Spegillinn - 01.03.1968, Blaðsíða 4

Spegillinn - 01.03.1968, Blaðsíða 4
4 SPEGILLINN BIFVELÁVIRKJARNIR Þeir höfðu verið að gera við jeþpaskrjóðinn undanfarna daga, og þennan morgun var ekkert annað eftir en að fá lausaganginn góðán, en það ætlaði ekki að ganga andskotalaust þar til þeir fundu út að það var vatn í blönd- ungnum sem stíflaði hægagangs- spíssinn. Þegar þeir höfðu hreins- að blöndunginn þá gekk hann svona Ijómandi og nú var ekkert annað eftir en prófa svínið, fara þessa sömu reynslurútu kringum Háskólann. Og þeir héldu á stað fimm svartir og kátir bifvélavirkj- ar þennan undurfagra dag í júní og það var fullt af flöggum kringum háskólann og mikið af bílum eins og vant er á sumrin og svo var eitthvað fólk með eitthvert vesin. Fyrsta hringinn gekk allt vel, hann rann vel gamli jéppinn. Á öðrum hring byrjaði hann að hiksta og ökuþórinn steig í botn og reyndi að rífa hikstann úr honum. Á þriðja hring tók hann upp á því að freta og þrumpa svo drunurnar heyrð- ust áreiðanlega upp á Akranes. Þá vita þeir ekki fyrr en æðisgengið TAKTEINAR... Menningin vex í lundi nýrra skóga. En það athyglisverðasta í þeirri grein er að okkar dómi hinn mikli uppgangur skáldsins unga Jóhanns Hjálmarssonar. Fyrir nú utan að hafa skrifað greinar um bókmenntir af slíkri innlifun og stíl- fágun að vakið hefur athygli allt til Spánar — þá hefur þetta skáld gerst mikill vinur og forsöngvari okkar Natómanna og var sannar- lega kominn tími til að einhver úr hópi okkar gáfuðu listamanna hristu af sér slyðruorðið og tækju ótvíræða afstöðu . i stórmerkri grein sem Jóhann reit í hið mikla og myndskreytta Morgunblað sem Manlíó Brosío hrósaði mest, lagði Jóhann til að beitt yrði valdi gegn vaxandi ofbeldishneigð og óspekt- aræði kommúnista og er ekki ó- sennilegt að orð svo merks bók- menntamanns hafi haft örvandi á- hrif á framtak lögreglustjórans en margir álíta að hann hafi sýnt ó- þarfa linkind að undanförnu. Er lýðræðisöflunum mikill akkur í slíkum mönnum sem Jóhanni skáldi og ekki að efa að framvegis verði fleiri en læknar einir sem hljóta menningarstyrki úr digrum sjóðum vors kæra menningar- og friðar- bandalags.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.