Fréttablaðið - 14.09.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.09.2009, Blaðsíða 38
22 14. september 2009 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ SGIR MAMMA? Diskó Friskó „Þetta er mjög óþægilegt og auðvit- að vona ég að við Þórhallur [Gunn- arsson] getum fundið einhverja lausn á þessu í sameiningu,“ segir Pálmi Guðmundsson, sjónvarps- stjóri Stöðvar 2. Dagskrártími Fangvaktarinnar og Hamarsins rekast á. Sama mál kom upp í fyrra þegar Svartir englar hjá RÚV og Dagvakt Stöðvar 2 sköruðust. Þá var gripið til þess ráðs að færa Svarta engla framar í dagskrána en að sögn Þór- halls Gunnarssonar, dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins, kemur það ekki til greina nú. „Í fyrra færðum við Evu aftar í dagskrána, höfðum hana á eftir Svörtum englum. Það voru hins vegar margir foreldrar sem kvörtuðu yfir því að vera með glæpatengt efni svona snemma kvölds og því sjáum við ekki aðra leið nú. Við verðum því með frétta- aukann strax á eftir sunnudags- fréttum og svo Hamarinn klukkan 20.10,“ útskýrir Þórhallur en Ham- arinn verður frumsýndur 4. október. Fangavaktin fer hins vegar í loftið tuttugu mínútum síðar, klukkan hálf níu, en sýningar á þeirri þáttaröð hefjast 27. september. Pálmi telur það ekki áhorfendum til hagsbóta að hafa leikið íslenskt efni á sama tíma hjá báðum sjón- varpsstöðvum. „Efni af þessu tagi er af skornum skammti og mér finnst þetta ekki gott.“ Þórhallur tekur alveg undir það sjónarmið og bætir því við að þetta sé ekki meðvituð ákvörðun. „Við getum hins vegar ekki tekið mið af öðrum stöðvum og svo hafa hinar svokölluðu plús- stöðvar komið að góðum notum þegar svona kemur upp á,“ útskýrir dagskrárstjórinn í Efstaleitinu. Reynir Lyngdal, leikstjóri Hamarsins, er ekki ánægður með þessa ráðstöfun þótt hann hafi auð- vitað lítið með þetta að gera. „Það væri nú betra ef þetta væri hvort á sínum tímanum en sama daginn,“ segir Reynir og biðlar til sjón- varpsstjóranna að þeir finni nú ein- hverja lausn á þessum vanda líkt og gert var í fyrra. „Ég vil ekki líta á innlent leikið efni sem einhverja keppni, mér finnst að þetta eigi að snúast um að gera sem mest af góðu, íslensku leiknu efni. En svo er náttúrlega alltaf hægt að kaupa DVD-diskinn eða horfa á þetta á plúsnum.“ Ragnar Bragason, leik- stjóri Fangavaktarinnar, segir að sér finnist þetta bara fáránlegt. „Ég yrði mjög ósáttur ef menn næðu ekki lendingu í þessu máli. Mér fannst alveg frábært að geta horft á tvo íslenska þætti á sunnu- dagskvöldi í fyrra,“ segir Ragnar og bætir því við að sjónvarpsstjór- arnir tveir séu báðir vitibornir menn. „Og ég bara treysti því að þeir komist að vitrænni niðurstöðu. Þeim tókst það í fyrra.“ freyrgigja@frettabladid.is REYNIR LYNGDAL: BIÐLAR TIL SJÓNVARPSSTJÓRANNA AÐ LEYSA MÁLIÐ HAMARINN OG FANGA- VAKTIN Á SAMA TÍMA ÍSLENSK SUNNUDAGSKVÖLD Þáttaraðirnar Hamarinn og Fangavaktin verða sýndar á svipuðum tíma, hvor á sinni stöðinni. Hamarinn verður klukkan 20.10 á RÚV en Fangavaktin hefst klukkan 20.30. Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, vonar að einhver lausn finnist á þessu vandamáli en Þórhall- ur Gunnarsson kveðst ekki geta fært til í sinni dagskrá, glæpatengt efni megi ekki vera of snemma á dagskrá. Reynir Lyngdal telur þennan árekstur vera bagalegan og biðlar til sjónvarpsstjóranna að þeir finni leið út úr vandanum. „Það er frekar fúlt að það sé hægt að nota nafn manns og mynd svona auðveldlega – og í rauninni ferðast um Netið undir mínu nafni. Það er mjög óþægilegt,“ segir alheimsfeg- urðardrottningin og lögfræðingur- inn Unnur Birna Vilhjálmsdóttir. Netþrjótur opnaði Facebook- síðu undir hennar nafni í sumar og hefur síðan verið mjög duglegur að sanka að sér vinum. Svo virðist sem fólk átti sig ekki á að um netþrjót sé að ræða, jafnvel þótt eftirfarandi „status“-uppfærsla hafi birst í byrj- un september: „Við munum vera hamingjusamur, ekki misrétti:D“ Unnur hefur reynt að tilkynna þrjótinn til forsvarsmanna Face- book með því að smella á „report“- takkann, en án árangurs. „Enda bjóst ég ekki við viðbrögðum. Maður er hálfvarnarlaus,“ segir hún. „Ég hef ekki látið þetta hafa áhrif á mig hingað til, en þegar maður heyrir að viðkomandi sé að bæta hálfri þjóðinni við sem vinum, þá er þetta orðið hálfkjánalegt,“ segir Unnur. „Ég verð bara að treysta á það að þeir sem þekkja mig raun- verulega séu vinir mínir á réttri síðu.“ Netþrjóturinn virðist ekki gera sér grein fyrir því að sú sem hann þykist vera er í mastersnámi í lög- fræði. Heimatökin eru því hæg fyrir Unni vilji hún fara lengra með málið. „Þetta gæti klárlega orðið mál,“ segir hún, en bætir við að það gæti reynst erfitt að bregð- ast við málum á jafn stóru vefsvæði og Facebook er. „Mér datt helst í hug að henda nafninu mínu út af Facebook og opna síðu undir dulnefni,“ segir Unnur í léttum dúr. - afb Netþrjótur í gervi Unnar Birnu UNNUR BIRNA Hún segir fúlt að einhver noti nafn hennar á Facebook. „Ég er ótrúlega stolt af henni. Hún hefur alltaf haft mjög mikinn áhuga á fötum og skóm síðan hún var pínulítil. Til dæmis bað hún um saumavél í stúdentsgjöf.“ Guðrún Mikkaelsdóttir, móðir Andreu Magnúsdóttur sem hefur hannað fatalín- una Rauðhetta Collection. LÁRÉTT 2. trunta, 6. samanburðart., 8. upphrópun, 9. andi, 11. hvort, 12. fjárhirðir, 14. óhreint vatn, 16. í röð, 17. mjög, 18. nam burt, 20. samtök, 21. engi. LÓÐRÉTT 1. sæti, 3. guð, 4. ógæfu, 5. útdeildi, 7. kennslubók, 10. draup, 13. fugl, 15. áætlun, 16. svif, 19. mun. LAUSN LÁRÉTT: 2. dróg, 6. en, 8. aha, 9. sál, 11. ef, 12. smali, 14. skólp, 16. áb, 17. all, 18. tók, 20. aa, 21. akur. LÓÐRÉTT: 1. sess, 3. ra, 4. óheilla, 5. gaf, 7. námsbók, 10. lak, 13. lóa, 15. plan, 16. áta, 19. ku. „Ég er lærður leikari en er búinn að fljúga lengi. Mér fannst ég kominn á þann stað í lífinu að ég þyrfti að fara að skapa eitthvað,“ segir flug- þjónninn Barði Guðmundsson. Stuttmynd hans, Mamma veit hvað hún syngur, verður sýnd á Riff-hátíðinni seinna í mánuðinum. „Ég skrif- aði handritið á löngum flugum, oft á næturflugi til Alicante. Þá var stundum lítið að gera. Ég er yfirmaður svo ég lét það ekki trufla þótt kúnnarnir þyrftu aðstoð. Sendi bara hina,“ segir hann í gríni. Þetta er grínmynd, 24 mínútna löng. Hún fjall- ar um Guðna Geir (Víðir Guðmundsson) sem býr heima hjá mömmu sinni. „Helga Braga leikur mömmuna og ég hafði hana alltaf í huga þegar ég skrifaði handritið. Hún er ráðrík og eyðilegg- ur allar tilraunir sonarins til ástarsambanda. Hún er svo hrædd um að missa hann að heiman.