Spegillinn - 01.03.1968, Blaðsíða 17

Spegillinn - 01.03.1968, Blaðsíða 17
r SPEGILLINN 17 Okkur hafa borizt nokkur bréf frá lesendum, góð eða vond eft- ir ástæðum, en hvort sem er gleður það okkur stórlega og færir heim sanninn um það, að fólkið í landinu hefur áhuga fyrir Speglinum, dauðum eða lifandi. Því miður treystum við okkur ekki til að birta öll þessi bréf, (enda hafa fæstir bréfritarar til þess ætlazt), en leyfum okkur þess í stað að birta athyglisverð- ar glefsur úr nokkrum þeirra. Hinsvegar má þess geta í leið- inni að Spegillinn vonast eftir að heyra frá sem flestum lesendum og ekki slær hann hendinni á móti aðsendu, birtingarhæfu efni. En hér koma bréfaglefsurn- ar: Spegillinn Pósthólf 594 Rvík. — Vinsamlegast strikið mig út af áskrifendaskrá Spegilsins. Jón Bergsson. Herra ritstjóri! Ég hef nú verið áskrifandi Spegilsins frá upphafi og hef hugsað mér að verða það, svo lengi sem báðir lifa, en meðal annarra orða: Hvernig verður á- skriftargjöldunum hagað þegar ekki eru komin út nema tvö blöð á þessu ári? SVAR: Eins og getið hefur verið um, munu núverandi útgef- endur Spegilsins ekki miða ár- gang við áramót, og munu því á- skrifendur væntanlega fá venju- legan árgang fyrir árgjaldið. .... og læt ég einn brandara með í restina. „Hver er munurinn á látlausri konu og lauslátri konu? Tr. Pétursson. j .... mér fannst stjörnuspáin bezta efnið í síðasta blaði og í tilefni af henni orti ég eftirfar- andi vísu. (Þið ráðið hvort þið birtið hana eða ekki): Vísan er að sjálfsögðu samin undir lag- inu ,,Gefi nú góðan byr", eftir ritstjórann, Ása í Bæ: Forvitnilegt er að fá að vita hvort fái ég lánið nú í haust. Hvort angri mig skalli eða skita hvort skálmi ég bráðum í Naust. Svörin við þessu sæt og fín í stjörnuspá færðu elskan mín! þú leggur þig útaf með legilinn og lítur í Spegilinn. j Skarfur: Það get ég sagt þér. Hann var alltaf að fá lánað hjá mér. Hreppstj. Gekk of langt, áttu við? Skarfur: Lána, lána, lána. Frá sól- arupprás til -niðurgangs. Hreppstj.: Hver þremillinn! Skarfur: Hann fékk lánaða rakvél- ina mína. Hann fékk lánaðan tannburstann minn. Hann fékk lánuð sparifötin mín. Hann fékk meira að segja lánaða kærust- una mína. Hreppstj.: Og sagðir þú ekkert við því? Skarfur: Ég hélt aftur af mér þar til að morgni þess dags er þau ætluðu að gifta sig. Hreppstj.: Og hvað kom til að fauk í þig þá? Skarfur: Áður en ég fór að sofa um kvöldið stakk ég tönnunum mínum að venju ofan í vatns- glasið við rúmið mitt. Næsta morgun vaknaði ég við einhvern hávaða. Það var verið að ræsa bílgarminn minn fyrir framan gistihúsið. Hreppstj.: Nújá? Skarftur: Ég hleyp niður. Þarna voru þau skötuhjúin að stinga af til að láta splæsa sig saman í bílnum mínum. Ég sagði við Heiðbjart: ,,Nei, heyrðu nú, góði". Hann hló. Og þá, Hreppi, sá ég rautt. Hreppstj.: Hversvegna? Skarfur: Hreppi, mér var skítsama þótt hann væri að stinga af í mínum bíl í mínur,. fötum til þess að kvænast minni kærustu. En, Hreppi, þegar hann hló framan í mig með mínum eigin tönnum, skaut ég hann. Hreppstj.: Ég skil. Skarfur: Þú getur ekki sagt að ég sé sekur, Hreppi. Hreppstj.: Eiginlega hafði Heið- bjartur sankað svo miklu að sér sem tilheyrði þér, að það má segja að þú hafir bara framið sjálfsmorð. Ég dæmi þetta rétt- lætanlegt manndráp, og þú ert frjáls ferða þinna, Skarfur minn. Skarfur: Þakka þér fyrir, Hreppi minn. (Hamarshögg). Hreppstj.: Rétti slitið.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.