MERKISATBURÐIR
1752 Gregoríska tímatalið er
innleitt í Bretaveldi.
1812 Napóleon Bonaparte her-
tekur Moskvu án mót-
spyrnu.
1879 Dómkirkjan í Reykjavík er
vígð öðru sinni eftir gagn-
gerar endurbætur.
1944 Marlene Dietrich kemur
fram í Tripoli í Reykjavík
ásamt leikflokki úr banda-
ríska hernum.
1965 Hljómsveitin The Kinks
kemur til Íslands til tón-
leikahalds.
1982 Kristján Eldjárn forseti Ís-
lands andast, 65 ára gam-
all.
1986 Stofnun Sigurðar Nordal
er sett á stofn.
„Menn hringja af Reykjavíkursvæð-
inu á kvöldin og um helgar ef menn
eru byrjaðir að grilla og gaskúturinn
er tómur. Þá fá menn annan innan ekki
langs tíma.“ Þetta segir Guðmundur
Rafnsson, framkvæmdastjóri ÍSAGA,
glaðlega þegar hann lýsir þjónustu
fyrirtækisins, sem framleiðir og selur
gas- og lofttegundir til notkunar í iðnaði
og heilbrigðisþjónustu auk einkanota.
ÍSAGA var stofnað árið 1919 í sam-
vinnu við hið sænska AGA, eitt af
stærstu gasfyrirtækjum heims. Fyrsta
hlutverk þess var að framleiða asety-
lengas fyrir vita landsins. Það hefur
ávallt verið rekið sem íslenskt fyrir-
tæki þótt það hafi verið í eigu erlendra
aðila frá 1991 og nú síðustu árin sem
hluti þýska fyrirtækisins Linde Group
sem er umfangsmikið gasfyrirtæki,
meðal annars á Norðurlöndunum og í
Eystrasaltslöndunum.
Guðmundur er nýfluttur til landsins
og tók við starfinu um síðustu mánaða-
mót en kemur að öllu kunnugu því hann
vann hjá ÍSAGA á síðasta áratug sem
sölustjóri á málmiðnaðarsviði. Hann
fór til Lettlands sem framkvæmdastjóri
AGA þar árið 1997 og er síðan búinn að
starfa í sama geira í Rússlandi og Nor-
egi. Spurður hvort ekki þurfi kjark til að
flytja heim á Frón í miðri kreppu svarar
hann bjartsýnn. „Jú, en kannski er bara
eins gott að koma heim núna, úr þessu
getur leiðin bara legið upp á við.“
Starfsmenn ÍSAGA eru í heildina
um 35 talsins og allir íslenskir, að sögn
Guðmundar. „Hér hefur ekki verið
mikið gegnumstreymi af fólki,“ segir
hann. „Einn var að fara á eftirlaun eftir
fjörutíu ára starf og hér eru nokkrir
með yfir tuttugu ára starfsaldur.“ Níu-
tíu ára afmælishófið var haldið í gær og
við undirbúning þess kveðst Guðmund-
ur hafa gluggað í gamlar fundargerðir.
