Spegillinn - 01.06.1968, Blaðsíða 3

Spegillinn - 01.06.1968, Blaðsíða 3
SPEGILLINN 3 SPEGILLINN Ritstjóri: Ási í Bæ. Útlitsteiknari: Ragnar Lár. Aðrir teiknarar: Haraldur Guðbergsson, Pétur Bjarnason og Bjarni Þórarinsson. Útgefandi: Bóka- og blaðaútgáfa Spegilsins. Afgreiðsla: Baldursgötu 8, sími 20865, box 594 Verð í lausasölu kr. 40. Áskrift kr. 350 á ári. Setning og prentun: Prentsmiðja Þjóðviljans Prentun kápu: Ofsettmyndir s/f. Myndamót: Prentmyndagerðin h/f. i ! ! ! LEIÐARI Allur almenningur hefur með fögnuði og bjartsýni meðtekið efnahagsráðstafanir okkar vin- mörgu stjórnar og sannast enn sem fyrr aðlögunarhæfni hins víðfræga konungakyns og við- urkennist einnig sú staðreynd staðreynda að þeir sem stólana sitja hafa allt rétt gjört en mislyndir vindar og óþægar fiskigöngur veitt okkur þrautatíð nokkra. Þó er enn í landi hópur illþýðis sem ennþá vefengir óskeikulleika valdhafanna og hefur uppi hvimleið vein og mótmæli hvenær sem færi gefast. Það skyldi nú ekki vera að dusil- menni þessi séu afkomendur þræla þeirra sem væringjar forfeður okkar höfðu heim með sér af Garðaríki. Leggjum við til að forsprakkar þessa hóps verði safnað saman og þeir settir í girðingu inní Árbæ eins og hvert annað aflóga dót, svo og líka til aðvörunar æskunni og skemmtunar ferðamönnum. Mætti það vera nokkur skemmtan að sjá Guðmund Jaka dunda við að jafnhatta nafna sinn Hjartarson milli þess sem þeir köstuðu teningum um það hvað bófaflokkurinn ætti að heita við næstu skírn. Jú það er mikil náð sem þjóðinni hefur hlotnazt með því að losna við fyrroefnda berserki úr áhrifastöðum Alþýðusambandsins og þá ekki minni gæfa að sjá Hannibal enn einusinni breiða úr sínum víðfeðma manndómi og taka kosningu og sýnast engin takmörk fyrir því hvað sumir megna að fórna fyrir alþýðuna. Það var líka sannkölluð hugfylling ánægjunnar að heyra verka- lýðsleiðtogann og forsvarsmann L.Í.Ú. Guðmund H. Garðarsson lýsa því fyrir alþjóð hvílík ham- ingja hefði nú fallið launþegum i skaut með því að fá enn einu sinni yfir sig þennan gjörvulega forseta, enda hafði Balli lýst sig bæði vin Nato og Fríverzlunarbandalagsins. (Það væri verðugt rannsóknarefni fyrir sálfræðinga okkar hvað gerist innra með þeim mönnum sem á snöggu augabragði verða að dýrlingum sama dag og þeir sleppa undan díalektískum járngreipum kommúnista). En meginmáli skiptir auðvitað að við stjórnvöl A.S.Í. standi kempur sem hafa geðþekka afstöðu til margslunginna vandamála þjóðfélagsins. En það sem okkur þykir þó stórfenglegast við læknisaðgerðir stjórnarinnar er aðferðin sjálf, gengisfellingin. Það er engin vandi að finna nýjar leiðir og flana út í þær af hagfræðilegri rökvísi; en að taka upp sömu gömlu aðferðina það er orginalt. Mönnum hættir nefnilega við að þreytast á að fara alltaf sama gamla veginn og segja sem svo: hann er orðinn svo troðinn að við getum bara ekki verið þekktir fyrir að aka hann enn einusinni; en það stórbrotna er einmitt að hafa hugdirfð og þrek til að halda sínu striki hvað sem hver segir því einhvern- tíma kemur að því að vitahringurinn lokast og endarnir ná saman. Því tökum við undir með álborgaranum og segjum: Guði sé lof að enn ólgar ið goðkynjaða konungablóð í brjóstum þjóðarinnar.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.