Spegillinn - 01.02.1958, Side 16
SPEGILLINN
40.
Mánudagur
til
menninsar
Það er nú svo komið að við
þurfum tæplega lengur á erlendum
aðilum að halda til þess að fræða
okkur um það, hve menning okkar
er farin að standa traustum fótum
í veruleikanum. En þá tekur há-
menningin við og nú er farið að
örla dálítið á henni. En hvernig
sem þetta er skilgreint, þá er Hall-
björg Blindskers enn sem fyrr í
fararbroddi þeirrar framsóknar,
sem hér um ræðir. Hallbjörg er
hugvitsöm kona svo af ber, eins og
hugmynd hennar um mánudags-
boðin sýnir glögglega, þar sem hún
— eða öllu fremur Hálfdán — ber
hina fjárhagslegu byrði, en þjóðin
nýtur andlegu ávaxtanna, sem af
þessu kunna að hljótast. Umræð-
ur um menningarmál eru knýandi
nauðsyn og aðkallandi að komast
til botns í þeim.
Ekki hafði ég fyrr látið boðskap
Hallbjargar til mín á þrykk út
ganga, en útvarpið okkar, — sem
líka er mikið menningarfyrirtæki
— ákvað að stofna þátt í líkum
tilgangi, þar sem spurt skal og
spjallað undir forustu okkar ágæta
Sigurðar, sem telja má einn snjall-
asta lærisvein frúarinnar. Sýnir
þetta allt öran vöxt í áhrifum
hennar meðal þjóðarinnar.
Því miður var dálítið dauft yfir
fyrsta mánudagskvöldinu í febrúar
og má það eðlilegt teljast, þar
sem frumsýningar eru oft dálítið
fálmandi, þótt dýrar séu. Svo var
útvarpið líka í gangi og ýmsir
lögðu hlustirnar við, til þess að
heyra hvað þar væri spurt og
spjallað, en útvarpið ætti að sýna
Hallbjörgu þá tillitssemi, að vera
ekki með svoleiðis á mánudögum,
þar sem frúin átti líka upptökin.
Og ein ástæða var enn.
— Góðir gestir og samherjar,
sagði Hallbjörg í ávarpi sínu. —
Um leið og ég býð ykkur öll vel-
komin til að spyrja og spjalla um
menningarniálin hjá mér í kvöld,
þá vil ég leyfa mér að benda ykkur
á þá staðreynd, að þau hafa frek-
lega verið höfð útundan undan-
farnar vikur, en bæjarstjórnmál og
hreppapólitík skipað hiærri sess.
Þessu þurfum við að koma í sitt
fyrra horf innan stundar. Vinna
það upp, sem tapast hefur og halda
uppbyggingunni áfram. En til þess
að örva starfsemina ætla ég nú
þegar að láta bera inn franskar og
logandi pönnukökur, sem annars
áttu ekki að koma fyrr en seinna.
Þessu var tekið af miklum fögn-
uði. Þarna var Hallbjörg í essinu
að meðferðin á hrossunum hafi
varla verið verri en hún var á sjálf-
um þeim, meðan Hitler var og hét,
en slíkri meðferð hafa einmitt
Svisslendingar með sitt eilífa hlut-
leysi aldrei haft af að segja.
En svo getur líka verið, að
Úrsúla veslingurinn sé alveg sak-
laus af þessu öllu, að frátöldu
venjulegu sölumanns-gambri, og
stafi fregnin frá vísindaiðkunum
fræðimanna á íslenzkum efnum, og
hafi þeir rekizt á það í fornum
ritningum, hvemig farið var með
þarfasta þjóninn í gamla daga, og
svo heimfært það upp á nútíðina.
Kennir þar ýmissa grasa, svo sem
venjulegs hordauða sökum harð-
inda og fóðurskorts, en auk þess
kunnu forfeður vorir hin og þessi
trikk til að gera söluhesta viljuga.
Var eitt það að skella í þá vænum
snafsi, en því tímdu fæstir þó að
snafsinn væri billegur í þá daga,
heldur settu þeir salt í eyrun á
klárnum eða harðan þorskhaus
undir taglið, en hvorttveggja gerði
sama gagn og snafsinn. Og þá má
ekki gleyma lækningunum, sem
sagan hefur geymt svo rækilega,
að enn í dag eru vondar og hroða-
legar lækningar kallaðar hrossa-
lækningar. Helzta lækningaverk-
færið var hankanálin, sem jafnan
var höfð meðferðis í langferðum og
hesturinn hankaður, ef hann
meiddist, sem oftast var. Var þetta
helzta handlæknisaðgerðin, auk
blóðjárnunar, en ekki má gleyma
lyflækningum, þar sem helztu með-
ölin voru andarnefjulýsi og blá-
steinn, í ýmsum hlutföllum. Sem
sagt, hrossalækningar.
Væntanlega lætur landbúnaðar-
ráðuneytið og utanríkisráðuneytið
málið til sín taka. Mætti þá benda
þeim á að selja fyrst út úr landinu
öll þau hross, sem hér eru til ó-
þarfa og hægt er að losna við á
ofannefndum mannúðargrundvelli.
Þegar Eysteinn er búinn að kló-
festa aurinn fyrir bikkjurnar, má
svo hefja sannleiksherferð um mál-
ið. Er öruggast að láta diplómata
vora hafa það starf á hendi, því að
hrossaræktarráðunauturinn mun
þá verða að skammast við Sigurð
frá Brún og hafa nóg að gera við
það. Öruggast væri náttúrlega að
losna við öll hross úr landinu áður
en herför þessi er hafin, þar sem
gera má ráð fyrir að lítið verði um
hrossasölu þegar sannleikurinn er
kominn allur í ljós. Og eins ætti að
bíða með fálkakrossinn handa
Úrsúlu hinni þýzku, til sama tíma.