Spegillinn - 01.03.1967, Page 8
Frönsk transisior-viðtæki með
plötuspilara og bótabylgjusviði.
Spilara bæði meno og Stereo.
LAUGAVEG 83 — SÍMl 16525
„Allt eins og blómstriö eina,
inn meö hann Sigurvin.
Tökum Steingrím til greina;
greiðfœr er „leiöin hin.“
Flokksaga er Ijúft að lúta,
þótt leiöi til glötunar.
Syngi mín sálarlúta
sálma til Framsóknar.“
— Já, niikil er þín fórnarlund og hús-
bóndahollusta, sagði ég. — Það er sjálf-
sagt engin hæfa fyrir því, sem ég hler-
aði hérna á fjörðunum, að þú og Þor-
valdur Garðar væruð að sjóða saman
sprengilista — með ykkur tveimur í
efstu sætunum?
En ég sá eftir að hafa spurt að
þessu. Skáldið varð ókvæða við, ég hélt
að hann ætlaði að fá slag. Hann spratt
upp úr sætinu með slíkurn gnv að pass-
íusálmahandritið fauk í allar áttir, hann
varð ýmist rauður sem blóð eða bleikur
sem bast.
— Hver spinnur þennan djöfuls róg-
burð upp?“ öskraði hann. — Ef ég
kemst að því, þá skal ég skora hann á
hólm. Lista með íhaldsmanni, ekki
nema það þó! Nei, fyrr mundi ég ger-
ast ofdrykkjumaður og skrifa níð um
ungmennafélögin en að ég fari að
leggja lag mitt við íhaldshyski. . .
Eg forðaði mér út og hélt áfram ferð
minni.
Matthías ísfirðingakappi.
A Isafirði virtist allt með kyrrum
kjörum enda töldu Isfirðingar tvo efstu
listamennina sína menn sérstaklega.
Ég snaraðist umsvifalaust á fund
Matthíasar. Hann var hinn sigurstrang-
legasti, en dálítið stuttur í spuna. Hann
þekkti mig ekki. Þegar ég sagðist ætla
að fræðast af honum urn pólitík, varð
hann hvumpinn og spurði umsvifalaust
hvort ég væri Þorvaldar Garðars mað-
ur. Þegar ég neitaði því, sagði hann:
— Það er gott — ég kæri mig ckk-
ert um, að svoleiðis legátar séu að
snuðra hér í rnínu eigin goðorði. Fram-
bjóðendur, sem hingað eru sendir sunn-
an úr Reykjavík, geta étið það senr úti
frýs. — En hver sendi þig eiginlega?
spurði hann og varð aftur tortrygginn á
svip. En þegar ég sagðist vera sér-
fræðingur Spegilsins þiðnaði hann allur
upp.
-—- Nú, svo að þú ert frá Speglinum.
Það er víst betra að hafa ykkur með sér
en móti. Spyr þú, ég svara.
— Ertu ánægður með listann ykkar,
Matthías?
— Tjah, ánægður og ánægður ekki.
Efstu sætunum hefði kannski mátt
koma haganlegar fyrir.
— Þú átt við, að þú hefðir átt að
hreppa efsta sætið?
— Auðvitað. Ég ræð hér öllu í höf-
JIY LIFTRYGGING
<8? STfiHYGGIIG
ALMENNARl
TRYGGINGARf
PistKðsstraU 9. simi 17700
uðstað Vestfjarða og ég er búsettur
hér . . . Það er meiningarlaust að vera
að trana hér fram legáta að sunnan,
enda þótt hann hafi alizt upp inni í
rassgati, inni í Djúpi, meina ég, og þar
að auki langt úti í sjó. Sveitirnar, sem
hann átti aðalfylgi sitt hér áður fyn’,
eru líka komnar í eyði. En Sigurður
verður nú bráðum settur á elliheimilið
þ.e.a.s. gerður sendiherra í einhverju
villimannalandi. Og þá skal enginn
verða settur mér ofar.
— En var þér ekki sárt um að fórna
Þorvaldi Garðari fyrir þitt þingsæti?
— Þvuh! Mér er sama hvoru megin
á rassi hann ríður.
— Svona er þá pólitíska ástandið
fyrir vestan, og sérfræðingurinn lauk
skýrslu sinni. — Geturðu ekki lánað
mér aura fyrir kalda borðinu á Borg-
inni og tveim ösnum?
GRÆNMETl
HAllNliP i TOMATSOSU
IAUOAHHI tf
Rl ANnAllltf AVI K Htf
r.HANAB RAIINIB
Heildsölubirgðir:
Kristján Ó. Skagfjörð
Heildsölubirgðir:
Kristján Ö. Skagfjörð
8 S p e g i 11 i n n