Fréttablaðið - 18.09.2009, Side 6

Fréttablaðið - 18.09.2009, Side 6
6 18. september 2009 FÖSTUDAGUR Hverfi sgata 123 • Sími: 588 2121 YUMMI YUMMI Menu noodles, spaghetti, rice and more All same prices 699.- 1. Deep fried Fish & French fries. 2. Fried yellow Noodles with tofu and veg. 3. Spicy Noodles salad ** 4. Spaghetti with green curry *** 5. Stir-fried Brown Rice with egg,sausage,tofu and veg. 6. Noodles, Tofu with massaman curry sauce * Special Menu for 999.- S1. Green curry fried rice with chicken *** S2. YummiYummi thin Rice Noodles with coconut milk, ground peanuts, egg, fresh chili and Tofu ** All recommend by BanThai Restaurant FISKRÉTTIR Í SÓSU 1190 KG.KG T.D. ÝSA PARMASANSÓSU, ÞORSKUR TOSCANASÓSA ÝSA KARRÍSÓSA, ÞORSKUR MEXICOSÓSA HUMAR 2.000 KR.KG ÞÝSKALAND Nítján ára gamall nemandi slasaði tíu manns eftir að hann henti bensínsprengju að framhaldsskóla í Þýskalandi í gærmorgun. Lögreglumenn hand- tóku manninn og fluttu hann slas- aðan á sjúkrahús. Árásin átti sér stað í Carolinum- framhaldsskólanum, skammt frá Nürnberg. Þýska lögreglan segir að bæði nemendur og kennarar hafi slasast og að árásarmaðurinn hafi verið nemandi við skólann. Þýska lögreglan er á varðbergi gagnvart atburðum sem þessum enda er einungis hálft ár síðan 17 ára piltur, Tim Kretschmer, myrti fimmtán manns í skotárás. Voðaverk þýsks skólapilts: Tíu slösuðust í sprengjuárás DÓMSMÁL Tveir piltar sem tóku ófrjálsri hendi golf- bíla á golfvellinum við Strönd í Rangárþingi í júlí á síðasta ári og spændu á vellinum hafa verið dæmd- ir bótaskyldir vegna skemmda sem þeir ollu. Tveir piltar til viðbótar sem einnig óku golfbílum um völl- inn, voru sýknaðir. Piltarnir sem um ræðir voru á aldrinum fjórtán til sextán ára. Einn þeirra hafði fundið lykil að golf- bíl á vellinum. Það varð til þess að hann og félagar hans ákváðu að fara, eftir lokun vallarins, og leika sér á golfbílum. Ökuæfingar piltanna voru mjög miskræfar. Nokkrir óku til dæmis upp á hól og stukku þar út úr bílnum til að láta hann fljúga fram af hólnum. Þá læstu þeir afturdekkjunum til að láta bílinn skauta í hringi. Með því brutu þeir flagg á flötinni. Leikur- inn barst að skálanum þar sem þeir létu bílinn svo reykspóla. Einn piltanna kvaðst hafa klesst á ljósa- staur, flaggstöng og bremsað á flötunum. Annar kvaðst hafa ekið niður tvær flaggstangir, skrensað í brekku og ekið niður stikur sem voru á brautinni. Golfvöllurinn og bílarnir skemmdust allnokkuð við ökuæfingarnar. - jss Fjórir piltar tóku golfbíla traustataki og urðu valdir að skemmdum: Spændu og spóluðu á golfvelli GOLFBÍLL Tveir piltar voru dæmdir bótaskyldir vegna skemmda sem þeir unnu á golfvelli og golfbílum. SJÁVARÚTVEGUR Ráðgjafi í sjávarút- vegsmálum hjá Einingarsamtök- um Afríku ásakar Evrópusam- bandið um hroka í samskiptum við Afríkuþjóðir og rányrkju á fiskimiðum þeirra. Þetta kemur fram í viðtali við Nancy Git- onga frá Keníu við danska blaðið Arbejderen og sagt er frá á vef LÍÚ. Í viðtalinu dregur Gitonga upp dökka mynd af framferði Evrópusambandsríkja, einkum Spánverja, Portúgala og Frakka. Hún segir ESB árlega semja um aðgang að fiskimiðum Afríku- ríkja, einkum við vesturströnd- ina, gegn greiðslu. Í flestum til- vikum séu engin ákvæði um hámarksafla í samningunum. Afleiðingin sé rányrkja. Gitonga segir að veiðar Evrópu- sambandsríkjanna skapi hvorki atvinnu né tekjur fyrir íbúa þeirra Afríkuríkja sem um ræðir. Á hinn bóginn skapi veiðarnar stórfellt vandamál fyrir hundr- uð þúsunda íbúa sem ekki geta lengur framfleytt sér með fisk- veiðum eða afleiddum störfum af sjávarútvegi. „Það á að heita svo að pen- ingarnir sem ESB greiðir fyrir aðganginn að