“ Mamma veit hvað hún syngur – Mama knows best á ensku – var frumsýnd í San Francisco í júní, á alþjóðlegri kvikmyndahátíð samkyn- hneigðra. „Myndin var sýnd í Castro-bíóinu í troðfullum 1.500 manna sal. Viðtökurnar voru satt að segja rosalega góðar. Eftir mynd- ina var fyrirspurnartími og þar var aðallega spurt um Helgu Brögu, hvar ég hefði eiginlega náð í svona stórkostlega leikkonu. Ég held að Helga Braga sé hreinlega orðin heimsfræg í San Francisco.“ Tilboðum rigndi inn eftir San Francisco-hátíð- ina og nú er myndin bókuð á fjölda kvikmynda- hátíða, meðal annars í Osló, Hamborg og Palm Springs. „Ég fylgi nú ekki sjálfkrafa með á þær allar, en kannski kíkir maður á einhverjar. Ég er nú einu sinni að vinna hjá flugfélagi,“ segir leikstjórinn og hlær. Framleiðandi myndarinnar er Hrafnhildur Gunnarsdóttir og myndin verður sýnd nokkrum sinnum á Riff, í fyrsta skipti 19. september í Háskólabíói. - drg Flugþjónn gerir stuttmynd og slær í gegn HAFÐI HELGU BRAGA ALLTAF Í HUGA Fyrsta mynd Barða Guðmundssonar verður sýnd á Riff. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fréttablaðið greindi fyrir nokkru frá sjónvarpsþættinum Jói og Gói sem Sigurjón Kjartansson, Ilmur Kristj- ánsdóttir, Óskar Jónasson og Davíð Þór Jónsson skrifuðu handritið að. Óskar átti að leikstýra en eins og nafnið gefur til kynna var ráðgert að Jóhannes Haukur Jóhannes- son og Guðjón Davíð Karlsson léku aðalhlutverkin. Sýna átti þættina á RÚV. Hins vegar hefur verið ákveðið að setja þessa hugmynd í salt og vinna betur í handrit- inu. Hjá Marteini var sett í framleiðslu í stað- inn en þar leikur Jóhannes einnig aðalhlutverkið. Megas og Senuþjófarnir spiluðu Millilend- ingu og efni af öðrum plötum í Nasa á fimmtudagskvöldið. Tónleikarnir tókust mjög vel í troð- fullu húsinu. Tvöföld tónleikaplata Megasar og Senuþjófanna, Segðu ekki frá, er væntanleg eftir tvær vikur. Platan hefur að geyma ný lög og gömul, upptekin víðs vegar um landið á síðustu mánuðum. Upphaflega hugmyndin var að einnig kæmi út stúdíóplata með nýju efni á árinu, en óljóst er með þær áætlanir. Megas mun ekki hafa dælt frá sér nýjum lögum jafn ört og vonir stóðu til. Kiddi í Hjálmum, Steinþór Helgi Arnsteinsson og hinir strákarnir sem standa að útgáfufyrirtækinu Borginni leita nú að húsnæði á Laugaveginum til að kynna starfsemi sína yfir Iceland Airwaves og fram að jólum. Helst er gælt við að búðin geti verið í húsnæði fyrir neðan Kaffibarinn. Netútgáf- an Gogoyoko verður að öllum líkindum með í samkrullinu. - fgg, drg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1. 1078 manns. 2. Völli Snær. 3. Daniel Bruhl.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.