Spegillinn - 01.03.1968, Blaðsíða 26
26
SPEGILLINN
"STILLTU ÞI6 NÚ
Ég hefi látið tilleiðast eftir föð-
uriegar fortölur vina minna í rit-
stjórn Spegilsins, að rita um skeið
og brokk og stökk m.a. í föstum
búnaðarþætti í blaðinu.
Mér er það fullljóst ekki síður
en öðrum, að mér er mikill vandi
á höndum að skrifa svo um bún-
aðarmál, að eftirtekt veki utan
vors þrönga hóps ráðunauta. Því
hefi ég ákveðið að forðast allt dag-
legt pex um sauðfjárkynbætur og
kal í túnum, en snúa máli mínu að
hinum æðri vandamálum stéttar-
innar, þeim, sem úrslitum ráða um
sálarheill og andlega velferð
bænda.
I þessu tilliti kemurtil dæmis an
uppá vandamálið með ráðskonur,
sem víða verður að notast við i
stað eiginkvenna. Nú hefur það
verið svo um skeið, að bændur
hafa verið tilneyddir að taka þær
ráðskonur sem til buðust hvert
sinn, vegna mikillar eftirspurnar,
en takmarkaðs framboðs.
Þessa dagana er hinsvegar orð-
ið Ijóst hverjum manni með óbrjál-
aða dómgreind, að síldin og þorsk-
urinn og Bjarni hafa séð svo um,
að allt útlit er fyrir yfirframboð á
fyrrnefndu amboði. Kemur því
mjög til kasta bænda, að vanda
val sitt og velja rétt.
Fyrst skal þá bændum ráðlagt,
að halda sig frá lambakjötinu, þ.e.
kornungum ráðskonum á aldrinum
milli tektar og tvítugs. Þar getur
verið um að ræða þau uppáfall-
andi vandamál, sem örðugt verður
úr að greiða, nema með viðeigandi
hætti, þ.e.: ákvörðun kynferðis.
Enginn bóndi, ungur né gamall,
snauður né ríkur, vill sitja uppi
með ráðskonu, þar sem hinn
minnsti vafi getur leikið á um jafn-
mikilvægt atriði.
Gerum nú ráð fyrir að bóndi hafi
alláraða og sjóaða ráðskonu í
sigti. Hann getur þá gengið að
tvennu vísu: Hún er líkleg til fram-
tíðarábúðar vegna áranna og
reynslunnar í lífsins ólgusjó og
hún hefur að öllum líkindum eitt
eða tvö börn í trússi.
Fyrra atriðið ætti hann ekki að
setja fyrir sig, nema um sé að
ræða svo svæsið dæmi, eins og
ég hef eftir sannorðum manni og
segir frá kvenkokki, sem var rek-
inn í land af togara fyrir Ijótt orð-
bragð!
Síðara atriðið er bæði smekks
og hagsýnisatriði, annaðhvort eða
hvorttveggja allt eftir aðstæðum í
hverju tilfelli og verða menn að
leggja á það sjálfstætt mat hverju
sinni. Þó er gott að hafa hliðsjón
af framtíðinni. 5—6 ára krakki
kemst 5—6 árum fyrr í gagnið við
bústörfin, en þau afkvæmi, sem
bóndinn og ráðskona hugsanlega
gerðu með sér félag um.
Útlitið ættu bændur ekki að
gera sér títt um. Það getur verið
gott eða vont, bæði í eiginlegri og
óeiginlegri merkingu. Verum þess
minnugir bændur góðir, að það er
hið innra útlit, ef svo mætti að orði
komast, sem ævinlega ræður úr-
slitum fyrr eða síðar og þó seinna
verði.
Eftir að bóndi hefur siglt fram-
hjá þeim skerjum, sem ég hefi
steytt hér lítillega á, er fátt, sem
ég get ráðlagt honum í viðbót. Ég
á engar formúlur um eðli manns og
náttúru og úr þessu verður að ráð-
ast hvernig fer.
En fáein orð um umgengni: Þó
að maður segi „Svei þér Snati“
við hundinn sinn og meini það bara
vel, er óviðeigandi að nota ,,Svei
þér Sína“ við ráðskonuna. Enginn
getur garantérað að hún kunni að
meta svoleiðis kurteisi.
Hinsvegar er góð regla að skilja
ráðskonuna ekki útundan þegar
gaukað er sykurmola að klárnum.
En við skulum umfram allt forðast
dæmi bóndans fyrir austan, sem
strauk ráðskonu sinni um huppinn
á hverju kvöldi og sagði blíðlega:
„Stilltu þig nú kusa mín!“ Ráðs-
konan drap kúna í einu afbrýðis-
kastinu. Það er ekki búmennska;
að gefa hið minnsta tilefni til slíks.
Ég vona að lokum þessa fyrsta
þáttar, að mér hafi tekizt að sigla
svo milli skers og báru í þeim
efnum, sem Spegillinn hugsanlega
leitaði ráða um hjá Aðalbjörgu, að
til þess þurfi ekki að koma.
Aðeins ein lokaáminning til
bænda. Sé ráðskonan vanstillt, ó-
eirin og með innibyrgðan kláða og
verði undirlögð af þessu allt í einu
og upp úr þurru:
Dragið þá umfram allt ekki að
sækja ráðunaut.
Brúsi bóndi.