Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.09.2009, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 18.09.2009, Qupperneq 20
 18. september 2009 FÖSTU- DAGUR 2 LANGASANDSKEPPNIN 2009 í mótokrossi verður hald- in á Akranesi laugardaginn 19. september. Keppni hefst klukkan 10.30 en keppt verður í nokkrum flokkum. Þá verður einnig hald- in sívinsæl prjónkeppni. www.msisport.is Á Grand Hóteli Reykjavík er ekta indversk stemning og verður fram á fimmtudag í næstu viku. Fyrst ber að nefna framandi mat sem mun gleðja gesti og fylla sali af höfugum ilmi. Í kvöld sýnir dans- hópur þjóðlega indverska dansa meðan á borðhaldinu stendur og myndir frá Indlandi verða sýndar á skjá í matsalnum alla dagana sem veislan stendur. Einnig verða tvær Bollywood-myndir á dagskrá næstu daga sem öllum býðst að sjá endur- gjaldslaust. Ingólfur Einarsson er aðstoðar- hótelstjóri á Grand. Hann segir ind- verska sendiráðið hið þriðja í röð- inni sem hótelið vinnur með. „Það var valið vegna áhuga á Indlandi sem við höfum fundið fyrir hjá okkar gestum og ekki síst Íslend- ingum,“ segir hann. Matreiðslumeistarana tvo, Jit- ender Himral og Mohd Ismail, segir hann koma af Ashoka, fimm stjörnu hóteli í Delí. Einnig hafi þeir mat- reitt á mörgum flottustu veitinga- stöðum landsins og annast opinber- ar móttökur og veislur. „Þeir koma með alls kyns krydd og fínerí með sér og verða hér yfir pottunum í eina viku. Hér verður hádegishlað- borð alla daga og matseðill á kvöld- in sem samanstendur af um þrjátíu réttum. Þetta er flókin matargerð en á að vera brot af því besta frá þeirra heimalandi.“ Kvikmyndirnar tvær sem Íslend- ingum býðst að sjá frítt eru Devdas frá 2002 og Lagaan 2001. Sú síðar- nefnda er ein frægasta mynd Ind- verja og hefur hlotið tvenn verðlaun á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. „Þær verða sýndar klukkan sex og níu á hverju kvöldi fram á fimmtu- dag. Þannig geta matargestir notið þess að sjá myndirnar öðru hvoru megin við máltíðina ef þeir vilja en menn geta líka komið í bíóið án þess að borða,“ lýsir Ingólfur. Hann segir komandi daga leggj- ast vel í sig. „Maður finnur svo vel hvað áhuginn er mikill hjá Íslend- ingum fyrir þessu indverska og það er ofboðslega gaman að fá kokka frá Indlandi. Þannig verður þetta eins indverskt og hægt er að hafa það. Okkar kokkar verða þeim til aðstoðar og læra auðvitað í leið- inni.“ gun@frettabladid.is Færa indverskt krydd inn í íslenska tilveru Indversk matarvika með menningarívafi stendur yfir á Grand Hóteli í samvinnu við indverska sendiráðið. Tveir gestakokkar frá fínustu veitingastöðum Indlands laða fram kryddaðar og ljúffengar kræsingar. Þeir efna til veislu, Vignir Hlöðversson, yfirmatreiðslumaður á Grand Hóteli Reykjavík, Jitender Himral og Mohd Ismail, ásamt Ingólfi Einarssyni aðstoðarhótelstjóra. Fatasöfnun Rauða kross Íslands Er fatapokinn kominn til þín? Rauði kross Íslands í samvinnu við Eimskip, Pósthúsið og SORPU dreifa nú sérmerktum fatapokum um allt land til að auðvelda landsmönnum að taka til hjá sér og koma gömlum fatnaði í endurvinnslu. Með því að gefa fatnað leggur fólk Rauða krossinum lið og styrkir neyðaraðstoð bæði hér á landi og erlendis. Við tökum líka við ónýtum fatnaði sem við seljum í endurvinnslu Handklæði, dúkar, gardínur og slíkt eru einnig verðmæti fyrir okkur Tökum ennfremur við skóm, töskum, leikföngum og annarri smávöru Alls ekki henda ónýtum fatnaði eða öðrum efnisbútum! Stuðlum að aukinni endurvinnslu og endurnýtingu! styrkir birtingu þessarar auglýsingar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.