Fréttablaðið - 14.09.2009, Blaðsíða 16
14. SEPTEMBER 2009 MÁNUDAGUR4 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald
Veggfóður er einn mest spenn-
andi kosturinn í heimilisviðhaldi
enda bæði auðvelt að taka vegg-
fóður af (eða veggfóðra hreinlega
yfir gamalt veggfóður) sem og að
finna frumleg myndefni.
Á eBay-uppboðsvefnum má til
að mynda finna úrval stafræns
veggfóðurs sem boðið er upp
þar sem hægt er að veggfóðra
með myndum af eftirlætisborg-
inni eða draumaströndinni sem
þig hefði langað að vera á akkúr-
at þessa stundina. Munið bara að
á barnaheimilum er vissara að
velja veggfóður sem auðveldlega
má þurrka af fitu og óhreinindi en
ekki viðkvæmari tegundir.
Af öðru veggfóðursgóssi á net-
inu má nefna heimasíðuna www.
wallpaperdirect.co.uk sem er hrein
gullnáma veggfóðurs. Þar er til að
mynda hægt að finna ýmis munst-
ur sem birst hafa í tímaritum, svo
sem Elle Decoration.
Hér á landi er fallegt veggfóður
að finna á ýmsum stöðum svo sem
hjá uma.is en þar er til dæmis selt
veggfóður eftir sænska hönnuðinn
Lisu Bengtsson. - jma
Veggfóðrað með staf-
rænu veggfóðri
Veggfóðrun er eitt skemmtilegasta viðhald heimilisins enda ekki tímafrekt eða of
flókið í framkvæmd. NORDICPHOTOS/GETTY
Eignaumsjón hf. tekur að sér
rekstrarumsjón húsfélaga og
hafa mörg þeirra lagt sín mál í
hendur fyrirtækinu að undan-
förnu.
„Starfsemin hófst árið 2001 en
síðastliðin tvö ár hefur hún verið
að taka á sig æ styrkari mynd.
Við störfum í raun sem sérhæfð
stjórnunarmiðstöð fyrir húsfélög
og tökum að okkur stjórnun, utan-
umhald og umsýslu,“ segir fram-
kvæmdastjórinn Daníel Árna-
son. „Við komum meðal annars að
undirbúningi og uppgjöri fram-
kvæmda en miklu máli skipt-
ir að rétt sé að þeim staðið bæði
fyrir eigendur húseignanna og
lánveitendur.“
Daníel segir stjórn húsfélaga oft
hvíla mjög þungt á einstökum að-
ilum sem oft ekki sleppa úr verk-
efninu. „Oft eru sams konar erfið
mál að endurtaka sig um allan bæ
og alls staðar er verið að finna
upp hjólið. Við komum upp að hlið
húsfélaganna og reynum að koma
þeim í góðan, stöðugan og upp-
lýstan rekstur þar sem íbúar geta
gengið út frá því að verið settum
reglum sé fylgt.“
Að sögn Daníels eru störf þeirra
sem sitja í stjórnun húsfélaga
krefjandi en engu að síður oft van-
metin hvað varðar vinnuframlag,
umfang og ábyrgð. „Rekstur hús-
félaga krefst vandvirkni og er við-
kvæmur fyrir gagnrýni félags-
manna en við búum yfir sérþekk-
ingu á þessu sviði.“
Eignaumsjón þjónustar allt frá
eigendum lítilla fjöleignarhúsa upp
í eigendur atvinnuhúsa en auk þess
eigendur blandaðra húseigna þar
sem bæði er íbúðar- og atvinnu-
húsnæði. „Það er ekki síst þar
sem við höfum komið að málum,“
segir Daníel. „Hagsmunir íbúa og
atvinnurekenda eru oft harla ólíkir
og því þarf oftar en ekki að stilla
strengi.“ Daníel segir þjónustuna
vissulega ekki ókeypis en að allt
kapp sé lagt á skilvirkni til að gera
hana að hagkvæmum kosti.
