Fréttablaðið - 14.09.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.09.2009, Blaðsíða 4
4 14. september 2009 MÁNUDAGUR VIÐSKIPTI Hundur af tíbetsku kyni, sem heitir Yangtze Fljótið Númer Tvö, hefur verið seld- ur konu í Shaanxi-héraði í Kína fyrir rúmar 70 milljónir króna. Er hann því dýrasti hundur sögunnar. Fyrra metið átti Labrador- hundurinn Lancelot Encore sem kostaði fjölskyldu í Flórída rúm- lega 18 milljónir króna. Samkvæmt frétt um málið í blaðinu The Times mun núver- andi eigandi Yangtze Fljót- ið Númer Tvö, frú Wang, hafa leitað í ein tvö ár í Kína að full- komnu eintaki af þessari hunda- tegund. Dýrasti hundur sögunnar: Seldur á sjötíu milljónir króna VÍSINDI Kári Már Reynisson, sautján ára stúdent frá Mennta- skólanum Hraðbraut, hélt til Par- ísar fyrir helgi þar sem hann keppir fyrir hönd Íslands í Evr- ópukeppni ungra vísindamanna. Um fjörutíu lönd taka þátt í keppninni. Verkefni Kára Más, Líkan að gervitaug, bar sigur úr býtum í Landskeppni ungra vísinda- manna sem fram fór við Háskóla Íslands í vor. Verkefnið byggir á hugmynd um hönnun tækis sem á að geta lesið taugaboð í enda taugar sem hefur farið í sundur, flutt þau ákveðna vegalengd og komið boðunum til skila til líf- færis, svo sem vöðva, eða inn í fjarlægari taugaenda. - kg Ungur vísindamaður: Sautján ára keppir í París LÍKAN AÐ GERVITAUG Kári Már kynnti verkefni sitt í Menntaskólanum Hrað- braut fyrir helgi. BANDARÍKIN Regluverðir í Banda- ríkjunum lokuðu þremur bönk- um þar í landi fyrir helgi, en alls hafa 92 bankar orðið gjaldþrota í Bandaríkjunum það sem af er ári. Bankarnir eru í Illinois, Minnesota og Washington. Innstæðutryggingasjóðurinn í Bandaríkjunum tók bankana yfir en í húfi eru háar innistæður. Innstæður upp að 250 þúsund dölum eru tryggðar. Fjármálastofnunum fækkar: Hundrað bönk- um verið lokað VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Berlín Billund Brussel Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 28° 18° 19° 19° 15° 17° 14° 17° 19° 19° 27° 19° 28° 32° 17° 18° 26° 18° 12 Á MORGUN 5-13 m/s, hvassast með SA- ströndinni. MIÐVIKUDAGUR 5-10 m/s, stífastur vestan til á landinu. 13 12 12 15 16 16 16 12 14 12 10 8 10 8 6 6 6 8 6 13 13 13 12 12 13 11 1212 12 12 10 HLÝTT UM ALLT LAND Núna liðna helgi var einstök veðurblíða á norðaustan- og aust- anverðu landinu. Þeir mun áfram hafa besta veðrið þó eitthvað dragi úr mestu hitun- um og sólin verður meira hulin skýjum. Sunnanlands og vestan er úrkomuloft sem færist í aukana eftir því sem líður á daginn og þá má jafnvel búast við vætu fyrir norðan. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur LÖGREGLUMÁL Maður á þrítugsaldri fannst látinn í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun. Ekki var ljóst í gær- kvöld hver maðurinn væri og það sama gilti um tildrög þess að hann fór í höfnina. Hrafn Davíð Hrafnsson, tví- tugur starfsmaður í Kolaportinu, brást snarlega við og rauk út þegar hann heyrði að maður væri í höfn- inni. Hrafn segist fyrst hafa hald- ið að einhver væri að synda í sjón- um eða þá að þetta væri einhver sem kynni ekki að synda. Ungur maður á hafnarbakkanum hafi hins vegar sagt honum áhyggju- fullur á svip að maðurinn í sjón- um væri látinn. „Þá leit ég niður í höfnina og sá strák sem flaut algerlega hreyf- ingarlaus og með andlitið niður. Ég gerði ráð fyrir að hann væri nýdottinn út í og hefði kannski rekið hausinn í og rotast, þannig að mín fyrstu viðbrögð voru að hendast út í. Ég krækti í mann- inn og hélt höfðinu á honum upp úr,“ lýsir Hrafn, sem kveðst hafa nýlokið námskeiði í skyndihjálp. „Ég