Spegillinn - 01.03.1968, Blaðsíða 24

Spegillinn - 01.03.1968, Blaðsíða 24
24 SPEGILLINN Sendibréf til séra Gvends Kæru vinir! Ég er búinn að vera í hjónabandi í þrettán ár, og allan þann tíma hafði ég ekki yfir neinu að kvarta. Auðvitað voru ýms smátrobbúl uppi á teningnum annað slagið, eins og gerist og gengur í öllum opinberum stofnunum. Valþóra er skapmikil kona, eins og hún á kyn til, og hún lætur sér ekki lynda nema það sem er fyrsta flokks og sólíd, og þar er ég líka með á nót- onum. Bisnessinn hefur alltaf gengið vel, og það á ég Valþóru að þakka ekki síður en sjálfum mér, því hún er svo klár í tungu- málum og öllu svoleiðis, og svo kann hún tvöfaldabókhaldið og þrefaldabókhaldið, og þið skuluð ekki halda að fjórfaldabókhaldið, sem er orðið svo nauðsynlegt síð- an eftirlitið fékk radarinn, hafi staðið í henni. O nei, ekki aldeilis. Og ekki voru krakkarnir til að trufla, því við ákváðum þegar í upphafi, áður en við settum upp hringana, já strengdum þess heit: Verzlunin fyrst, veraldlegir hlutir seinna! En svo breyttist þetta allt í einu og án nokkurs aðdraganda. Við áttum alltaf tvo bíla, annan venju- legan amerískan 8 gata, hinn ein- hverja smádruslu til snúninga. Val- þóra var ekkert gefin fyrir að aka sjálf, þó hún hefði prófið frá í gamla daga, svo ég sá venjulega um þann stóra, en Begga vinnu- kona snerist á druslunni þegar með þurfti Þær eru ótal sælu- stundirnar sem við áttum í stóra bílnum, sem bæði hafði bar og búr og uppbúið rúm, sem er svo þægi- legt begar erfitt er í laxinum Þar"'’ oot moftur nrinið í kaoal eða litið í blöðin og látið hugann reika yfir skrifum Kakala og Reykjavíkurbréfinu. Valþóra fletti þá kannski eitthvað í fjórfalda bók- haldinu og dreypti á sjerrí, en ég hafði viskí. Stundum fékk maður sér bara smádúr. Svo renndum við kannski einu sinni rétt fyrir kvöld- ið, og brenndum síðan niður I bú- stað I matinn til Beggu. Eftir slíka daga sofnuðum við sæl einsog saklausir englar, því aldrei fór neitt óhreint á milli okkar, sízt á þessum heilaga stað úti I guðs- grænni náttúrunni. Svo var það, að Wilkiehjónin (J. Wilkie & Bros.) komu hingað upp I fyrrasumar. Joe er minn aðal- partner í Christmas in & out, og við þurftum að fara I gegnum marga pappíra og halda fundi með ís- lenzku hluthöfunum, bankastjóran- um, ráðherranum og Guðjóni i Al- þýðufiskhöllinni. Eins og á stóð var auðvitað dálítið erfitt fyrir mig að sjá af Valþóru, en það var ekki viðeigandi annað en hún hefði of- an af fyrir Mrs. Wilkie á meðan. Mrs. Wj|kie hafði auðvitað heyrt um íslenzka hestinn og var alveg viðþolslaus að fá Jife between our legs" eins og hún orðaði það, svo það var ekki annað að gera en að Valþóra skryppi með henni austur að Laugarvatni. Eitthvað var nú Joe hugsandi yfir þessu, en ég minnti hann á að þetta væru nú bara hálfgerðir ,,ponies", rólyndir og vel tamdir, svo hann sagði ,,fine". Ég vildi auðvitað láta ein- hvern strákinn á skrifstofunni sjá um bílinn fyrir þær, tildæmis Finn gjaldkera, minn elzta og bezta starfsmann. En Mrs. Wilkie sagð- ist hafa svo gaman af að keyra á svona „dirtroads" eins og við hefðum hér, svo þær fóru bara tvær á þeim stóra. Þær ætluðu ekki að vera nema þrjá daga og gista í bústaðnum hans Vilhjálms, tengdaföður míns. Á fjórða degi hringdi Valþóra og sagði að það væri svo yndislegt þarna austur frá og gædinn þeirra, Kolsvartur blaðamaður, væri hreint náttúruundur í reiðkennsl- unni, þaraðauki hámenntaður í bókmenntum og listum, þær hefðu ákveðið að vera þrjáfjóra daga enn. Við áttum eftir að fara gegnum ýmsa pappíra og halda nokkra fundi með íslenzku hluthöfunum og þaraðauki var Guðjón í Al- þýðufiskhöllinni sífellt að þrefa um hærri gjaldeyrisprósentur, vegna blaðsins sagði hann, einsog upplýsingamiðstöðin sæi ekki um það, svo það var meira en nóg að gera. Samt ákváðum við að fljúga austur um helgina og líta á ,,the girls". Við lentum hjá Geysi rétt upp úr hádeginu á laugardag, í ein- muna blíðu og fjallasýn og það væri „thrilling" sagði Joe, að fara niðrúr á hestum. En til þess var enginn tími. Gædinn hafði farið frá Geysi með stóran reiðflokk snemma um morguninn, og ef við færum á jeppanum, sem stóð til boða, myndum við ná þeim á án- ingarstað, miðja vegu til Laugar- vatns. Um kvöldið þurftum við að komast til Reykjavíkur, á nætur- fund með ráðherranum, sem ætl- aði á tónskáldamót í Túrkmenistan morguninn eftir Það stóð heima, að miðjavegu, skammt fyrir ofan bústað Vii-

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.