Fréttablaðið - 18.09.2009, Page 25
18. september föstudagur 5
Fjölbreyttur matseðill
Flott þjónusta
Frábært verð
Grillhúsið í 20 ár
– aldrei betra
Bananasplitt
Wishbone
samloka
Sá eini sanni
Lambalundir
Sígildur
Hádegistilboð
Súpa
Réttur dagsins
Kaffi á eftir
Virka daga
Þ
ær konur sem hafa einu sinni prófað Bobbi
Brown snyrtivörur verða algerlega háðar þeim
enda eru þær í senn eðlilegar, endingargóðar og
einstaklega einfaldar í notkun. Bobbi Brown sér-
hæfir sig í farða sem lætur konuna líta út eins og hún
sjálf er, bara fallegri, og notast mikið við náttúrulega lita-
tóna. Nýja pallettann frá Bobbi fyrir haustið kallast ein-
faldlega „ Nudes Collection“ og samanstendur af gullfal-
legum tónum af beige, gráu, silfri, gulli og dökkgrábrúnum
lit sem nefnist „caviar“. Kinnaliturinn sem kallast „shimm-
er brick“ er samansettur úr karamellu og gyllum tónum og
veitir húðinni fallegan ljóma. Einnig eru í línunni kremaðir og
mjúkir varalitir í náttúrulegum bleikbrúnum tónum og flottur
blautur eyeliner sem endist allan liðlangan daginn. - amb
NÝ LÍNA FRÁ BOBBI BROWN
Náttúrlegir gljáandi tónar fyrir haustið
Nude Eye Pallette
Dásamlega fagrir augnskuggar sem
klæða allar konur.
Nude Shimmer Brick
Andlitspúður/kinnalitur
sem veitir húðinni frískleg-
an ljóma.
Creamy Lip Colour
Fjórir náttúrulegir varalitir í bleikbrúnum
tónum.
Mér finnst merkilegt að fólk reyni
að snúa stúdentapólitík upp í eitt-
hvað svona. Það er það leiðinleg-
asta við þetta. Og það er einmitt
þetta sem mér finnst fráhrindandi
við pólitík.“
ALLTAF BERJANDI Í BORÐIÐ
Verkefni Stúdentaráðs eru ærin
og Hildur efast um að starf for-
manns hafi nokkurn tímann verið
eins krefjandi og nú. „Það er sí-
fellt verið að skera niður í þjóð-
félaginu og það bitnar auðvitað
á okkur líka. Við þurfum stöðugt
að vera að berja í borðið.“ Nýlega
var sigur unninn þegar framfærsla
námsmanna var hækkuð um tut-
tugu prósent. „Þetta var ákveðinn
sigur fyrir okkur og ekki endilega
eitthvað sem við gátum átt von á.“
Næst á dagskrá er að berjast gegn
frekari niðurskurði í framlögum
til Háskóla Íslands. „Það er okkar
skoðun að það eigi ekki að skera
niður í Háskólanum, á sama tíma
og verið er að fjölga nemendum.
Í dag gegnir Háskóli Íslands mjög
mikilvægu uppbyggingarhlutverki
í íslensku samfélagi og við verð-
um að standa vörð um það.“
En hvernig líst forystu Stúdenta-
ráðs á fréttir af hugsanlegri sam-
einingu Háskóla Íslands og Háskól-
ans í Reykjavík? „Ég er ekki viss
um að nemendur skólanna eigi
eftir að taka þessu neitt sérstak-
lega vel. Háskóli Íslands og Háskól-
inn í Reykjavík voru síðustu tveir
skólarnir sem maður bjóst við að
myndu sameinast. En ég þarf að sjá
ítarlega úttekt á því hvernig sam-
einingin ætti að fara fram, áður en
ég mynda mér skoðun. Annars held
ég að almennt sé samkeppni á milli
háskóla af hinu góða. Tilkoma Há-
skólans í Reykjavík var til dæmis
það besta sem gat komið fyrir Há-
skóla Íslands, sem varð samkeppn-
ishæfari fyrir vikið.“
Nýlega bárust fréttir af því að
á fjórða hundrað háskólanema
hafi ranglega skráð sig atvinnu-
lausa og stundað nám á meðan.
Þetta kemur Hildi lítið á óvart.
„Við vorum búin að benda á þetta
í marga mánuði í barátttunni fyrir
hærri námslánum. Kerfið er fá-
ránlegt, atvinnuleysisbætur hafa
um tíma verið 50 prósent hærri
en námslán en þessar upphæð-
ir ættu auðvitað að vera í mun
meira samræmi. Þetta býður upp
á að fólk reyni að fara á svig við
kerfið. Það, að svona margir reyni
að finna leiðir til að svindla á kerf-
inu, sýnir líka hvað námsmenn
hafa það skítt. Þannig að ég undra
mig ekki á því að þetta hafi komið
upp, þó að ég réttlæti það ekki.“