Meðal verkefna Eignaumsjón-
ar eru gerð rekstraráætlana, inn-
heimta húsgjalda og gjaldkera- og
bókhaldsstörf en auk þess hafa
notendur þjónustunnar aðgang að
þjónustuborði sem hefur meðal
annars milligöngu um þrif, við-
hald og tryggingar og veitir að-
stoð við boðun húsfunda og stjórn
þeirra sé þess óskað. Fyrirtækið
tekur að sér alls kyns önnur viðvik
en nánari upplýsingar er að finna
á www.eignaumsjon.is. - ve
Bjóða heildarlausn í
rekstri fjöleignahúsa
Daníel segir stjórn húsfélaga oft hvíla þungt á einstökum aðilum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Þórður Magnússon tónlistarmað-
ur var fljótur að átta sig á mistök-
um sem urðu í myndavali Frétta-
blaðsins fyrir viku þegar glugg-
ar Hljómskálans voru sýndir.
Það voru ekki þeir sem Örn Jóns-
son, viðmælandi okkar, hafði
smíðað heldur aðrir sem þyrfti
að skipta út því þeir eru ekki
upprunalegir.
Þórður tengir áhuga sinn á
gluggum til eigin viðskipta. „Ég
slysaðist til að kaupa gamalt hús og
fór að kynna mér hvernig ég gæti
gert við það þannig að sómi væri
að. Þá fékk ég brennandi áhuga á
þessu málefni,“ segir hann.
Þórður hefur stúderað glugga-
sögu Hljómskálans, sem byggður
var 1922. „Upphaflega var skálinn
með krosspóstsgluggum. Þá er einn
þykkur, lóðréttur póstur og annar
láréttur. Það sem gaf honum sér-
stöðu var að gluggunum var síðan
skipt í ótal smárúður með spross-
um á milli en það eru mjóir listar.
Það er einmitt það sem er svo flott
við gamla glugga, þetta fína hand-
verk sem nostrað er við.“
Á tímabili telur Þórður gömul
hús hafa verið lítils metin. „Á
þannig tímabili var litlu fögun-
um kippt úr gluggum Hljómskál-
ans og settar stórar rúður í stað-
inn. Útlit hússins gerbreyttist en
karmurinn og póstarnir voru þó
þar ennþá. Síðar þegar menn fóru
aftur að meta gömul hús að ein-
hverjum verðleikum var ákveðið
að koma gluggunum í upphaflegt
horf. Þá vildi ekki betur til en svo
að smiðirnir kunnu ekki til verka.
Þeir hentu því sem eftir var af
upprunalegu gluggunum og smíð-
uðu nýja sem helst mætti kenna
við funkisstíl. Þar hefur góður
viður farið í súginn því furan sem
var notuð í glugga á fyrstu áratug-
um aldarinnar var eins og harð-
viður. Einnig var rangt verklag
viðhaft og enginn munur gerður
á póstum og sprossum. Enn síðar
kom að því að eigendurnir áttuðu
sig á mistökunum og vildu gera
gluggana upprunalega en þá þurfti
að smíða þá frá grunni í stað þess
að smella bara inn fögum. Það er
kostnaðarsamt og því er það gert
í áföngum.“
Þórði rennur til rifja það kæru-
leysi sem hann segir viðgangast í
endurbótum á gömlum gluggum
þessa lands. „Þegar gengið er um
Stokkhólm, Ósló, Kaupmannahöfn
eða hvaða evrópska borg sem er
sér maður að gluggar hæfa aldri
húsanna. En 75-80 prósent gam-
alla húsa í miðborg Reykjavík-
ur eru með skítamixaða glugga,“
segir hann. „Það er algerlega
séríslenskt fyrirbæri.“ - gun
Eiga að hæfa aldri húsa
Hér stendur Þórður við ekta glugga sem
Örn Jónsson smíðaði í Hljómskálann
fyrir nokkrum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Viðhaldsfríar
ÞAKRENNUR
Smiðjuvegi 4C
Box 281 202 Kópavogur
Sími 587 2202 Fax 587 2203
hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is
Varmaskiptasamstæður
loftræstistokkar og tengistykki
Hágæða
HAGBLIKK ehf.
Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur.
Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna.
Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun.
Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar.
A
u
g
l.
Þ
ó
rh
ild
ar
1
4
6
0
.2
4