Spegillinn - 01.03.1968, Blaðsíða 16

Spegillinn - 01.03.1968, Blaðsíða 16
16 SPEGILLINN muldrar eitthvað, sem mér heyrðist vera Ijóð. Hreppstj.: Hann hefur fengið inn- blástur, ha? Eggert: Ekki veit ég það. Hann var með áblástur á vörinni, jú. Hreppstj.: Ég á við. Hann hefur verið að yrkja? Ekkert: Svo var að heyra. Hann muldraði: „Lækurinn sitrar um sefgræna bakka. Sjenever, dobbul, í vatni. Ég þakka." Hreppstj.: Drottinn minn dýri! Þetta er hrífandi! Eins og sykur- húð á hægðapillu. Eggert: Ég sá að þetta var heldri maður svo ég lét hann hafa bezta herbergið. Það er með vaski, kopp, mynd eftir Túbals og dós með skordýraeitri undir koddanum. Hreppstj.: Kóngi sæmandi. Bjó hann þar einn? Eggert: Nei. Skarfur bjó í því þeg- ar. En ég dró línu eftir miðju rúm- inu og skáldið flutti inn til hans. Hreppstj.: Hvenær byrjaði svo gamanið? Eggert: Skarfur var að draga sig eftir þjónustustúlkunni minni henni Kráku. Hreppstj.: Nújá. Eggert: En um leið og skáldið sá Kráku fóru að frussast út úr honum frumort ástarljóð. Hreppstj.: Nú, og hvusslags þá? Eggert: Eitt var svona: ,,Sál mín hoppar úr höftum og hnerrar af tómri þrá. Yður af öllum kröftum elska ég, svei mér þá.“ Hreppstj.: Ekki er það slorlegt. Eggert: Annað Ijóð sendi hann henni, svohljóðandi: ,,Éð elska þig alveg gommu og glás og gasalegan helling. Brokkar nú hjartað beint á rás — Má biðja um meiri velling? Hreppstj.: Gjóaði Kráka glyrnu til hans á móti? Eggert: Hún Ijómaði eins og setan á skellinöðrugæja. Enda var far- ið að siga heldur í Skarf. Hreppstj.: Og svo rann upp hin örlagaþrungna stund? Eggert: Já. Ég var frammi í eldhúsi að bægja kettinum frá súpupott- inum. Og þá heyrði ég skothvell. Hreppstj.: Nújá? Eggert: Ég hljóp út. Hreppstj.: Nújá? Eggert: Og þarna lá Heiðbjartur skáld dauður, Kráka hrínandi og Skarfur skálmaði fram og aftur með kindabyssu í hendinni rétt eins og Jón bóndi. Hreppstj.: Jón bóndi? Eggert: James Bond. Hreppstj.: Auðvitað. Nú þú hefur hringt á lögregluna? Eggert: Ekki strax. Fyrst tók ég vikuleigu úr veskinu hans. Síð- an hringdi ég á lögregluna. Hreppstj.: Að sjálfsögðu. Varþetta allt og sumt? Eggert: Ja, nema ég held að kött- urinn hafi komizt í súpuna og drukknað. Hreppstj.: Nú, kvörtuðu gestirnir kannski yfir kattarhárum í disk<- inum sínum? Eggert: Ekki beinlínis. Þeir hvolfdu henni í sig án þess að mögla og hlupu síðan út og sögðust ætla á músaveiðar. Hreppstj.: (Hamarshögg) Þetta nægir, Eggert minn. Þú mátt víkja úr vitnastúkunni. Næsta vitni. Ritari: Kráka Auðumbla Krist- mannsdóttir. Hreppstj.: Kráka. Voruð þér skotn- ar í hinum látna? Kráka: Heiðbjartur Eðalbjartsson var aðeins 162 sentimetrar en sérhver sentimetri var sjentil- maður fram í fingurgóma. Hreppstj.: Mér skilst, að þú hafir sparkað Skarfi vegna hans, ekki satt? Kráka: Ég var alveg bráðnuð af ást til hans. Hann kunni sig bet- ur en heill útfararstjóri. Þegar ég uppvartaði hann stóð hann á fætur og tók ofan fyrir mér. Hann skildi meira að segja Ijóð eftir á servéttunum eða á veggn- um til mín. Hreppstj.: Manljóð? Kráka: Hvort ég man Ijóðin? Ég er nú hrædd um það. Þau snertu mig ofan í botn. Eitt var svona: Hreppstj.: Einar Ben. hefði ekki getað gert betur. Kráka: Heiðbjartur lifði í draum- heimi. Hann brosti aldrei. Hreppstj.: Var hann svona þung- lyndur eða voru varir hans of þungar? Kráka: Hann var tannlaus og sagði, að það væri að bjóða hættunni heim að flagga allsber- um gómunum. Hreppstj.: Jæja, við skulum snúa okkur að efninu. Sástu þegar Heiðbjarti var stútað? Kráka: Ég held nú það. Við Heið- bjartur vorum að leggja af stað til þess að láta splæsa okkur saman þegar Skarfur kom ask- vaðandi og byrjaði að freta;. Heiðbjartur krumpaðist saman. Hreppstj.: Og dó með Ijóð á vör- um, að sjálfsögðu? Kráka: Ojú. Síðustu orð hans voru: „Ég stórlega elskaði yður í aðra hvora röndina, en núna mun því miður mál að gefa upp öndina." Síðan tók hann ofan, sagði ,,af- sakið" og dó. Hreppstj.: Rétturinn samhryggist. Þú mátt víkja, Kráka mín. Kráka: Þakka þér fyrir, Hreppi minn. (Hamarshögg). Hreppstj.: Leiðið Skarf Skúmsson fram. Skarfur: Hér er ég, Hreppi. Hreppstj.: Þú ert sakaður um morð, Skarfur. Skarfur: Ég hafði nægar ástæður til, Hreppi. Hreppstj. Og ég hef lúmskan grun um að það hafi verið af tómri af- brýðisemi, að þú kálaðir skáld- inu. Skarfur: Heiðbjartur Eðalbjartsson var leirskáld, drullusokkur og bölvuð bulla. Hreppstj.: Vertu ekki að brúka kjaft, Skarfur. Skarfur. Ég bjó með skíthælnum. Ég ætti að vita það bezt sjálfur. Hreppstj.: Hversvegna stútaðirðu honum?

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.