Spegillinn - 01.03.1967, Síða 9
Nýr
bænda-
höfðingi
Norðan-
lands
Tíminn er eitthvað að skopast
að því, að Bjarni Ben vilji nú
gera bændahöfðingja úr Eyjólfi
Konráð, undirmanni sínum og
ritstjóra, sem mjög hefur borið
lof og hróður á húsbónda sinn
og herra, að sið fornra hirð
skálda.
Oss finnst óþarfi að gera grin
að þessu. Eykon er knár þótt
hann sé smár, og varla hefur
Hannibal verið beysnari við bú-
skapinn en Eykon, þegar hann
hóf búhokrið í Selárdal, því
forna höfuðbóli. Er sagt að
Eykon verji nú öllum tómstund-
um sínum til að kynna sér bú-
skap, til þess að geta talað kunn-
áttusamlega um slíka hluti við
bændur nyrðra. Hann lærir að
þukla rollur, fræðast um fengi-
tima kinda og gangmál kúa o.
s.frv.
Þá virðist sumt, en ekki allt,
í fari Eykons minna á lýsing
Sighvatar, er hann bregður á
glens við Sturlu son sinn:
„Þá þarftu, frændi, smala-
mann at ráða í fyrra lagi. Hann
skyldi vera lítill og léttur á
baki, kvensamur, ok liggja löng-
um á kvíagarði“.
En livað sem líður, þarf ekki
að efa, að Eykon verður ötull
við að smala sauðum í kviar
Bjarna liúsbónda síns.
ÞAÐ ER ENGINN VANDI AÐ VELJA
PÓLAR
FULLNÆGIR KRÖFUM YÐAR.
Ef þú ekur bíl,
og vilt vera stundvís,
og á það einhver stólar,
þá skaltu kaupa PÓLAR.
S p e g i 11 i n n 9