Spegillinn - 01.03.1968, Blaðsíða 3

Spegillinn - 01.03.1968, Blaðsíða 3
SPEGILLINN 3 SPEGILLIM Ritstjóri: Ási í Bæ. Aðstoðarr.: Jón Hjartarson. Útlitsteiknari: Ragnar Lár. Aðrir teiknarar: Birgir Bragason, Bjarni Jónsson, Haraldur Guð- bergsson og Þórdís Tryggvadóttir. (Heimasími ritstjóra: 19287). Útgefandi: Bóka- og blaðaútgáfa Spegilsins. Afgreiðsla: Baldursgötu 8, sími 20865. Box 594. Verð í lausasölu kr. 40. Áskrift kr. 350 á ári. Setning og prentun: Prentsmiðja Þjóðviljans. Prentun kápu: Offsetmyndir s/f. LEIÐARI Það hlýtur að vera mikil uppörvun fyrir stjórnendurna að verða vitni að með hvílíkri reisn þjóðin ber aðsteðjandi stundarörðugleika. Eftir samgöngutruflanir veturs og vors af völdum fannfergis og flóða, brunar þjóðin út á vegi sína í bílaleik Hádagsins og lætur sig ekki muna um að splæsa í það guð má vita hvað mörghundruð miljónum. Þegar útgerð, hraðfrystihús og allt það stand er á hvínandi kúpunni þá bætir þjóðin sér það upp með því að koma í Laugardals- höllina og fræðast um það hvernig á að reka útgerð og hraðfrystihús og splæsir þar 50 milj- ónum. Og þegar ísinn hefur legið við hleina fram á miðsumar, stór slægjulönd kalin og önn- ur graslaus vegna næturfrosta þá er í uppsiglingu Landbúnaðarsýning upp á 100 miljónir. Þetta köllum við elegans. Ennþá hefur ekki verið uppgefinn kostnaður við Nato-fundinn en við von- um að þar hafi risna og allur viðurgjörningur ekki verið skorinn við nögl. Aldrei hefur aumingjaskapur stjórnarandstöðun nar komið berlegar í Ijós en við forsetakjörið Fyrir kjördaginn þóttust þessir kónar hlutleysið sjálft, en létu sendla sína og minni spámenn um daglegan undirróður móti vissri persónu en þar sem Spegillinn er ekki sorpblað leiðir hann hjá sér þann sora sem virðist hafa fullnægt andlegum næringarskorti þjóðarinnar. En eftir kosningar ærast þessir sömu kónar af hrifningu eins og þeir hafi étið yfir sig af smjörlíki, nú er sigurinn þeirra. en tapið er auðvitað stjórnarinnar, haha, segja að ráðherrarnir hafi lagt sig alla fram og óverulegur minnihluti tekið mark á þeim. Og rugla þannig vísvitandi og á lúaleg- asta hátt saman persónulegri skoðun manns og kjósanda við ráðherra sem ráðherra. Og leggj- ast svo lágt að tala um að ráðherra hafi notað ráðherrabíl í smölun. Hvað er þá orðið okkar starf í áttahundruð sumur ef þessim mönnum sem vinna bakibrotnu að þióðarheill leyfist ekki átölulaust að nota þessar druslur í smásnatt fyrir vin? Fyrir nú utan að spyrja mætti hvað Framsókn hefur slitið mörgum opinberum hjólbörðum meðan hún hafði aðstöðu til, þá er það mikið atriði fyrir okkur sem vaxandi ferðamanna land að þjóðlífið sé dálítið skemmtilegt Hvort sem menn sigla eftir kompás eða múrskeið er ekki aðalatriði, ef siglt er rétt strik og það mun sannast þótt seinna verði að unga fólkið kann að meta siglingarhæfni formanns og háseta. RITSTJ. * I ! * I \ \ \ \ \ \ 0 i \ \ \ \ \ \ l íi

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.