Fréttablaðið - 14.09.2009, Blaðsíða 13
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
„Ég eignaðist ísskápinn þegar
amma fór á elliheimili árið 2001.
Ég var afskaplega ánægð með
það, bæði var ekkert að skápnum
og svo átti ég sterka minningu
tengda honum. Amma átti nefni-
lega í Westinghouse-ísskápnum
alltaf malt í gleri og appelsín í
gleri og þegar ég kom í heimsókn
fékk ég alltaf annað hvort. Fyrir
mér voru þetta alveg eins og ger-
semar í ísskápnum. Þegar ég fékk
ísskápinn var hann hvítur og ég
notaði hann óbreyttan í fjögur
ár og flutti hann á milli þriggja
heimila.“
Hlíf segir straumlínulag
ísskápsins sem vísi til sjötta áratug-
arins höfða til sín. „Frá því tíma-
bili er líka ímynd þessara amerísku
fyrirmyndarheimila sem þess-
ir ísskápar eru svo sterkt tengdir.
Við eldamennskuna þar ræður ríkj-
um staðalímyndin um húsmóðurina
sem er með svuntuna yfir mjótt
mittið og stór brjóstin,“ segir hún
hlæjandi og þverneitar að falla að
þeirri ímynd þótt hún hafi gaman
af matseld.
Svo gerðirðu ískápinn upp? „Já,“
segir Hlíf og brosir. „Þá var ég í
2007-dæminu en ég var samt ekki
tilbúin til þess að láta skápinn fara.
Fjölskyldan var þá flutt í glænýja
íbúð með nýrri eldhúsinnréttingu
sem var kremlituð og með höldum
úr burstuðu stáli. Ég sá mér hins
vegar leik á borði og lét sprauta
ísskápinn í sama lit. Hvíti litur-
inn á honum var skrapaður af og
síðan var skápurinn sprautaður
rétt eins og um bíl væri að ræða,“
segir Hlíf. „Árangurinn var fram-
ar mínum vonum. Ég held að þetta
sé mjög hamingjusamur ísskápur
en í dag nota ég hann sem búr fyrir
dósamat og í frystihólfinu geymi ég
kerti,“ segir húsmóðirin ánægð.
Gersemar í ísskápnum
Þegar Hlíf Sævarsdóttir var lítil stelpa fannst henni það hin mesta upplifun að fara til ömmu sinnar og fá
malt eða appelsín í flösku úr Westinghouse-ísskápnum. Seinna á ævinni eignaðist hún einnig ísskápinn.
SJÓVÁ FORVARNAHÚS hefur í samstarfi við IKEA innréttað tvö
örugg heimili í Forvarnahúsinu að Kringlunni 3. Annars vegar heimili
fyrir eldra fólk og hins vegar fyrir barnafólk. Almenningi gefst kostur á að
koma og skoða heimilin undir leiðsögn sérfræðings Forvarnahússins en
nauðsynlegt er að skrá sig í slíka heimsókn með því að senda póst á
sjova@sjova.is.
Hlíf Sævarsdóttir við hliðina á
Westinghouse-ísskápnum, sem
hún notar sem búr heimilisins og
kertageymslu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI