Spegillinn - 01.02.1958, Síða 10

Spegillinn - 01.02.1958, Síða 10
34 5PEEILLINN Framhaldsskemmtiþáttur fyrir ríkisútvörp menningarlanda; annar kafli. Glötuð Garmskinna Stjórnandi þáttarins: Gott kvöld, góðir hlustendur. Þá erum við komin hér aftur og höldum áfram þar sem frá var horfið í síðasta þætti. — (Auðvitað er enginn kom- inn neitt og ekki að neinu að hverfa, þar sem frá engu var horfið síðast. En þetta er sem sé klassisk byrj- unarsetning). — Eins og þið mun- ið, skildum við við þau Jón og Gunnu í Fornahvammi, en þar voru þau veðurteppt á leiðinni norður í bókasafn lestrarfélags kvenna í Ytri-Torfustaðahreppi. Nú er það komið á daginn, að á með- an hjúin sátu hríðarföst í Forna- hvammi, hefur sú merka bók Hundsskinna horfið með yfirskil- vitlegum hætti úr áður nefndu bókasafni, svo að nú er úr vöndu að ráða. Auðvitað væri æskilegast, að þau Jón og Gunna hættu þessu flandri og kæmu heim með Akur- eyrarrútunni, en það er því miður ekki hægt þáttarins vegna. Við verðum því að reyna að ná síma- sambandi við hjúin í Fornahvammi og senda þeim nýja tilvísun. (1 Fornahvammi: Jón talar x síma. Halló, já, ha, jú, það er hann. Stolið? Hverju? Ha? Andskoti heyrist illa til þín. Nýja tilvísun; já, láttu hana koma. (Við Gunnu: Það er ný tilvísun, vertu tilbúin að skrifa hana niður). Undir stefnuskrá Þjóðvarnarflokksins í efstu skúffu til hægri í skrifborð- inu, sem stendur í útnorður horn- inu á skrifstofu bæjarfulltrúa flokksins í fegurstu höfuðborg heimsins. — Náðirðu þessu, Gunna. Jæja; halló, jú það er meðtekið, já blessaður). Jón: Þetta var nú verra. Hef- urðu nokkra hugmynd um, hvar við eigum að leita skræðunnar? Gunna: Nei, en hitt veit ég, að Þjóðvarnarflokkurinn á enga stefnuskrá og engan bæjarfulltrúa. Stefnuskráin hefur aldrei verið til, og fulltrúinn féll. Jón: Nú, þá er þetta bara blöff. Og ég sem var farinn að hlakka þessi ósköp til að grúska í skúffu- skrattanum. (Kveður): ,,Fara um kroppinn krampaflog kátleg, þér að segja. Fulltrúarnir fallnir, og flokkurinn að deyja. „Æi já og jæja þá, ég kaus Gróu mína. Fúslega get ég fallizt á, að fjandinn þekki sína“. Stjórnandi þáttarins: Fyrsta til- 4 Vera má, að öll ,,ideologia“ sé það sem næst kemst því, er 'orðum var kaliað trú. Mig hryll- ,ir við þessu orði, enda þótt ég purfi stundum að nota það. þarna er kominn hinn ágæti kokteill Hrævaki (Corpse Reviver), sem ég hafði einusinni lesið um í erlendri kokteilabók. — Þetta eru leifar af því, sem við Eysteinn gáfum sérfræðingun- um áður en við rákum þá úr landi, sagði Hermann. — Mig furðar mest á því, að þeir skyldu fara frá leifum, sagði ég og strauk vömbina.

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.