Spegillinn - 01.03.1968, Blaðsíða 15
SPEGILLINN
15
Barki: Vér erum fáanlegir til að
greiða bætur fyrir eitt slys. Á-
kærandi leggur fram kröfu um
bætur fyrir fimm slys.
Hreppstj.: Þetta mál verður að
skoða ofan í merginn. Hrollaug-
ur Hróðmarsson!
Hroll.: Hér er ég, hreppi minn.
Hreppstj.: Ætlar þú að bera hönd
fyrir höfuð þér í þessu máli?
Hroll.: Ég get ekki einu sinni borið
puta fyrir höfuð mér. Ég er með
alla skanka í gipsi.
Hreppstj.: Þú segist hafa lent í
fimm slysum, Hrollj.
HrollL: Hárrétt/ Hreppi. Og núna
segir tryggingarfélagið mér bara
að éta það sem úti frýs,
Barki: (utan úr sal) Helmingur
jarðarbúa sveltur meðan hinir
tveir þriðju hlutar forsrná það
sem þeim er boðið. Vantrygging
h.f. heldur því fram að kærandi
hafi aðeins orðið fyrir einu slysi
og býðst til að greiða bætur af
því.
Hrolll.: Þau voru fimm! Ég ætti að
vita það bezt sjálfur.
(Hamarshögg)
Hreppstj.: Þögn í réttarsalnum!
Jæja, hvað skeði, Hrolli minn?
Hrolll.: Sko sjáðu til. Hreppi. Ég
var handlangari hjá múrurum,
þegar verið var að byggja ung-
mennafélagshúsið. Einn daginn
segir múrarameistarinn við mig:
„Hrolli, það er fata full af af-
gangssteypu uppi á þaki. Hal-
aðu hana niður, væni."
Hreppstj.: Og þú gerðir það?
. Hrolll.: O, jú, jú. Ég fer upp á þak,
festi fötuna við kaðal, sem ég
svo bregð yfir talíuna. Síðan fer
ég niður aftur og ætla að láta
hana síga gætilega niður. Og
þá, hreppi, byrjaði slysunum að
rigna yfir mig.
Hreppstj.: Taktu eitt fyrir í einu.
Hrolll.: Jæja, ég tek í spottann og
kippi í. Fatan var þyngri en ég
og — sipp — ég flýg upp.
Hreppstj.: Alla leið upp á þak?
Hroill.: Ekki beint. Fyrst mæti ég
fötunni á leiðinni niður. Hún
braut á mér handlegginn. Slys
nr. ekt, Hreppi.
Hreppstj.: Já.
HrollL: Ég þýt áfram upp, skell i
talíuna og brýt á mér viðbeinið.
Slys nr. tvö.
Hreppstj.: Ojá.
HrollL: Fatan skellur í jörðina,
steypan hellist úr henni. Við það
verð ég þyngri og fell niður.
Hreppstj.: O. Sei, sei.
Hrolll.: KLONK. Á miðri leið mæti
ég fötunni á uppleið. Hún brák-
ar á mér lærlegginn.
Hreppstj.: Slys nr. 3.
Hrolll.: Ég dett tii jarðar og
mjaðmabrýt mig.;
Hreppstj.: Slys nr. fjögur.
Hroill.: Ég sleppi reipinu. KLANG.
Fatan dettur niður og lendir á
hausnum á mér. Hauskúpan
springur. Þetta gera fimm slys,
Hreppi. ; • •
Hreppstj.: Jamm og já. Það má
lengi um það deila. Þegar þú
segir hægt frá færðurút fimm
slys, en ef maður ryður þeim út
úr sér hópast þau saman í eitt.
Hrolll.: Þau voru fimm, Hreppi.
SIPP! — ég þýt upp. KLÚNK!
Mæti fötunni. BONG! I talíuna.
KLONK! Fatan aftur. BOMM! Á
jörðina. KLANK! Fatan aftur.
Þetta gera .... ó, ó, hjartað .. .
(grípur um hjartað og dettur).
Hreppstj.: Hrolli, Hrolli.
Ritari: Hann er látinn hreppstjóri.
Hreppstj.: Slys nr. sex.
Barki: Hver er dómur yðar, hr.
hreppstjóri?
Hreppstj.: Kemur mér ekki við.
Kærandi hefur áfrýjað málinu til
æðri dómstóls. (hamarshögg).
Hreppstj.: Næsta mál.
Ritari: Ákæruvaldið gegn Skarfi
Skúmssyni. Ákærði er sakaður
um morð. (Kliður í réttarsalnum.
Hamarshögg).
Hreppstj.: Þögn í réttarsalnum!
Leiðið fram Skarf Skúmsson!
Skarfur: Kem eins og kallaður,
hreppstjóri!
Hreppstj.: I ákærunni stendur að
þú hafir skotið með köldu blóði
Heiðbjart Eðalbjartsson. Sekur
eða saklaus, Skarfur minn?
Skarfur: Ég vil sem minnst um það
segja, hreppstjóri Það gæti haft
áhrif á réttarhöldin.
Hreppstj.: Svona, svona. Þetta er
óskup sanngjörn spuming,
Skarfur. Sekur eða saklaus?
Skarfur: Ég segi bara það, að EF,
ég væri sekur, þá hafði ég næga
ástæðu til.
Hreppstj.: Þú um það. Við skulum
fá það út úr þér fyrr eða síðar.
Þú mátt víkja. (Hamarshögg).
Hreppstj.: Fyrsta vitni! Eggert í
Smáratungu!
Eggert: Hér er ég!
Hreppstj.: Hvað getur þú sagt okk-
ur um þetta mál, Eggert?
E-ggert: Hrein og klár afþrýðisemi.
Þetta skáld stal kærustunni frá
Skarfi. Þessyegná'ékáut Skarfur
hann.
Skarfur: (utan úr sal) Hafi ég gert
það hafði ég nóga ástæðu til.
(Hamarshögg).
Hreppstj.: Hljóð í réttarsalnum!
Haltu áfram, Eggert.-
Eggert: Nú, ég á gistihús hér í
þorpinu.
Hreppstj.: Hótel eða einhverja
svínastíu?
Eggert: Nú ég gef fólki að éta og
sný við lökunum þeirra einu
: sinni í viku. Ferðamannahópar
fá m.a.s. kartöflumar gínar
skrældar. -
Hreppstj.: Haltu áfram.
ggert: Nú einn morguninn var ég
að hengja rottur í búrinu hjá
mér. Þá sá ég hinn sálaða
smeygja sér inn.
Hreppstj.: i leit að húsaskjóli?
Eggert: Jú. Hann vantaði herbergi,
Nú, ég lít á manninn og sé strax,
að hann er skáld.
Hreppstj.: Skáld? Og hvernig
sástu það, Eggert?
Eggert: Nú, á múnderingunni,
hreppstjóri. Hann var í gulum
flónelsjakka, með eldrautt bindi
og í grænu vesti. Hann var í
molskinnsbuxum og i flókaskóm
með hár niður á herðar, bar allar
syndir og þjáningar mannkyns-
ins á þakinu og Ljóð ungra
skálda undir hendinni.
Hreppstj.: Nú, já. Hann biður um
herbergi, ekki satt?
Eggert: Ekki strax Hann stendur
þarna dreymandi á svipinn og
0-