Spegillinn - 01.03.1967, Page 25

Spegillinn - 01.03.1967, Page 25
Afturhvnrf tónlistarmannu HÆG HEIMATÖKIN! „Ræktunarsambandið Smári ðskar eftir verkstæðisformanni á verkstæði sitt við Hólabraut í Reykjadal Suður-Þingeyjarsýslu. Þekking á viðgerðum landbún- aðar- og þungavinnuvéla æski- leg. Ibúð í einbýlishúsi. Til athugunar er fyrir fjöl- skyldumann að f um eins kíló- meters fjarlægð er Héraðsskól- inn að Laugum, Húsmæðraskól- inn að Laugum og Barnaskóli Reykdæla“. (Augl. í Mbl.) Já, mikil eru hlunnindin! En oss grunar, að röðin hafi átt að vera þannig, að hús- mæðraskólinn hafi átt að standa fyrst, og manninum ætlað að leita þangað, ef hann kynni að verða leiður á eiginkonunni. Og maður, sem hefur undir, bæði heilan kvennaskóla og eigin- konu, hlýtur líka bráðlega þurfa á barnaskóla að halda. — Aug- lýsingin er því skynsamleg. Oft hefur verið að því nunn- að, að meðal tónlistarmanna ríkti mesti skítamórall, a.m.k. hjá sumum. Þess er líka von, þar sem flestir þeirra neyðast til að spila á knæpum, þar sem alvöld eru fyllirí, kvennafar og klammarí. Slíkt er smitandi, jafnvel fyrir þá, sem styrkari eru í siðferðinu en músíkantar. — En nú ætlar þessi hópur greinilega að snúa frá villu síns vegar og taka upp nýtt og betra líf, því nú ætla þeir að flytja svokallaða Siðabótasinfóníu und- ii stjórn sjálfs söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, sem talizt get- ur a.m.k. hálf heilagur maður. S p e g i 11 i n n 25

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.