Spegillinn - 01.03.1968, Blaðsíða 28

Spegillinn - 01.03.1968, Blaðsíða 28
SPEGILLINN & SNI R\ VERDUR EMIL NÆSTI FRAMKVÆMDÁ- KÍNVERSKUR NJÓSNARI SÆKIR UM LANDVIST SEM PÓLITÍSKUR FLÓTTAMAÐUR!!! HYGGST LEGGJA STUND Á GAGNNJÓSNIR, SPEGILLINN ER EINA BLAÐIÐ SEM KÍN- VERJINN VILDI RÆÐA VIÐ - ÞJÓÐVILJINN KOM EKKI TIL GREINA NÉ ÖNNUR BLÖÐ. Hann sat úti í horni þar sem skugga bar á enda var maðurinn vægast sagt skuggalegur og leyndi sér ekki að þetta var mon- góli. En því fjarættaðri sem túrist- inn er því forvitnari er landinn. Ég settist í námunda við manninn. Við þögðum báðir þar til á þriðja glasi. Þá gat ég ekki stillt mig lengur og sagði: Há dú jú dú læk Æsland? Hann kinkaði kolli. Ekki er hann skrafhreifinn hugsaði ég. En smátt og smátt liðkaðist í milli okkar og þegar honum varð Ijóst að ég var á snöpum eftir efni í Spegilinn varð hann allur annar maður. Ekki Seið á löngu þar til orðræðan barst að Natófundinum sem þá var ný- lafstaðinn með miklum sóma fyrir okkur. Það á náttúrlega að vera leynd- armál, en þar sem Spegillinn á i hlut, sagði hann, þá get ég sagt það blátt áfram (og talaði að vísu lægra): Ég er kínverskur spæjari og njósnaði um fundinn. Og hvern fjandann var hægt að njósna um hann, þar sem allt var fyrir opnum tjöldum spurði ég. Samkvæmt eftirgrennslunarlög- málinu hefðir þú fyrst átt að spyrja um hvernig mér hefði tekizt að njósna um svo harðlæstan fund og vel skipuiagðan af ykkar ágætu Almannavörnum, Nú og hvernig þá? Þú veizt að Jakob Ben er mikill Kínverjavinur. Heldur þú að það hafi verið út í hött að hann lét inn- sigla vistarverur Orðabókarinnar. Ó nei vinur, það var planlagt í Peking á samri stund og ákveðið var að halda fundinn hér í Reykja- vík. Og þarna bakvið innsiglið dvaldist ég allan fundartímann. Hvað hlustunarhæfni tækja okkar viðkemur hefði ég eins getað leigt mér herbergi á Garði, en njósnar- starf án hættu og spennings er jú ekkert njósnarstarf. Jæja og hvers varstu svo vísari? Einskis — annars en þess sem við vissum fyrir. Á yfirborðinu snerist þessi fundur um innra skipulag Natós og menningarsókn, en í raun og veru snerist hann um það hvernig ætti að blekkja al- menning bandalagslandanna — það sem allt snýst um er hvernig hægt sé að ná upp full- komnara samstarfi við rússnesku uppgjafarsinnana til þess að efla samsærið gegn Kína. En fólkið má ekki vita þetta af því það elsk- ar Maó. Þegar Bjarni ykkar, þetta þokkafulla góðmenni, lét svo um- mælt í setningarræðu sinni að menn skyldu varlega treysta frið- arhjali Rússa þá skein dollaraglott- ið af ásjónu Rösks. Og samt gátu sumir fulltrúanna ekki á sér setið og sögðu að bætt samstarf við Austurevrópu væri lífsnauðsyn og það er rétt. Nú, það var engin til- viljun að fundur sem í raun fjallaði um kínverska vandamálið var haldinn hér, þið eigið ekki einungis á að skipa miklum Kínafræðingum eins og Ólafi trúboða, Jóhanni trú- boða, og Andréssyni rússadindli, heldur hefur Emil sökkt sér á kaf , í þetta verkefni eins og raunar önnur þýðingarmikil alþjóðamál og má raunar segja að hann sé orð- inn heimsþekktur maður fyrir ræð- ur sínar hjá S.Þ. Og þér að segja (og nú talaði Pó Ling Ló mjúkt sem austurlenzkur andblær), mikið

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.