Spegillinn - 01.03.1967, Qupperneq 13

Spegillinn - 01.03.1967, Qupperneq 13
KVAK um kosninga- undirbúninginn Flokkamir út um Frónið senda tilskiiinn fjölda frambjóðenda, alla vandlega uppdubbaða, og einkar sigur — og sjólfumglaða. Þeir koma til fólksins ó betri buxunum, gagntegnir af sínum göfugu hugsunum; svo mata þeir fólkið d flokksins skoðunum og salla ö það alls konar sæluboðunum. Þeir bjóða í nefið búandkörlum og brosa framan í krakkana, en klappa, húsfrúm og heimasætum hlýlega á lendar og makkana. Þeir umgangast fólkið með lítillæti og laga til ó sér jakkana. Það vantar bara, að þeir beri d sér bein, til að fleygja í rakkana. En oft heimta að fara í framboð líka fúlustu leiðindakjaftarnir, og til fulltingis þeim eru af flokkunum sendir færustu skemmtikraftarnir. Og Bessar og Gunnarar grípa til snjöllustu grínagtugheitanna sinna, og veitir sízt af til að vega upp ö móti vemmilegheitum hinna. Þótt fólk geti ef til vill aldrei bitið endann til fulls úr nólunum, og sjói aldrei að eilífu neinar efndir ó kosningamólunum, þó vekur það svolitla von í bili í vanræktum atkvæðasdlunum, þegar flokkarnir senda þeim sama grautinn í sömu, óþvegnu, skólunum. B r a g i . S p e g i 11 i n n 13

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.