Spegillinn - 01.10.1966, Page 9

Spegillinn - 01.10.1966, Page 9
„VIÐREISNIN ÉTUR VINI SÍNA „Ósjaldan liefur Morgunblað- ið flutt það kunna spakinæli að byltingin éti börnin sín, en nú gæti blaðið til tilbreytingar fitj- að upp á nýjum sannindum: við- reisnin étur vini sína. Aflciðing- ar þeirrar stjórnarstefnu hafa nú uin skeið ckki hvað sízt bitn- að á þeim mönnum sem fögnuðu viðreisninni ákaflegast. Má þar nefna ýmsa iðnrckcndur, nú fyrir nokkrum dögum birti Morgunblaðið til að mynda enn eina auglýsingu uin nauðungar- uppboð ... Og nú síðast er röð- in komin að Byggingarfélaginu Brú, einu kunnasta verktakafyr- irtæki Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík. Aðalcigandi þess, Þorbjörn Jóhannsson kjötkaup- maður, mun hafa ætlað sér ann- að hlutskipti en að verða sjálf- ur réttur á boröum hinnar ó- seðjandi viðreisnar". (Austri í Þjóðv. 9. okt.) Skólamálaspjall Fróðir menn segja, að þrennt sé undantekningalítið sameigin- legt með skólabyggingum hér í þéttbýlinu: Þær eru dýrar, fínar og ópraktískar. Vér mundum nú gjarnan bæta fjórða einkenninu við: Oftast hefur tekið svo lang- an tíma að byggja skólahúsin, að börnin, sem áttu að menntast i þeim eru löngu uppkomin og harðgift fólk, sem á orðið sæg barna á skólaskyldualdri, þegar nýja skólahúsið er vígt með pomp og pragt. Kannski gerði þetta nú ekki svo mikið til, ef skólahúsin væru ekki orðin of lítil löngu áður en þau komast í brúk, og þar sem enn hafa ekki fundist heppilegar leiðir til að fækka skólaskyldum börnum, verður tafarlaust að gera ráð- stafanir til að stækka skólahús- ið, um leið og það er loksins telcið í notkun! Þá segja ýmsir aj vegna þess, hve skólarnir eru fínir, (að innan) þurfi nemend- urnir helzt að hafa með sér tvenna til þrenna inniskó (eina fyrir hvern gang) og silkihanzka til að rispa ekki flíseringarnar á gólfi og veggjum. Er sízt að furða þótt kennarastéttin sé kröfuhörð og heimtufrek í launamálunum, þegar hún hefur þessi flottheit fyrir augunum alla daga. Auk þess að baka að- standendum barnanna stór út- gjöld í skótau (inniskó) og silki- hanzka, geta fínheitin hæglega leitt af sér ýmis konar vand- ræði. Segjum t.d að skólalækn- irinn komi dag nokkurn í cinn nýja og fína skólann með „flu- orið“ sitt, og krakkarnir úr næsta skóla, sem er kannski gamall og ljótur skóli, eigi að koma með tennurnar sínar til skoðunar þar. Auðvitað eru roll- ingarnir úr gamla skólanum ekki nógu fín í tauinu til að fá inngöngu í nýja skólann, þegar til kemur, og verða að fá geiflur sínar rannsakaðar annars staðar. Vér höfum alveg gleyrnt að minnast á andlega hlið skóla- málanna, en það verður að hafa það. I-Iún er þá allsstaðar útund- an hvort sem er, nú til dags. Inspektor, LÉTT RENNU REBOS SALT S p e g 511 i n n 9

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.