Spegillinn - 01.06.1968, Blaðsíða 36

Spegillinn - 01.06.1968, Blaðsíða 36
32 SPEGILLINN ★ HRÚTURINN. Framtíðin er björt og glæsileg. Þú hefur látið hrakspár og fölsk ráð fláráðra manna sem vind um eyru þjóta. Haltu áfram á sömu braut, vertu þú sjálfur og taktu ekki mark á þvi, sem aðrir leggja til málanna. Einkum skaltu forðast að leggja trúnað á stjörnuspádóma. ★ NAUTIÐ. Passaðu þig á nautinu. ★ TVÍBURARNIR. I dag skaltu skreppa með fjöl- skylduna út í sveit á þílnum. Síð- an skaltu stinga af og fara í bæinn og skemmta þér; þú átt það skilið. ★ KRABBINN. Enda þótt þú sért fæddur undir krabbamerkinu þarftu ekki að vera svona hræddur við krabba, þeir þykja góður matur víða um heim. ★ LJÓNIÐ. Þú hlýtur að vera búinn að reka þig á það, að þú skemmtir þér bet- ur edrú. Næst þegar þú ferð út, skaltu drekka þig út úr. Maður má ekki skemmta sér of mikið. ★ MEYJAN. Þú skalt gefa langömmu þinni sjónvarp. Hún hefur þörf á ein- hverri dægrastyttingu gamla kon- an, hún sem bæði er blind og heyrnarlaus. ★ VOGIN. Þú verður að standa betur i skil- um við bankana. Þú veizt mæta vel, að það var að falla á þig víxill í blóðbankanum. ★ SPORÐDREKINN. Það virðist sem þú farir í ferða- lag .... Annars er einhver móða yfir spánni .... Sennilega ferðu til Lundúna. ★ BOGMAÐURINN. með bogann, en hann virðist hafa gleymt örvunum. ★ STEINGEITIN. Þú ert of þrjózkur og einþykkur. Þú skalt hlusta vel á ráðleggingar vina og kunningja um það hvern- ig þú megir uppræta þennan löst, en auðvitað ertu of þrjózkur og einþykkur til að fara eftir þeim. ★ VATNSBERINN. Þú ættir að fara á kvennafar (þó skaltu láta það ógert ef þú ert kvenmaður). ★ FISKARNIR. Þú skalt halda þig sem mest heima við á næstunni. Það eru síðustu forvöð að njóta heimilis- lífsins áður en húsið verður tekið. ★ Amor verður mikið á ferðinni

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.