Spegillinn - 01.03.1967, Síða 24

Spegillinn - 01.03.1967, Síða 24
Sigurblandan heitir Þannig hljóðar fyrirsögn í Þjóðviljanum, en nýlega er af- staðin langmerkasta keppni árs- ins, Kokkteilskeppni Barþjóna- klúbbsins. Keppendur voru 18 og keppni afar hörð, en úrslit urðu þau að sigurvegari varð vinur vor Sigurður í Glaumbæ, með kokkteilnum „Rómó“ — (hunangsgóður drykkur), annar varð góðkunningi vor Geir 24 S p e g i I I i n n Birgir í Átthagasalnum með blöndunni „Maó“ (á þessum kokkteil hafa Magnús Kjartans- son og aðrir Kínavinir mestu skömm). þriðji varð einkavinur vor Símon, með kokkteilinn „Stranger". Spegillinn kom því þannig fyrir, að hann fékk fulltrúa í dómara- og smakkaranefndina og sendi ritara af ritstjórnar- skrifstofunni, mestu stillingar- „Rómó' stúlku. En henni þóttu kokkteil- arnir svo Ijúffengir, að hún stakk út úr hverju íláti, sem að henni var rétt. Þegar hún hafði sungið nokkur bítlalög, öllum viðstöddum til hrellingar, logn- aðist hún út af og var borin út í fjórum skautum, og hefur ekki runnið af henni síðan. — En kokkteilarnir eru meistaraverk og munu bera hróður Islands víða.

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.