Spegillinn - 01.10.1966, Blaðsíða 3

Spegillinn - 01.10.1966, Blaðsíða 3
Sagt upp samningum við Jehova Jesús og heilagan anda" „Þess vegna hefur Mbl. aflað sér upplýsinga og fer frásögn viðkomandi manns hér á eftir: . . . Á sunnudaginn fer ég 1 dómkirkjuna og geng til alt- aris ásamt öðrum altarisgestum. Jón Auðuns gefur mér pillu, sem ég veiði fljótt út úr mér og sting í poka. Svo hellir hann i bikar. Þegar ég er búinn að fá bæði kjötið og blóðið, þá geng ég fram í kórdyrnar. Þá hafði ég yfir vissan formála: Áheyrendur mínir, þið eruð vottar þess að ég Helgi Hoseas- „Fáheyrður athurður við fermingu" son, Skipasundi 48, Rvík, kasta kjöti og blóði Jesúsar í þcnnan belg, sem er merktur SORP, til staðfestingar því að ég ónýtti hér með skírnarsáttmála þann, sem gerður var fyrir mína hönd reyfabarn og ég vélaður til að játa á mig 13 ára við þá Jehova Jesús og heilagan anda, alla til heimilis á himnum og nú hér stadda. Enn fremur vottið þið að nafn mitt, Helgi, er ekki tengt himnafeðgum né heilögum anda. Ég er iaus allra skuld- bindinga við þá og mótmæli þcim mannhaturssjónarmiðum, sem eru uppistaða þess endemis kristindóms“. Nú er spurningin. Tekur kirkí an þessa síðustu tiiraun Helga Hoseassonar til að segja sig úr samfélagi við guð til greina?“ Morgunbl. 20. okt. Það virðist mega segja upp „samningum“ með mis frumlegu móti. Það vantar bara í frétt Moggans, hvort Helgi muni hafa leitað fyrir sér um „samning“ annars staðar, því að þó Hclgi hafni Himnaríki, eigum vér bágt með að trúa, að honum yrði útvísað alls staðar. SPEGILLINN RIINEFND Jón Kr Gunnarsson ritstj., Böðvar Guðlaugsson og Ragnar Jóhannesson. TEIKNARAR Bjarm Jónsson cg Halldór Fétursson. Áskriftarverð kr 350.00. - Fmstök blöð kr 35.00 Pósthólf 594 Reykjavtk. Sími ritstjóra 5-10-20. Prentun meginmóls: Prentsmiðio Þjóðviljans. Setning Prentsmiðjo Vísis. S p e g i 11 i n n 3

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.