Spegillinn - 01.03.1968, Blaðsíða 33

Spegillinn - 01.03.1968, Blaðsíða 33
SPEGILLÍNN 33 I annað sinn kvæntist Konráð Val- gerði Jónsdóttur frá Isafirði árið 1927. Valgerður lézt árið 1938 frá 9 börnum þeirra hjóna. Árið eftir kvæntist Konráð Ástu Magnús- ’dóttur frá Múlakoti og var hún að- eins 18 ára er hún gekk til bús með honum. Þau Ásta eignuðust 10 börn er öll lifa. Ásta andaðist snögglega árið 1959, þá hætti Kon- ráð búskap, seldi jörð sína í hend- ur sonum sínum, Jóni og Sigurði og flutti hingað til Reykjavíkur. Hér í bæ kvæntist Konráð önnu Jóns- dóttur árið 1961, en þau slitu sam- vistir tveim árum síðar. Eftir það hefur Konráð dvalið hjá sonardótt- ur sinni, er hann ól upp að mestu, í góðu yfirlæti og ástríki. Fyrir tveim árum skeði sá atburður að Konráð eignaðist son með korn- ungri stúlku er gætti barna þar á heimilinu. Litli drengurinn Guð- mundur að nafni er nú augasteinn föður síns í ellinni. Auk barna þeirra er fyrr hefur verið getið átti Konráð fimm börn milli kvenna sem kallað er, með ýmsum konum í Skagahreppi og viðar, og tvo syni átti hann með Guðrúnu Hallsdóttur er lengi var vinnukona á Skaga, er annar þeirra Pétur Konráðsson banka- stjóri. Konráð Öfeigsson var ekki hár maður vexti og lítill fyrir mann að sjá, en hann leyndi á sér. Hann var afar vinsæll og vinmargur þrátt fyrir stöðug málaferli við sveitunga sína, en þeim málum tapaði hann öllum í hæstarétti og kostað það allt mikið fé, en aldrei var Konráð sínkur á peninga ef þörfin var brýn, en lítill hófsmaður um dag- ana og einkum drukkinn sem oft var. Við sveitungar hans söknum lit- ríks samferðamanns og stórbrotins persónuleika er seint mun gleym- ast. öllum hans mörgu ástvinum sendi ég innilegar kveðjur, svo og afmælisbarninu sjálfu. Bessi Bessason.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.