Spegillinn - 01.02.1958, Side 11
SPE G I L L I N N
35
vísunin var samin fyrir bæjar-
stjórnarkosningar, og reynist þar
með röng, þar eð bæjarstjórnar-
fulltrúi pjóðvarnarflokkáns fyrir-
fannst enginn að afloknum kosn-
ingum: Næsta tilvísun er svona:
— I vinstri jakkavasa þriðja eig-
inmanns fjórðu eiginkonu kvik-
myndaleikarans fræga, sem gifti
sig á laugardaginn þriðja í jóla-
föstu.....
Gunna: Þetta hlýtur að vera
vestan hafs. Við verðum að fá
flugvél strax, áður en bókinni verð-
ur stolið úr jakkavasa mannsins.
Jón: Flugvél? Hingað? Nei, heill-
in mín, við verðum að fá snjóbíl-
inn með okkur niður í Borgarnes
og fá að fljóta með Akraborginni
þaðan.
(Þau hjúin kveðja nú hótel
Fornahvamm, sem ríkið lét reisa á
sínum tíma þegar góðæri var til
lands og sjávar, áður en þurra-
mæðin gekk aftur og Þjóðvarnar-
flokkurinn var stofnaður, en það
var nokkuð jafnsnemma. Við heyr-
um í snjóbílnum og eftir hljóðinu
að dæma, gengur hann ekki á öll-
um kertunum, hefur sennilega
blotnað í síðustu norðurferð. Á
leiðinni niður í Borgarnes kveður
Jón við raust):
,,Hafðu þig í að hundskast frá,
heyrðu það mannfjandi.
Þú ert eins og þorskur á
þurru meginlandi".
„Marga þekki ég menn, sem á
mammonsþefinn rata.
Flesta löngum finn ég þá
í flokki hægri krata".
„Enginn veit hvað eftir fer,
allt er sveipað hulu .
Skyldi nú stjórnin skenkja mér
skálduna sína gulu?“
Stjórnandi þáttarins tilkynnir í
grafelsistón: Leitarfólkið er nú
komið til Hollívúdd og hefur þegar
séð nýjustu filmstjörnuna, sem var
rétt í þessu að skilja við fyrsta
manntetrið, En því miður verð ég
að tilkynna, að tilvísunin var röng,
þar sem þriðji eiginmaður fjórðu
eiginkonu áðurnefnds leikara
framdi sjálfsmorð í fyrra, og í eft-
irlifandi jakkavösum hans fannst
ekkert nema fáeinir jórturleðurs-
pakkar. Þriðja tilvísunin er svona:
Undir legnu brekáni á 22. gráðu
norðlægrar lengdar og 64. gráðu
vestlægrar breiddar. Nú eru það
sannir vesturbæingar, sem einir
hlustenda hafa rétt til að senda
okkur svör. Og meðan við bíðum
eftir því, að heilafrumur sannra
vesturbæinga ranki við sér, skul-
um við hlusta á létt lög af plötum.
— Brrrrrrr. Já, halló, það er út-
varpið. Ha? Svar? Ágætt. Hvað
segið þér ? í dýpri endanum á
sundlaug Vesturbæjar. Alveg rétt.
Nafn yðar er með leyfi? Guð-
mundur Guðmundsson. Takk fyrir.
— Og þér eigið heima í Vestur-
bænum ? Þakka yður fyrir, Guð-
mundur, og verið þér sælir. — Þá
hafið þið heyrt hvar Garmskinna
er niðurkomin, og vonandi fer vel
um hana þar sem hún er. En þar
sem nokkur bið getur orðið á því
að leitarfólk komi vestan að skul-
um við hætta í bili. Góðar stundir
á meðan. (Um leið og þátturinn
fjarar út, heyrist Jón kveða við
raust vestur í Hollívúdd:
„Vinstri stjórn með vol og kíf
vona ég fjandinn hirði.
Ekki er hennar litla líf
legins brekáns virði“.