Spegillinn - 01.03.1968, Blaðsíða 25
' SPEGILLINN
25
hjálms, sáum við til þeirra. Þau
voru í skógarrjóðri alllangtfrá veg-
inum og sáu ekki til okkar. Við
stönzuðum og löbbuðum í áttina
til þeirra. Þetta var eitthvað undar-
legt fannst mér strax, en þegar við
komum nær, rak okkur í rogastanz.
Þarna voru Valþóra og Mrs. Wilkie
og sex aðrar konur ásamt gædn-
um, öll ber, allsnakin, í höfrunga-
hlaupi. Stóri bíllinn var þarna í sel-
inu, hvernig sem hann var þangað
kominn, og afturí honum lágu tveir
fullorðnir hrútar í faðmlögum, en
klárhjón sátu við barinn og blönd-
uðu í gríð og erg. Hinir hestarnir
dönsuðu CANCAN kringum höfr-
ungahlauparana og blístruðu:
Vatn lézt, vísi, slitna,
víðkunnr, und skör þunnri,
dýr klufu flóð, þars fóruð,
flaust, í Danmörk austan.
Ég rankaði við mér í rúmi. Á
stokknum sat Begga og heklaði.
Hvar er ég, spurði ég og hún sagði
mér það: Á spítalanum. Þú hefur
verið með óráði í þrjá daga. Heila-
bólga, en nú ertu víst að ná þér,
segja þeir.
Hvar er Valþóra, spurði ég.
Begga sagði: Hún fór norður
Sprengisand ásamt amerísku
frúnni og fleirum: Kemur suður
seinna í vikunni. En hér eru tilskrif
hennar, sagði Begga og rétti mér
brotið blað:
Kæri Guðbjartur, ég er breytt
manneskja. Héreftir þýðir ekkert
að biðja mig að glugga í bókhald
eða bréfaskriftir. Ég vil vera frjáls
manneskja í frjálsu landi og heimta
bílinn útaffyrir mig. Ef þú vilt sjá
eitthvað af mér meir þá verður þú
að uppfylla eftirtalin skilyrði:
Byggja búngalóna í Bolabás.
Kaupa eyjuna við Majorka, og
ráða Kolsvart blaðamann í sendi-
ráðið. Hann verður fyrirmyndar
bötler, svona hámenntaður í bók—
menntum og listum. Meðan ég
man, Josep Wilkie flaug vestur í
gær og bað að heilsa.
Þín Valla.
Nú er úr vöndu að ráða, kæru
vinir. Ekki þar fyrir, að síðan
skatturinn lækkaði (fjórfalda bók-
haldið, hahaha) er óþarfi að gefa
í Vetrarhjálpina, enda sér Ásbjörn
fyrir því. Kosningasjóðurinn er
jafn fleytifullur og frambjóðandinn
sjálfur, Ásbjörn sá líka um það,
og kirkjuturninn opinbert kynferð-
ishneyksli. Það verða semsé engin
vandræði með eyjuna og kofann.
En fæ ég bókhaldara á skikkanleg-
um prís? Allt heimtar þetta kaup!
Og ef hún mamma verður bráðum
amma, þá veit ég hún drepur mig.
G. H. Galinn.