Spegillinn - 01.02.1958, Blaðsíða 14
5PEG1LLINN
OC DÆGURLAGAÞÁTTUR
Það gleður mig að geta kynnt
nýtt dægurlag í þættinum núna.
Það er Guli valsinn, eftir Fjórt-
ánda febrúar. Gjörið þið svo vel,
hljómsveit Karls Jónatanssonar
leikur Gula valsinn, eftir 14.—2.
Sigurður Ólafsson syngur með
hljómsveitinni:
,,Um daginn rakst ég á Bjarna Ben
í biðskýli, smíðuðu af Frederikssen,
hann vappaði um skýlið svo velsæll
og pen
og veifaði skrýtinni dulu.
Dulan var lasleg, lúð og máð,
og letruð á hana bjargarráð.
sem landsstjórnar vorrar í lengd og
bráð
lífgjafi verða skulu.
Er ritstjórinn hafði þau rannsakað
rétti hann duluna að mér og kvað:
„Hér sérðu, lagsmaður, bögglað blað
úr bókinni þeirri gulu“.
Og margt er í lífinu leyndardóms-
fullt;
— ég læt það jú alls ekki fara neitt
dult,
að á samri stundu ég sá allt gult
og varð sjálfstæðismaður í hvelli.
Og síðan er ég gulur í gegn;
og gul er á litinn hver blaðafregn;
það gegnsýrir mig hið gula regn,
sem guð trú’ ég yfir mig helli.
Ég á gula telpu og gulan dreng;
af gulri kveisu ég er í keng,
og þannig einn veðurdag gulan ég
geng
fram á gulan framsóknardrelli.
Upp úr mér kjaftæði rjómagult
rann,
ég rauðgulan þvættinginn semja
vann.
— ífannes frá Undirfelli.
Hannes á, Hannes frá felli,
heiðgulu, skærgulu, sólgulu, ljós-
gulu
framsóknarundirfelli".
(Vegna þess, að þið heyrið nátt-
úrlega ekki sönginn í raun og veru,
skal það tekið fram, að síðustu
þrjár hendingarnar synur Sigurð-
ur af gífurlegum krafti).
Þetta er seni sé nýjasti valsinn
núna og jafnframt nýjasta dægur-
lag Fjórtánda febrúars, sem jafn-
framt er nýjasti dægurlagahöfund-
ur okkar.
Hér fáið þið svo að heyra nýtt
rokklag eftir Spólurokk, sem þið
kannizt öll við; sá höfundur kom
fyrst fram í danslagakeppni Fram-
farafélags listunnenda og íslenzkra
menningarvina (F. L. I. M.), og
hefur síðan verið dáður um allt
land.
Gjörið þið svo vel, hér er lagið,
Runki rokk, eftir Spólurokk, Sig-
rún Jónsdóttir og Ragnar Bjarna-
son syngja með K. K.-sextettinum.
„Hann Runki fór í réttirnar
á rauðblesóttum klár
og bar með sér í bakvasanum
brennivínstár.
Og það var fjör á ferðum þar,
fjárdráttur og kvennafar,
og menn voru að skoða meyjarnar
og mæðiveiku rollurnar,
og Runki af öllum öðrum bar,
hann átti sem sé gimbrarnar
þrjátíu og þrjár.
Það var allt á floti allstaðar,
og enginn var á lekann spar,