Spegillinn - 01.03.1968, Blaðsíða 14

Spegillinn - 01.03.1968, Blaðsíða 14
14 SPEGILLINN RETTARFAR TIL SVEITA :> oef-s:ri mu vuq:ir.: Ritari: Þögn i réttarsalnum. Rísið gr sætum og hrækið ekki rétt á meðan hreppstjórinn gengur til sætis. (Kliður). Allir: Halló, Hreppi. Hreppstj.: Halló, þið þarna. (Slær fundarhamrinum). Hreppstj.: Þögn í réttinum. Hljóð, þið þarna á aftasta bekk. Fyrsta- mál. Ritari: Björn Brjánsson. Mjólkur- bílstjóri. Of hraður akstur. Hreppstj.: Bjössi á mjólkurbílnum, ha? Hvað kemur til, að þér ligg- ur svona á, væni? Björn: Hraðinn er fyrir öllu, Tíminn er peningar. Því fyrr, því betra. Hreppstj.: Það er svo að heyra, að þú sért tímabundinn? Björn: Já, illu er bezt aflokið. Eng- inn veit sína æfina, fyrr en í aus- una er komin. Hreppstj.: Allt í lagi. Hespum þessu þá af. Kæra? Björn: Of hraður akstur. .e Hreppstj.: Hve hratt? Björn: 90. Hreppstj.: Þú játar brotið? Björn: Já. Hreppstj.: 10 dagar. Björn: Kýs sekt. Hreppstj.: 1000 kall? Björn: Of mikið. Hreppstj.: 600? Björn: Lagó. Veskú. Hreppstj.: Kvittun? Björn: Takk. Hreppstj. Ekkert. Björn. Vertu .... Hreppstj.: .... sæií. (Hamarshögg). Hreppstj.1: Næsta mál. Ritari: Hrollaugur Hróðmarsson gegn vátryggingafélaginu Van- trygging h.f. Barki: (utan úr sal). Ég krefst þess, að málið verði látið niður falla, hr. hreppstjóri. .Hreppstj.: Eruð þér einhver lög- fræðisprauta manni minn? Barki: Ég heiti Barki Berkils, hæstaréttarlögmaður að tign og starfa hjá Vantryggingu h.f. Hreppstj.: Hæstaréttarlögmaður? Eruð þér kannski lögfræðilegur ráðgjafi fyrirtækisins? Barki: Nei. Ég ber vanalega þ(- kynningar um væntanlega víxla- gjalddaga í hús. Stéttin er svo yfirfull, að ég prisa mig sælan fyrir að hafa þó þetta. Hreppstj.: En núna eruð þér eitt- hvað að væla um .... Barki: Ég var á leið austur í sum- arfríið mitt og Vantrygging bað mig um að líta hér við í leiðinni og gæta hagsmuna þeirra í skaðabótamáli því, er hr. Hroll- taugur Hróðmarsson á í gegn fé- laginu og gæta hagsmuna þeirra. Hreppstj.: Nú, hversvegna borgar ekki Vantrygging vátrygginguna?

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.