Spegillinn - 01.06.1968, Blaðsíða 30

Spegillinn - 01.06.1968, Blaðsíða 30
26 SPEGILLIN Á borgarþakinu brennur kross, bræðralagstáknið manna, og óðar en varir vaknar í oss viðreisnartrúin sanna. Og því skal nú hefja sigursálm þó sólargangurinn styttist enn, verið þið kátir verkamenn, verkföllin reynast löngum fálm, já burt með urg og eymdarmjálm, enda nálgast jólin senn. Hvað — áttirðu kallinn inni á bók? Uppsögn kannski eða hvað? Fýlupoki? Fáðér smók fussaðu og gefðu skít í það. Líttu björtum augum á uppboðið, því segja má að íbúðin hafi aðeins verið umbúðir um sálarkerið. Ö, sérðu ekki stjörnurnar stara stillt og rótt, eigum við ekki að fara áða í nótt? Ekki að tala um það ljóta. Er hún ekki bomm hún Tóta? Engin sigling? Yfir þyrmir? Er hann ekki klár hann Styrmir? Ögnar tal. Mig yfir gengur, ertu kannski að linast drengur í okkar gomlu og góðu trú ? Gvendur bezti hættu nú. Bkki hefur öldum saman Islandsbörnum þótt svo gaman lífs að njóta, bakkus blóta, byggja, aka, veiða, skjóta, sofa, vaka, berja, brjóta, busla, verzla, ferðast, fljúga, faðmast, elskast, vona, trúa. Þó aflaleysið ýmsa svekki afurðirnar seljist ekki, eitt er víst, ég enga þekki sem okkur hefðu betur leitt fram til dáða, flokkum báðum finnst mér ráð að hrósa, yfirsást þeim ekki neitt enda skal þá kjósa. Gakktu aftur inn í Dallinn, ekki svíkja góða kallinn, hann hefur oss úr læðing lyft, ljúflega öllum gæðum skipt. Einn ber hann þennan ægishjálm aðrir þó kunni að stækka, því skal nú hefja sigursálm því sólin mun aftur hækka, Á borgarþakinu brennur kross, en brátt fer þó dagur með löndum, og bankastjórarnir bíða eftir oss með blóm í útréttum höndum, því vér sem áttum aura og annan lager betri kvíðum ei komandi vetri.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.