Fréttablaðið - 18.09.2009, Síða 19
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
VEITINGASTAÐURINN RÁIN í Keflavík verður
tuttugu ára á morgun. Af því tilefni verður haldin glæsi-
leg afmælisveisla og boðið verður upp á forrétt, steikar-
hlaðborð, kaffi og líkjör á aðeins 4.500 kr.
„Ég er ekki þekkt fyrir nein stór-
afrek í eldhúsinu og finnst alltaf
skemmtilegast að baka eða gera
eitthvað óhollt,“ segir Guðrún Lov-
ísa Ólafsdóttir, eigandi og þjálfari
hjá Fullfrísk. „Við í fjölskyldunni
erum miklir sælkerar og til að
geta leyft mér alla þessa óhollustu
hreyfi ég mig þeim mun meira.
Þannig er ég til dæmis búin að
kenna tvo tíma í dag og er að fara
í rope-jóga eftir smástund. Ég má
því vel borða sætindi.“
Uppskriftina fékk Guðrún Lovísa
hjá vinkonu sinni og hefur oftsinnis
útbúið hana. Ekki þarf að nota ofn,
hellur eða annað og því er rétturinn
tilvalinn til að útbúa með krökkum.
„Sonur minn sá um að skera niður
ávextina og ég leyfi mér að kaupa
marengsbotnana í stað þess að baka
þá sjálf,“ segir Guðrún og segist þá
njóta þess enn frekar að útbúa góð-
gætið með börnunum.
juliam@frettabladid.is
Skemmtilegast að gera
einfalda og óholla rétti
Guðrún Lovísa Ólafsdóttir segist vera heldur ósjálfbjarga í eldhúsinu og því kjósi hún helst einfaldar
uppskriftir. Skyrmarengsinn þarfnast lítils undirbúnings og tekur aðeins hálftíma að útbúa.
Guðrún Lovísa Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og líkamsræktarfrömuður, er mikill sælkeri og segist njóta þess að borð óholla
fæðu og hreyfa sig þeim mun meira. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
2 hvítir marengsbotnar (gott að
hafa líka með kókosbragði)
5-6 stk. Mars-súkkulaði
2 plötur suðusúkkulaði
ávextir að eigin vali, svo sem
kíví, jarðarber, rauð vínber og
bláber
½ l rjómi
½ l vanilluskyr
½ poki af hrískúlum
Setjið marengsbotnana í fat
og brjótið þá niður. Skerið gróft
niður Mars- og suðusúkku laði.
Skerið einnig ávextina. Þeytið
rjómann og hrærið að því
loknu vanilluskyrinu saman við
rjómann. Blandið súkku laðinu
og rjómaskyrblöndunni saman
og hellið yfir marengsinn.
Dreifið ávöxtunum og hrískúl-
unum yfir.
SKYRMARENGS
Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207
Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is
H
rin
g
b
ro
t
6.990 kr.
4ra rétta tilboð
og nýr A la Carte
Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf!
Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn
með sérvöldu víni með hverjum rétti: 10.990 kr.
Barolo „Ornato“ 2004 | Ítalía.
Chablis Grand Cru ,,Les Clos” 2005 | Frakkland
Glas af eðalvíni
Nú hefur veitingahúsið Perlan bætt við möguleikanum að velja
sér glas af 16 eðalvínum með mat. Verð frá 1.050-3.700 kr.
Sjá nánar á perlan.is.
· Reykt önd með fíkjum, valhnetum og rauðvínsgljáa ·
· Humarsúpa rjómalöguð með grilluðum humarhölum ·
· Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu ·
* E Ð A *
· Fiskur dagsins útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar ·
· Skyr “Tonka crème brûlée” með karamelluís ·