Spegillinn - 01.02.1958, Qupperneq 17
SPEGILLINN
41
sínu, sívakandi yfir andlegum og
líkamlegum þörfum gestanna.
— Það verður gaman í Oslo á
næsta hausti, sagði einn gestanna
við annan. — Ég get víst ekki ann-
að en farið til þess að hlusta á
músikina okkar, sem áreiðanlega
verður einna athyglisverðust þar,
ef við þýðum dómana á heppilegt
mál.
— Þú heldur það. En hefurðu
frétt hvort búið er að finna sálina
í konsertinum hans Nordals?
— Hvað eigum við að gera með
sál í listaverki? Og hvað er eigin-
lega sál á slíkum stað? Þó kann
eitthvað svoleiðis að vera til þó að
hann Björn heyri ekki í henni. Þó
getur varla verið um slíkt að ræða
í þessum abstraktionum eftir hann
Magnús. Þær langar mig til að
heyra, þar sem við erum allra
þjóða frumlegastir í öllu abströktu.
Þarna er okkar styrkleiki og menn-
ingarhlutverk.
— Er yður eitthvað i nöp við
það sem kallað er sál ? Það var
Díalín sem spurði.
— Onei. Ekki ef hún er á rétt-
um stað. Ég er hrifinn af abstrakt,
ég meina frískri sál í fögrum
líkama, eins og spakmælið segir.
Ég finn þetta aldrei betur en í
návist yðar, ungfrú Díalín.
Mér fór að verða ónotalegt í sál-
inni. Gat mannkertið ekki haldið
áfram að spyrja og spjalla um þessa
abströktu tónlist sem hann hafði
þó að sjálfsögðu ekkert vit á.
Fólkið var nú farið að draga sig
í smáhópa og hafði hver hópur sín
menningarlegu viðfangsefni. En
þegar Hallbjörg kom inn og Lajka
á eftir henni, dragandi stóran
hjólabakka með fjölda hanastéla,
þá sáu allir þar eitt sameiginlegt
viðfangsefni. Það var augljóst af
hýrleikanum, sem færðist yfir hóp-
inn.
— Gerið þið svo vel, sagði Hall-
björg glaðlega. — Ættum við ekki
að reyna að komast upp í 140
milljónir á þessu ári. Þá ætti þó
að vera einni milljón meira en
á síðasta ári til menningarlegra
framkvæmda. Svona er frúin alltaf
víðsýn.
Því var ekki að neita að nokkuð
lifnaði yfir stemningunni og gerð-
ist margt merkilegt, sem einum
manni var um megn að fylgjast
með. Þarna var lítil og drífandi
kona er sneri sér að ungum og
skeggjuðum manni.
— Frú Hallbjörg segir að þér
ætlið að opna sýningu innan
stundar og séuð mjög interessant
listamaður.
— Það er nú meiningin, sagði sá
skeggjaði.
— Já einmitt það. En eruð þér
einn af okkur? Ef svo er ekki þá
getið þér ekki orðið séní, enda þótt
þér leitið inn á mismunandi braut-
ir í listinni. Reyndar er ekki nema
ein braut til í þeim efnum, okkar
braut, en við erum samt þó nokk-
uð frjálslynd gagnvart okkar
mönnum.
— Vitanlega þætti mér ósköp
vænt um að mæta frjálslyndi, eða
þó ekki væri nema samúð og skiln-
ingi, en hvernig ég á að snúa mér
í því veit ég eiginlega ekki.
— Ég held að ég verði að tala
við minn herra, sem skrifar í Há-
degisblaðið, eins og þér ættuð að
vita, sagði konan. — Ef hann vill
ekki hjálpa yður þá er allt erfiðið
til einskis.
I þessum svifum kallaði Hall-
björg til mín og þegar hún kallar
er ekki nema um eitt að velja. Er-
indið var eiginlega að fiska eftir
því, hvernig ég myndi skrifa um
þetta fyrsta mánudagskvöld henn-
ar, því svo eru áhrif okkar blaða-
mannanna mikil, að jafnvel áhrifa-
mestu persónur eru okkur háðar
með framgang mála. Ég sagði henni
eitthvað um reynslu mína, en kvað
allt myndi gefa góða ra\m, ef
heppnin væri með.
— Við verðum að stefna að meiri
samræmingu í hverri grein, sagði
hún. — Það dugar ekki að einn
geri þetta og annar hitt. Við get-
um haft forystuna þar sem við er-
um samtaka, það höfum við þegar
sýnt. Þess vegna er ekki hægt að
láta þá trufla, sem vilja eitthvað
annað en hinir, sem hafa tekið for-
ystuna.
Ég var alveg á sama máli, en fór
lýsir sér oft með þeim óhstræna
hætti, að méi fmnst hálsmáhð á
skyrtunm minm þrengia að mei^ Cfi.J- •' MbJ)
I Einhver annarleg gerjun í undir-
I vitundinm, eða kannske bara 1
jæðunum, fær blóðið ttl þess að
- reyma til höfuðsins og þrýsta
L emhverjar skiptistöðvar