Spegillinn - 01.03.1968, Blaðsíða 8

Spegillinn - 01.03.1968, Blaðsíða 8
8 SPrGILLINN KÚLAN FRÁ FRÚ D8XON GJÖR- BREYTTI SPÁSAGNARGÁFU JÓNS KRUKKS jr. Ég Jón Krukkur, arkomandi gamla Jóns Krukks þess er einna mest og bezt hefur spáð um örlög þjóðarinnar, leyfi mér að láta Ijós mitt skína í þeirri von að samland- ar mínir taki nótis af orðum mín- um. Það er rétt að ég hef ekki gert mikið að því að góna inn í fram- tíðina að undanförnu, bæði af því að ég hef ekki ráðið yfir góðum spásagnartækjum og eins hinu að stjórnarfarið hefur ekki gefið til- efni til óska um breytingar. En nú er hætta framundan. Ég get sagt það strax að ég sá fyrir úrslit for- setakosninganna ekki síður en sumir ónefndir og ég aðvaraði Gunnarsliða en þeir bara hlógu að mér og töldu mig klaufskan áróð- urnmann fyrir Eldjárnið, enda eru vesturbæingar svo sjálfbirgings- legir að þeir taka ekki mark á neinu sem ekki kreistist út af þeirra eigin heilastöppum. En það sem ég sá ekki fyrir voru afleiðingar kosninganna. Ég hafði ógóð tæki eins og fyrr segir, ann- aðhvort venjulegar netakúlur ellegar þrjár séneverflöskur bundnar saman með hvítri kattar- rófu. Eftir úrslitin greip mig und- arlegur beigur svo ég skrifaði frú Dixon þeirri sem spáir fyrir Mogg- ann og bað hana að útvega mér austurlenzka kristalskúlu af sömu sort og hún notar sjálf, merkiskon- an. Hún brást vel við og fyrir nokkrum dögum barst mér kúlan, og þvílíkt verkfæri, það má heita að framtíðin blasi við mér eins og sjónvarpsleikrit. Jú hann hefur á réttu að standa hann Kobbi síldar- spámaður, hún færist nær landi þegar líður á sumar blessuð padd- an og lætur snurpa sig. Og salt- fiskverðið hækkar. Líklega mjölið líka. En því miður, góðærið hrekk- ur ekki til. Það kemur að skulda- "dögum þessarar framfarasinnuðu sæmdarþjóðar. Og verður nú mik- ið bollalagt um hvað gera skuli, margir heilar leggjast í bleyti, tölv- ur verða þeyttar nótt og dag, en jafnvel að beztu manna yfirsýn finnst aðeins þetta eina ráð sem lengi hefur verið notað með góð- um árangri: gengisfelling. En þá gerist það sem engan hefði órað fyrir nema svona vandaða kristals- kúlu: kratarnir svikja okkur einmitt þegar hnífurinn er kominn i kúna. Og stjórnin fellur, þingið verður rofið og nýjar kosningar boðaðar. Og þá er það sem afleiðingar for- setakosninganna segja til sín. Ragnar í Smára geysist nefnilega fram á sjónarsviðið ásamt Pétri og allri hersingunni með þá kenningu að gamla flokksræðið sé úrelt (guð hjálpi þjóð minni). Við menn úr öllum flokkum segir Ragnar, sem í ástúð og eindrægni hrundum af stað þeirri þjóðarupprisu(l) sem kosningarnar vitnuðu, bjóðum nú þjóðinni óflekkaðar hendur(l), efnahag og menningu skal bjarg- að. Treystið okkur Mönnum þjóð- arinnar. Hvað skeður? það kemst allt í uppnám innan gömlu flokk- anna sem endar með þeim ösköp- um að allir samþykkja að draga sig í hlé fyrir Mönnum þjóðarinnar — náttúrlega af hræðslu — nema Sjálfstæðisflokkurinn, en sökum glæstrar fortíðar og mik- illa foringja getur hann auðvitað ekki tekið þátt í svona ósóma. Enda fer hann herfilega út úr kosn- ingunum. Menn þjóðarinnar eða Smárakvartettinn fá hvorki meira né minna en 79,3 prósent greiddra atkvæða............... Hér verð ég að stoppa og snýta mér, svo mikið hefur mér orðið um þennan beiska sannleika. Við þessi býsn hafa líka orðið svo miklar sviptingar að kúlan tókst á loft og sveif um verelsið meðan hún var að jafna sig en tók síðan

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.