fiskimiðunum renni til sjómanna og annarra sem hafa orðið illa úti vegna þessara veiða. En raunveruleikinn er annar. Féð fer allt til landbúnaðarmála og er aðeins dropi í hafið,“ segir Gitonga í viðtalinu. - shá Einingarsamtök Afríku gagnrýna veiðar Evrópusambandsríkja harðlega: Segja ESB stunda rányrkju Á VEIÐUM Framferði Spánverja, Portú- gala og Frakka við Afríkustrendur er sérstaklega átalið. VIRKJANIR Umhverfisráðherra mun taka greiðslur Landsvirkjun- ar til Skeiða- og Gnúpverjahrepps til skoðunar. Samgönguráðuneyt- ið úrskurðaði nýverið að svipaðar greiðslur fyrirtækisins til Flóa- hrepps hefðu stangast á við lög. Ekki sé heimild í lögum fyrir því að aðrir en sveitarfélag beri kostn- að vegna aðalskipulags. Í tilviki Flóahrepps var um að ræða greiðslur fyrir skipulagsvinnu, sem fyrirtækið innti af hendi. Fram hefur komið að fyrirtækið muni einnig sjá um uppsetningu gsm-kerfis í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráð- her r a s e g i r að ljóst sé að u m hverfið í kringum þessa samninga hafi ekki verið í lagi. Ábyrg stjórnvöld hljóti að skoða þau mál. „Það þarf að skoða alla samn- inga, ekki bara þessa heldur öll samskipti orku- fyrirtækja og sveitarfélaga. Fyrst og fremst verður þetta skoðað út frá úrskurði samgönguráðuneytis- ins. En mér finnst líklegt að þetta setji allar slíkar ákvarðanir í nýtt samhengi.“ Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent umhverfisráðherra bréf og hvatt hana til að skoða aðkomu Landsvirkjunar að ákvörðunum sveitarfélaga síðastliðin tíu til fimmtán ár. Þá leggja samtökin til að skipulagsbreytingar vegna virkj- ana í neðri hluta Þjórsá verði gerð- ar ómerkar vegna vanhæfis sveit- arstjórnarmanna. Svandís segist fara yfir ábendingar samtakanna með jákvæðum huga. Greiðslur af þessum toga hafa þekkst um nokkra hríð. Skemmst er að minnast samnings Orkuveitu Reykjavíkur og Sveitarfélagsins Ölfuss sem tengdust virkjunum á Hellisheiði þar sem fyrirtækið greiddi fyrir nýja fjárrétt og hest- hús og fyrir að annast viðhald mannvirkja. Þá skuldbatt fyrirtæk- ið sig til að sjá um lýsingu vegarins um Þrengsli, frá Suðurlandsvegi í Þorlákshöfn fyrir 14 milljónir króna og leggja ljósleiðara í Þorlákshöfn. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra segir að setja þurfi reglur um slíka samninga þannig að allt sé uppi á borðinu fyrirfram. „Kostnað- arskipting verður að vera skýr áður en gengið er til samninga.“ Katrín minnir þó á að lítil sveitarfélög geti lent í vandræðum með hinn mikla kostnað sem fylgir slíkum fram- kvæmdum. Því geti þátttaka ann- arra í þeim kostnaði verið eðlileg. kolbeinn@frettabladid.is Skoða hliðargreiðslur frá orkufyrirtækjum Umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra segja tilefni til að skoða reglur um samninga orkufyrirtækja og sveitarfélaga. Oft eru háar upphæðir greiddar fyrir mál óskyld virkjununum. Náttúruverndarsamtök vilja ómerkja skipulag. URRIÐAFOSS Virkjanir í neðri hluta Þjórsár hefðu áhrif á vatnsstreymi í fossinum. Umhverfisráðherra er með greiðslur til sveitarfélagsins frá Landsvirkjun í skoðun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Það þarf að skoða alla samninga, ekki bara þessa heldur öll samskipti orkufyrir- tækja og sveitarfélaga. SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR UMHVERFISRÁÐHERRA Er eðlilegt að opið sé fyrir það í lögum að seðlabankastjóri geti haft hærri laun en forsætisráð- herra? Já 26% Nei 74% SPURNING DAGSINS Í DAG: Mundir þú vilja að aðrir leiddu ríkisstjórn Íslands en Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon? Segðu skoðun þína á visir.is. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.