Þar kom í ljós að meðal stofnenda voru
Thorvald Krabbe sem þá var vitamála-
stjóri og Sveinn Björnsson, síðar fyrsti
forseti Íslands. „Svo hef ég séð gömul
línurit yfir gassöluna og þar hafa komið
toppar. Til dæmis eftir mikið óveður,
ég held 1925, því þá voru svo miklar
viðgerðir á skipum, og 1930 var stór
kúrfa því gas var notað til eldunar á
Alþingishátíðinni á Þingvöllum.“
Upphaf AGA rekur Guðmundur til
Gustafs Dalén, uppfinningamanns
mikils og Nóbelsverðlaunahafa sem
stofnaði fyrirtækið upp úr aldamót-
unum 1900. Hann miðlar fúslega sög-
unni. „Fyrst fann Dalén upp sérstakan
massa eða grunnefni sem gerði mönn-
um kleift að geyma og flytja asetylen-
gas og í upphafi vitavæðingar hannaði
hann vita sem notaði slíkt gas. Svo fann
hann upp búnað sem fékk vitaljósin til
að blikka og fyrir hann fékk Dalén
Nóbelsverðlaun. Síðar kom úr smiðju
hans búnaður sem slökkti á vitunum
yfir daginn þannig að gasið sparaðist í
birtunni. Þegar verið var að grafa Pan-
amaskurðinn fékk AGA samning um að
byggja vita niður með strönd Suður-
Ameríku. Eftir það tengdist fyrirtæk-
ið alls konar framkvæmdum, skyldum
og óskyldum.“
En snúum okkur að nútímanum
og Íslandi. Guðmundur segir ÍSAGA
með súrefnisverksmiðju á Breiðhöfða
í Reykjavík og kolsýruframleiðslu
að Hæðarenda í Grímsnesi. „Þar er
önnur af tveimur uppsprettum kol-
sýru í heiminum. Hin er í Suður-Am-
eríku,“ upplýsir hann. „Okkar þjónusta
skiptist í málmiðnaðarsvið, matvæla-
svið og málmvinnslu. Málmiðnaðar-
sviðið þjónar öllum sem nota gas til
suðu, skurðar eða hitunar. Matvæla-
sviðið notar gas við frystingu og kæl-
ingu og í málmvinnslu er gas notað í
mismunandi framleiðsluferli. Svo er
hluti af fyrirtækinu sem bara þjónar
sjúkrahúsum og heilsugæslu og geng-
ur undir nafninu Linde Healthcare.
Kosturinn við að vera hluti af al-
þjóðlegu fyrirtæki er sá að við höfum
aðgang að sérfræðingum víða um
heim sem geta hjálpað viðskiptavin-
um okkar að bæta eigin framleiðslu-
ferli. Það er okkar styrkur.“
gun@frettabladid.is
FYRIRTÆKIÐ ÍSAGA: FAGNAR NÍUTÍU ÁRA AFMÆLI UM ÞESSAR MUNDIR
Vitamálastjóri, verðandi for-
seti og fleiri stofnuðu ÍSAGA
FRAMKVÆMDASTJÓRINN. „Kannski var bara eins gott að koma heim núna, úr þessu getur leiðin
bara legið upp á við,“ segir Guðmundur Rafnsson, sem er nýfluttur frá Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Í dag minnumst við þess að sex manna
áhöfn farþegaflugvélarinnar Geysis komst lífs
af þegar vélin brotlenti á Bárðarbungu á Vatna-
jökli árið 1950. Vélin var á leið frá Lúxemborg til
Reykjavíkur. Fór hún í loftið klukkan hálf fimm
að íslenskum tíma og var gert ráð fyrir henni
til lendingar í Reykjavík upp úr miðnætti. Loft-
skeytamaður vélarinnar hafði samband um hálf
ellefu og bjóst við að vélin yrði fjörutíu mínút-
um á undan áætlun vegna hagstæðra vinda og
ætlaði að hafa samband hálftíma síðar. Ekk-
ert meira heyrðist frá vélinni og urðu menn
fljótt áhyggjufullir. Strax um nóttina hófst leit
og björgunarsveitir um allt Suðurland voru
kallaðar út.
Vélin hafði rekið væng í jökulinn og steypst
á hvolf en engan sakaði að ráði. Nokkuð var af
vefnaðarvöru í farangrinum og tókst áhöfninni
að skýla sér með henni. Hún fannst ekki fyrr en
eftir fjóra daga.
ÞETTA GERÐIST: 14. SEPTEMBER 1950
Geysir brotlenti á Bárðarbungu
KOMUST AF Sex manna áhöfn Geysis komst lífs af þegar
vélin brotlenti á Bárðarbungu.
Leynileikhúsið var stofnað
fyrir fimm árum og hefur
frá stofnun kennt þúsundum
barna leiklist um allt land.
