Spegillinn - 01.02.1958, Page 12

Spegillinn - 01.02.1958, Page 12
36 5PEGILLININ þegar ég valt inn til hans í há- degismatartímanum hérna einn daginn á bak kosningum: — Ég hef verið að velta því fyrir mér, hvað útvarpinu geta verið mislagðar hendur, öðru eins mannvali og það hefur á að skipa, al’lt frú útvarpsstjóra niður í rukk- ara. Ég á þar við, hvað það hefur lítið auga fyrir hinni listrænu spennu, sem þó er ómissandi nú á dögum, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. — Og hvað hefurðu til marks um það? spurði ég. Mér var það strax ljóst, að rakarinn minn var í habít, svo að ég mundi ekki þurfa annað en segja einstaka humm og amen. — Það er nú til dæmis að taka bað. sem ég var að hlusta á rétt "ða^ og er búið að endurtaka sig ' hádeginu svo lengi sem elztu menT' muna: Að vera að rukka 'tsvörin á eftir dánarfregnum og jarðarförum, í staðinn fyrir að hafa útsvarsrukkið fyrst og svo dauð- ann og djöfulinn á eftir. Hvort- tveggja á að minna háttvirta hlust- endur á fallvaltleik lífsins og því þá ekki að láta þetta fara smástíg- andi og benda á, hvernig fari fyrir þeim, sem ekki borga útsvarið sitt? Svona smáklaufaskap í listræn- unni get ég ekki þolað. — Þú hefur ekki verið í af- mæliskoteilnum hjá Stefi, úr því þú ert orðinn svona viðkvæmur fyrir listrænunni? — Jú, einmitt. Ég var með i því að hylla Jón Leifs, og svei mér ef hann á það ekki skilið fyrir sitt tíu ára píslarvætti og miklu lengra þó, ef allt er talið með. Eins og þú veizt, liggur nú ekki mikið eftir mig, annað en þetta dægurlag, sem allir þekkja, og ég hef hlotið hæstu viðurkenningu fyrir, sem nokkrum manni getur hlotnazt hér á landi . . . — Hvernig var sú viðurkenning ? — Jú, sérðu, þegar Freymóður var búinn að heyra lagið, sagði hann, að ég skyldi framvegis heita í listrænuhópnum: ,,13 september". Og það er nú svo með þessar opin- beru viðurkenningar, bæði nóbels- verðlaun og annað, að það fylgir þeim oft sitthvað fleira. Til dæmis var ég boðinn í tíkarkokteilinn hjá sovéttinu, þegar þeir voru að minn- ast hennar Laiku sálugu, sem fórst á Sprúttnikk númer tvö. — Ég hélt að þú værir krati og afneitaðir öllum einræðisflokkum. — Nei, þar sannast hið forn- kveðna: „Lítið var en lokið er“. Ekki kæri ég mig um að láta hlæja að mér fyrir stjórnmálan skoðanir mínar. Reyndar hefði ég getað sparað mér að segja mig úr flokknum, því að nú ku Hermann ætla að fremja einskonar anslúss eins og Hitler forðum með Austur- ríki, og gleypa hann með húð og hári. — Hvað segir Gylfi um það? — Líklega heldur fátt. Hann verður vonandi svo sniðugur að fara beint til íhaldsins án nokk- urrar viðkomu í Framsókn. — En hinir höfðingjarnir? Því að nú er ekki orðið eftir í flokkn- um nema höfðingjar. — Þeim er andskotann ekki vandara um en honum Kúa-Atla O, ^ Það litur út fyrir, að Eysteinn • fiamst s\o sanian a<V J,vi, a<V snerta peningann, “ekki .sé nema allra snöggvast, að hann er farinn að minna á’ draugana i þjóösögunum, scm ^iija allar nfetur og ausa pen- 1 ’J'gum aítur yíir'sig ----- M o [ co . Q 0-9° o°«pO0 vi^r & o

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.