athugaði púlsinn en fann engan. Ég vissi eiginlega ekki hvað ég átti að gera því ég gat ekki gert neinar lífgunartilraunir þarna ofan í og gat ekki komið mannin- um einn upp úr,“ segir Hrafn, sem telur sig hafa verið um fimm mín- útur í sjónum áður en tveir lög- reglumenn komu að og tóku við af honum. „Þetta var ungur strákur á bil- inu 25 til 28 ára. Það var svo hræði- legt að bróðir minn er á þessum aldri og hann var svipaður honum. Það vill þannig til að við vorum að steggja bróður minn um daginn og við köstuðum honum þá í sjóinn. Þegar ég var kominn aftur upp á bakkann fékk ég svo mikið sjokk að ég fór inn í sjúkrabíl og brotn- aði aðeins niður,“ játar Hrafn, sem þáði í kjölfarið áfallahjálp á Landspítalanum áður en hann fór heim til sín. Eins og áður segir hafði lögregla enn ekki komist að því í gærkvöld hver hinn látni væri. Í lýsingu lög- reglunnar segir að maðurinn hafi verið tuttugu til þrjátíu ára gam- all, um 170 sentímetrar á hæð, grannvaxinn, sólbrúnn og dökk- hærður með dökkt tveggja daga skegg. Þá hafi hinn látni verið í bláum og gulum munstruðum bol, dökkbláum gallabuxum, svörtum Puma-skóm með hvítum röndum og hvítri úlpu með gráum ermum. Á manninum hafi fundist lyklar að gamalli Mitsubishi-bifreið og húslykill. gar@frettabladid.is Stökk í höfnina eftir manni Maður á þrítugsaldri fannst látinn í Reykjavíkurhöfn í gær. Tvítugur starfsmaður Kolaportsins brást snar- lega við og fór í sjóinn til aðstoðar en maðurinn var þá látinn. Lögregla vissi ekki í gær hver hinn látni væri. RÆTT VIÐ SJÓNARVOTT Lögregla vissi ekki í gær hver hinn látni væri. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁNHRAFN DAVÍÐ HRAFNSSON Hikaði ekki við erfiðar aðstæður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON REYKJAVÍKURHÖFN Í GÆR Mikill viðbúnaður var þegar tilkynnt var um mann í höfninni í Reykjavík snemma í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/FRÍÐA FJÁRMÁL Þrotabú Baugs kann að geta krafið Kaupþing um millj- arða íslenskra króna vegna upp- greiðslu á lánum með söluandvirði Haga. Aðrir kröfuhafar hefðu átt ríkari rétt á að fá skuldir sínar greiddar en bankinn. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fjárfestingarfélagið Gaum- ur, sem er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, fékk 30 milljarða króna lán frá Kaup- þingi til að kaupa 95 prósenta hlut í Högum af Baugi Group í gegnum félagið 1998 ehf. Lánið sem Kaupþing veitti til kaupanna á Högum notaði Baugur Group til að greiða niður skuldir við Kaupþing að upphæð 25 millj- arða og Glitni að upphæð fimm milljarða. Baugsfjölskyldan tók því 30 milljarða króna lán til að kaupa Haga af sjálfri sér og notaði lánið til að greiða niður aðrar skuld- ir við lánveitandann sjálfan og Glitni. Umræða hefur skapast um hvort rifta eigi kaupunum. Samkvæmt heimildum Stöðvar tvö kemur líka til greina að rifta öðrum þáttum samningsins. Til að mynda hafi ekki þótt forsvaranlegt að nota það sem eftir stóð af láninu, eftir að búið var að losa öll veð, til uppgreiðslu á öðrum lánum hjá bankanum. - hhs Þrotabú Baugs kann að eiga kröfu á Kaupþing vegna uppgreiðslu lána: Krafa upp á milljarða króna HÖFUÐSTÖÐVARNAR Baugur var með höfuðstöðvar á Íslandi en starfsemi víðs vegar um heim. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GENGIÐ 11.09.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 233,6504 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,62 124,22 206,44 207,44 180,51 181,53 24,247 24,389 20,834 20,956 17,673 17,777 1,3592 1,3672 195,73 196,89 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.