Spegillinn - 01.03.1968, Blaðsíða 32

Spegillinn - 01.03.1968, Blaðsíða 32
SPEGILLINN 32 KONRÁÐ HEITINN Á SKAGA NÍRÆÐUR - AFMÆLISKVEÐJA Konráð heitinn á Skaga er ní- raeður í dag. Þessi frétt mun koma flestum á óvart er hafa séð hann, hvar hann hefur farið léttur í spori og kvikur í hreyfingum um dag- pna. Hygg ég fáir muni trúa því að þar gangi gamall maður sem hann fer, þótt hann hafði orðið að liggja rúmfastur síðasta hálft annað árið vegna illkynjaðs heilablóðfalls. Konráð var fæddur á Skaga sunnudaginn í fimmtu viku sum- ars nokkrum árum eftir þjóðhátíð- ina miklu. Hann var sonur Ófeigs bónda þar og hreppstjóra Jónsson- ar bónda Óféigssonar dbrm. Jóns- .sonar á Skaga Árnasonar, og fjórðu konu hans Helgu Pálsdóttur prests á Mýrum Bjarnasonar hins lærða Pálssonar læknis Jónasson- ar Var kona séra Páls Þórdís Árnadóttir prófasts á Haugi í Þing- um Helgasonar landritara Jónsson- ar. Eru þetta allt landskunnar ættir sem óþarft er að rekja. Konráð var næstyngstur 23 systkina er nú eru öll látin. Hann ólst upp í systkinahópnum og þótti snemma hinn efnilegasti ungling- ur, sem hann átti kyn til. Vandist hann í æsku öllum venjulegum verkum, t.d. sat hann yfir ám frá 7 ára aldri, lærði 9 ára að mjólka og 11 ára hóf hann að slá með orfi í úthaga og 13 ára ók hann hjálp- arlaust mykju á völlinn og sama ár lærði hann að róa bát. Ekki naut hann meiri skólagöngu í æsku, en venja var á þeim tíma, Má um það segja sem oft er sagt, að íslands óhamingju verður flest að vopni, eins og skáldið okkár segir einhversstaðar. Því vel hefði Konráð orðið þarfur þjóð sinni, hefði honum hlotnazt sæti með lærðum mönnum, svo vel sem hann var gefinn til munns og handa. Hefði honum farið vel að verða embættismaður, t.d. sýslu- maður eða prestur, og mun það tjón seint bætt að honum skyldi ekki auðnast að verða eitthvað. Eins og að líkum lætur voru Konráði falin mörg trúnaðarstörf fyrir sveit sína og hérað. Átti hann sæti í hreppsnefnd i fjóra áratugi og þar af tvo sem oddviti. Var mjög til þess tekið hve vel hann hélt á peningum hreppsins, og hv® samvizkusamur hann var gagnfsrt sveit sinni þegar ráðstafa þurfti sveitarómögum, en hann þótti lag- inn að koma niður meðlögum. Auk þess var Konráð skikkaður í fóður- bætisnefnd, fjallskilanefnd, hallær- isnefnd og formaður var hann lengi í búnaðarfélaginu og útgerðar- mannafélagi héraðsins, og á sama tíma var hann einnig formaður í verkalýðsfélagi hreppsins. Sést af þessu að Konráði hefur hlotnazt tiltrú margra um dagana. Auk þess að vera hreppstjóri, sat Konráð tvö kjörtímabil á Al- þingi, Þar hafði hann sig lítið í frammi, enda hlédrægur að eðlis- fari, og flíkar lítt hæfileikum sin- um, en iafnan þótti hann sjálfstæð- ur i skoðunum og þéttur fyrir ef á hann var leitað. Konráð vakti strax athygli á sér á þingi fyrir að standa fast gegn hverskonar styrkjaves- eni og ölmusubeiðnum. Var hann íengi formaður fjárveitinganefndar meðan hans naut við á þingi. Konráð kvæntist í fyrsta sinn árið 1909 Þóru Jóhannsd. frá Túni Helgas. bónda í Höfn, Jónssonar. Hófu þau sama ár búskap á hálf- um Skaga á móti Sigurði bróður Konráðs, en er Sigurður lézt með óvæntum hætti tveim árum síðar, keyptu þau Konráð alla jörðiná. Frú Þóra lézt árið 1925 frá 13 börn- um er upp komust öll nema tvö. a

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.