Fréttablaðið - 18.09.2009, Síða 8

Fréttablaðið - 18.09.2009, Síða 8
8 18. september 2009 FÖSTUDAGUR OFBELDI Fyllilega kemur til greina að endurskoða kynferðisbrota- kafla almennra hegningarlaga, segir Ragna Árnadóttir dómsmála- ráðherra, spurð um það sem fram kemur í nýútkominni bók Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, Á mannamáli, um ofbeldi á Íslandi, og umræðu sem spunnist hefur um efni henn- ar. Í bókinni fjallar Þórdís Elva meðal annars um misræmi í viður- lögum við kynferðisbrotum. Hún tekur dæmi af ímynduðum manni sem eigi þrjár dætur, 14, 15 og 17 ára. Samkvæmt lögum eigi hann mest yfir höfði sér sextán ára fangelsi fyrir að misnota þá yngstu, tólf ára fangelsi fyrir að misnota þá í miðið og átta ára fangelsi fyrir að misnota sautján ára dótturina. Maðurinn á síðan yfir höfði sér mest sex- tán ára fangelsi fyrir að nauðga ókunnugri konu, tvöfalt þyngri refsingu en fyrir að misnota elstu dóttur sína. Nefnt hefur verið að fella öll brot þar sem samræði er haft við börn undir hugtakið nauðgun. „Það er vissulega hægt að velta fyrir sér af hverju svo svívirðilegir verknaðir skuli ekki allir sæta sama refsihá- markinu,“ segir Ragna. Hún bendir þó á að sérstök ákvæði um börn í kynferðisbrotakaflanum séu börnunum til verndar, vegna þess að ekki þurfi nauðgun, í skiln- ingi hegningarlaga, til að samræði við barn sé refsivert. Þannig hafi hegningarlög að geyma ýmiss konar brotalýsingar sem væntanlega leiða til þess að unnt sé sakfella fleiri en færri. Enn fremur bendir Ragna á að ákvæðin um samræði við börn úti- loki ekki að sá sem gerist brotlegur við það ákvæði gerist einnig sekur um nauðgun, sé ofbeldi beitt eins og lögin gera ráð fyrir í nauðgun. Þá hefur einnig vakið athygli hversu langt frá hámarki refsi- rammans dómar í kynferðisbrota- málum eru jafnan. Ragna segir að í greinargerð með nýjustu laga- breytingunum á kynferðisbrota- kafla hegningarlaga, frá 2007, komi fram að refsimörkin séu höfð rúm, sem þýðir að þau séu í raun mun hærri en dæmdar refsingar eru almennt. „Um það má deila, og spyrja af hverju dómarar nota ekki allan refsirammann þegar hann er til staðar,“ segir Ragna. Hún nefnir þó að dómar í kynferðis brotamálum hafi að und- anförnu verið að þyngjast, hvort sem það er vegna þess að brotin verði æ alvarlegri eða að dómstólar séu hægt og bítandi að þyngja refs- ingarnar samfara aukinni þekkingu á afleiðingum brotanna. Ragna segist telja að sú umræða sem átt hefur sér stað um kynferð- isbrot, ekki síst gegn börnum, und- anfarin ár, muni breyta því hvern- ig litið sé á brotin. Fyllilega komi til greina að taka kynferðisbrota- kafla laganna enn á ný til skoðun- ar, enda hafi Atli Gíslason, þingmað- ur Vinstri grænna og varaformaður allsherjarnefndar, vakið máls á því. stigur@frettabladid.is Kemur vel til greina að endurskoða lögin Dómsmálaráðherra telur fyllilega koma til greina að endurskoða enn á ný lög um kynferðisbrot. Sérstök ákvæði um brot gegn börnum ætluð þeim til verndar. RAGNA ÁRNADÓTTIR PERSÓNUVERND Jón Jósef Bjarna- son, sem bjó til gagnagrunn um tengsl manna í viðskiptalífinu, segir að Ríkisskattstjóri hafi vegið að mannorði sínu með fréttatil- kynningu