Einnig hefur það sett á lagg-
irnar vinsælar sýningar, eins
og Hafið bláa og Öskubusku
sem báðar voru settar upp í
Austurbæjarbíói.
Leynileikhúsið stendur
fyrir leiklistarnámskeiðum
sem hefjast brátt. Um er að
ræða tólf vikna námskeið
sem fara fram í mismunandi
grunnskólum en þannig læra
ungu leikararnir leiklist í
hverfinu sínu. Námskeiðin
eru fyrir krakka á aldrinum
7-15 ára og læra þau að tjá
sig, efla sjálfstraust og sam-
skiptahæfni á sama tíma og
þau skemmta sér konunglega
við að læra að leika og búa
til leikrit. Námskeiðin enda
svo á uppskeruhátíð þar sem
hver hópur leikur leikrit á
sviði fyrir vini og vanda-
menn.
Þess má geta að umboðs-
maður Leynileikhússins er í
góðu sambandi við framleið-
endur kvikmynda, auglýs-
inga, sjónvarpsefnis, útvarps-
efnis og leikhúsuppsetninga.
Þegar hefur fjöldi nemenda
Leynileikhússins fengið hlut-
verk í kvikmyndum, auglýs-
ingum og í leikhúsum, nú síð-
ast í Kardemommubæ Þjóð-
leikhússins og í Söngvaseið
Borgarleikhússins.
Kennarar á haustönn
2009 eru Bjarni Snæbjörns-
son, Þóra Karítas Árnadótt-
ir, Tinna Hrafnsdóttir, Víðir
Guðmundsson, Vigdís Más-
dóttir, Ylfa Ösp Áskelsdóttir
og Stefán Benedikt Vilhelms-
son.
Nánari upplýsingar má
nálgast á www.leynileik-
husid.is.
Leiklistin numin í Leynileikhúsi
KÁTUR HÓPUR Leynileikhúsið heldur námskeið fyrir börn á grunn-
skólaaldri og ekki er annað að sjá en að það sé mikið fjör.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
Signý Sigurlaug Margrét
Þorvaldsdóttir,
Suðurgötu 15, Reykjanesbæ,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, mánu-
daginn 7. september. Útför hennar fer fram frá
Keflavíkurkirkju, miðvikudaginn 16. september
kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er
vinsamlegast bent á Kvenfélagið Gefn í Garði.
Ari G. Hallgrímsson Kristín Ingólfsdóttir
Margrét Bragadóttir Kristján Arilíusson
Hermann J. Bragason Júlíana Gestsdóttir
Ágúst Þ. Bragason
Vilhjálmur H. Bragason
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
Hróðnýjar Einarsdóttur,
fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
16. september kl. 13.00.
Svanur Jóhannesson Ragnheiður Ragnarsdóttir
Inga Dóra Jóhannesdóttir Jón H. Eggertsson
Þóra Jóhannesdóttir Jóhannes Jóhannsson
ömmubörn og langömmubörn.
Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi,
Þorkell Árnason
Bauganesi 39, Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi þann 8. september.
Útför hans fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 16.
september kl. 11.00.
Árna Steinunn Rögnvaldsdóttir Guðjón Andrésson
Már Rögnvaldsson Gíslína Gunnarsdóttir
og ættingjar.
Ástkær sambýlismaður minn, sonur, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og frændi,
Sigurður Karlsson
verktaki, Fagurgerði 2b, Selfossi,
lést á lungnadeild Landspítalans Fossvogi fimmtudag-
inn 10. september. Útförin auglýst síðar.
Ingunn Guðmundsdóttir
Bergljót Snorradóttir
Sigurður Dagur Sigurðarson Sigríður Sif Magnúsdóttir
Karl Áki Sigurðarson
Snorri Sigurðarson Fjóla Kristinsdóttir
Gauti Sigurðarson Kolbrún María Ingadóttir
Þórarinn Karl Gunnarsson Kolbrún S. Hansdóttir
barnabörn og aðrir aðstandendur.