Spegillinn - 01.03.1967, Qupperneq 19
Kosningasálmur
- um pólifísk písluvætti,
róg og undirferli
Nálgast kosninga nöpur hríð,
nokkuð er uggvænt héðra:
Skæruhernaðar skúmmelt stríð
skemmtir honum í Neðra.
Rógs logar leiftra dátt,
leika þeir Sannleik grátt.
Von er nú allra veðra.
Kjördæmaráðin klofna á þvers
hjá kommum og öllum hinum:
Mangi kyrjar þar Kínavers
gegn klökkvandi Moskvu vinum.
Hátt synir Hannibals
hefja sinn klofningsvals
með titring í taug og sinum.
Á Kirkjubóli er sorg og sút,
sálmaskáld vort er slegið.
Sigurvin bolar seggnum út,
sárt er það fyrir greyið.
Upp hefst því eymdarmjálm,
yrkir hann passíusálm.
Hann fær ei framar hlegið.
Krónprins herlegur Hermannsson
í hásætið kýs að skríða,
álsamninganna ósk og von
af honum lýsir víða.
NATO er hobby hans
í stórvelda darra dans;
til þings mun hann rakkur ríða.
Á Suðurfjörðum er sorglegt stand,
sem íhaldið gervallt varðar:
Matthías flækti flokksins band
og felldi Þorvald vorn Garðar.
Sízt var þar mikils misst,
en mönnum hans fannst það trist
og stríðs eru bumbur barðar.
Mikið frekur er Matthías,
mæringur ísafjarðar,
miskunnarlaust eftir málaþras
mýgði hann Þorvald Garðar
En Sigurður sæti hélt,
þrátt fyrir gjamm og gelt
manna sem minnstu varðar.
Fress eru komin í bjarnar ból
býsn er nú þessi skratti:
Á Nesjum íhaldsins sígur sól,
ólík er hetta hatti.
Pétur Ben. leggst þar lágt,
liðið er vizkusmátt,
— minni telst Pétur en Matti.
Hjá krötum einum er logn og lægð
— lítilla sæva og sanda.
Emil stjórnar með ýtni og hægð
alvanur þessum fjanda.
Gylfi er harla háll,
hygginn og mjög sléttmáll ■
í samkvæmum allra handa.
Flokkarnir stefna ferðinni
fyrir ætternis stapa,
og víst hefur betra farið fé,
fáu í þeim að tapa.
Ennþá atkvæði veitum vort
víst — svona upp á sport.
— Foringjar falla og hrapa.
n-