Spegillinn - 01.03.1967, Page 17

Spegillinn - 01.03.1967, Page 17
BASTIÐJA Þegar grasið fölna fer, fara menn að Hóa. Gott er að borða gæðasmér og gaman að tína hrútaber. Ýmislegt, sem enginn sér, á sér stað í Flóa. Einu sinni kom ofan í hjá Nóa. Margar hef ég meyjar kysst, mun því áfram halda. Sumir hafa sveindóm misst, en sumir hafa enga lyst. Margir hafa myrkrið gist, má það slysum valda. Það tjóar ei í móinn þann að malda. Illar fréttir oft ég spyr, eðlið margur friðar. Suma lokka læstar dyr, liggur draugur sjaldan kyr. Mörgum yljar ástarhyr, þá Amor litli miðar. Andrés leggur illt til páfasiðar. Ég í laumi þenki þrátt um þrýstnar heimasætur. Engin skyldi hafa hátt þótt hrykkju dyrnar upp á gátt. Það er illt að eiga bágt, einkum þó um nætur. Margt í leyni munablómið grætur. Inn um fjörðinn andar hljótt ærið kaldri stroku. Á mjúkum svæflum sefur drótt, sumar óttur líða fljótt. Þegar ég kem til þín í nótt, þokaðu úr hurðarloku. Inni er gott í austanbrælu og þoku. Fílósóf Spegilsins. S p e g i 11 i n n 17

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.