sem embættið sendi út í fyrrakvöld. Þar segir að til athug- unar sé hvort Jón hafi tekið upplýs- ingar til að nota í gagnagrunninn í heimildarleysi en Jón er fyrrver- andi starfsmaður Ríkisskattstjóra. Eins er upplýst í fréttatilkynning- unni að einkahlutafélag Jóns Jósefs hafi ekki skilað frá sér ársreikningi undanfarin þrjú ár. „Ég skil ekki af hverju hann er að setja þetta í blöðin,“ segir Jón Jósef. Hann segist hafa samið um aðgang að gögnunum og tekið fram til hvers hann væri að nota þau og að það tengdist ekki störfum hans hjá Ríkisskattstjóra. Jón Jósef ætlar að ráðfæra sig við lögfræðinga um stöðu sína vegna tilkynningar Ríkisskattstjóra og annars sem málið varðar. „Við erum ekkert að vega að Jóni,“ sagði Skúli Eggert Þórðar- son ríkisskattstjóri. „Hann hefur ekki farið að persónuverndarlög- um og það er til athugunar hvort hann hafi tekið gögnin án heimild- ar.“ Um það hvers vegna upplýsing- ar séu gefnar í tilkynningunni um ársreikninga einkahlutafélags Jóns Jósefs segir Skúli Eggert að Jón Jósef hafi talað fyrir auknu gagn- sæi með því að kortleggja eigendur félaga og rekstur þeirra. Persónu- vernd hefur nú mál Jóns Jósefs til meðferðar. - pg Eigandi gagnagrunns sakar Ríkisskattstjóra um að vega að mannorði sínu: Ráðfærir sig við lögfræðinga TENGSL Gagnagrunnur Jóns Jósefs sýndi að Baugsfeðgar voru tengdir á 809 vegu í íslensku viðskiptalífi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur mild- að fangelsisdóm yfir Hauki Helga- syni ökukennara sem héraðs- dómur hafði áður dæmt í þriggja ára fangelsi fyrir að brjóta kyn- ferðislega gegn fjórum nemend- um sínum. Hæstiréttur hefur nú dæmt Hauk í tveggja ára fangelsi. Í dómi Hæstaréttar segir að líta verði til þess við ákvörðun refs- ingar að Haukur hafi misnotað aðstöðu sína sem kennari piltanna freklega. Brotin hafi verið alvar- leg og þau staðið lengi. Á hinn bóg- inn þurfi einnig að horfa til þess að brotin voru nánast fyrnd sam- kvæmt þágildandi lögum þegar lögregla hóf rannsókn málsins. - sh Ökukennari í fangelsi í tvö ár: Dómur yfir níð- ingi mildaður með ánægju Rödd skynseminnar Verð frá: Hvort sem þú ert í London eða annars staðar skaltu nota almenningssamgöngur. Þær eru ódýrar og áreiðanlegar. Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að heima- menn nota strætó og lestir, er það ekki? Hlustaðu á rödd skynseminnar, bókaðu flug til Evrópu og fáðu góð sparnaðarráð á www.icelandexpress.is Mind the gap! Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum. 14.900 kr. London Frá og með 2. nóv.fljúgum við bæði um Stansted og Gatwick í London! F í t o n / S Í A F I 0 3 0 5 6 0 P IP A S ÍA 9 1 2 6 5 Nýr matseðill á Ruby Tuesday Höfðabakka 9 & Skipholti 19 Sími 577-1300 17 nýir réttir til að gæða sér á Komdu í heimsókn MISRÆMI Í LÖGUNUM Helmingi lægri hámarksrefsing liggur við því að misnota sautján ára dóttur sína en að nauðga ókunnugri konu. NORDICPHOTOS / GETTY 1. Hvað heitir nýr forsætisráð- herra Japans? 2. Hvaða sjónvarpsstöð hefur boðið Jóhönnu Guðrúnu að syngja í jólaþætti? 3. Hvað heita aðalpersónurnar í glæpasögum Stiegs Larsson? SVÖR Á SÍÐU 34 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.