Spegillinn - 01.03.1968, Blaðsíða 11
SPEGILLINN
11
Loksins tók að lifna við
laut og hóll og bali,
þjóð af kindum þáði svið,
þaut í holti smali.
IVormenn íslands stigu á stokk
og stungu saman nefjum,
hross af kæti hlupu á brokk,
hrökk þá flest úr skefjum.
Lýðnum tókst að losna við
ljóta, danska helsið,
þjóðin enga þoldi bið,
þaut í holti frelsið.
Táp og fjör og frískir menn
fjötruðust tryggðaböndum,
langir og stuttir landsmenn senn
læstu saman höndum.
Menntagyðjan bar á borð
bæði frónskt og útlent,
þjóðin lærði þjóðlegt orð,
þaut 1 holti stúdent,
og þá sagði maður við mann:
„Margt ég forðum hnaut um,
ó, þá náð að eiga þann
einkavin í þrautum.“
Upp reis hæstur háskóli,
herti menntir stórar.
Þutu um holt á hnjáskjóli
hundrað prófessórar.
Svo var loks á síðkveldi
síðust kveðin ríman,
lýðurinn stofnaði lýðveldi
löngu fyrir tímann.
Nú er allt í unaðsdúr
undir sól að skoða,
bráðnar áll og brennur gúr
bjart í sólarroða,
laufin grænu litka börð,
leikur hjörð í haga,
fögur er vor fósturjörð
flesta sumardaga.
Bégé.