Spegillinn - 01.03.1967, Side 11

Spegillinn - 01.03.1967, Side 11
lækkoður kosningooldur Þingmenn eru víst sammála um að lækka kosningaaldur nið- ur undir táningaaldur. Mun það vera meðfram af því, að yfir- völd óttast, að hér rísi upp sveitir rauðliða íslenzkra. Munu bítlar hugsa sér gott til glóðarinnar um að stofna sér- stakan stjórnmálaflokk, er beri, a.m.k. til bráðabirgða nafnið „Rúntflokkurinn". Hafa verið haldnir nokkrir rabb-fundir til undirbúnings, á Skálanum og Tröð og ýmsum tryllitækjum. Fokkssöng hefur þegar verið saminn, og er viðlagið svona: „Rokk ,rokk, og tvist og shake á Rúntinum bregðum við á leik, leik, Ieik“. Heyrzt hefur að íhaldssamir þingmenn vilji láta kosningar- rétt táninga vera bundinn þvf skilyrði, að allir piltar komi vel klipptir og greiddir á kjörstað, og eins hitt, að kjólar stúlkna séu, við sama tækifæri eigi styttri en tveir þumlungar fyrir ofan hné. Mikill er Alexonder mikli Vísir flytur okkur stórmerka ritgerð um klippingameistara nokkurn í París, sem kallaður er Alexander mikli 20. aldar- innar. Nafni hans í fornöld lagði undir sig lönd, en þessi leggur undir sig hausa hefðar- kvenna. Sjálfsálit hefir Alexand- er þessi nóg, enda segir hann: „Konuna í dag skapaði ég fyrir mörgum árum“. Hann er mjög hlynntur hárkollum og segir um það: „Það hafa allar konur ráð á að eiga hárkollu. Ef þær telja sig ekki hafa ráð á því, þá verða þær bara að vera án einhvers annars, — t.d. spara mat“. Alexander mikli tekur sann- gjarnt verð fyrir vinnu sína: Venjulegar konur borga aðeins kr. 1000 fyrir klippinguna, en ríkar konur og tignar auðvitað miklu meira. Auk þess ríflegt þjórfé til hinna fjölmörgu hjálp- arkokka Alexanders. Vísir á þakkir skilið fyrir að kynna oss þetta mikilmenni, og vér mælum með því, að þeir bræður Haukur og Friðþjófur Óskarssynir kynni sér starfsað- ferðir hans. Spegillinn 11

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.