Spegillinn - 01.06.1968, Blaðsíða 32

Spegillinn - 01.06.1968, Blaðsíða 32
28 SPEGILLINN HEGRI HAGRÆÐIS: NQKKRAR TILLÖGUR UM HLIÐAR- RÁÐSTAFANIR Þar sem Spegillinn er það stjórnarblað, sem ég vantreysti minnst til að koma djúphugsuðum hugmyndum mínum til skila brenglunarlaust, dembi ég nú yfir hann þessum tímabæru ábend- ingum varðandi þann aðþrengjandi vanda, sem þjóðin hefur steypt sér út í. Til að úthýsa misskilningi, skal því strax fram pota, að ég er öðrum hagvitringum sammála um sjálfa gengisfellinguna, svo og auðvitað Bjarna og hans undirsátum. Hitt má auðvitað diskútera, hvort fallið er nógu mikið, alltaf hefur mig langað til að við skelltum okkur í 100 prósent, en hver veit, ekki er öll nótt úti ennþá. Þá vil ég vekja at- hygli á þeirri staðreynd, sem fér finnst að stjó.rn- arflokkunum hafi yfirsézt að hamra á, og það er að stjórnarandstaðan kunni engin ráð við vandan- um, nei, takið eftir þvi og munið góðir kjósendur. En það eru nokkrar hliðarráðstafanir sem ég vildi góðhjartanlegast benda á, en þær tel ég bráðnauðsynlegar, ef sá árangur á að nást sem góðir menn stóla á. Það er þá fyrst að hækka kaup ráðherranna um helming minnst. Mér rísa hár á höfði við tilhugsun- ina um það, að vaxandi dýrtíð eigi að skella á þeim, sem standa í því að bjarga þjóðinni, fyrir nú utan það, að þeir verða stöðugt að halda sér i andlegri þjálfun, og hljóta afrekin að kosta þá of- urmannlega áreynslu. Þó að þeir séu allir afburða- vel af guði gerðir, þá gefur auga leið, að þeir halda þetta ekki út til lengdar. Og þó að þetta séu eðallyndir menn, efast ég ekki um, að þeim þætti vænt um ef þjóðin sýndi í verki hvers hún metur þá. Þungamiðja þessarar tillögu er þó sú eigin- girni, að ég vil halda starfskröftum þeirra i lagi svo lengi sem unnt er, vegna þess að við getum ekki verið svo heimtufrekir af forsjóninni, að hún skaffi okkur slíka afreksmenn á næstu öldum. Ég ætlast semsagt til þess, að með tvöföldun launa þeirra sjái þeir sér fært að ráða sér aðstoðar- menn svo sem hálfan daginn, til að létta af sér ýmsu smásnatti. Til að koma í veg fyrir óþarfa þjark út af þessu, mætti ívilna meirihluta þingsins, t.d. með skattfrelsi, en ég sé að svo komnu máli ekki neina ástæðu til að gera eitthvað fyrir minni- hlutann í sömu átt. Það er ekkert efamál lengur, að við eigum að leggja niður sjávarútveginn. öll þau mörgu og lofsamlegu gengisföll sem við höfum prýtt þjóðlif- ið með, síðan pundið stóð í átján krónum — öll hafa þau verið gerð til að bjarga þessum sjúklingi íslenzks atvinnulífs; já hvert og eitt einasta . . . og hvern djöfulinn þýðir þetta lengur? Aldrei hefur þessi aðframkomni þurfalingur ver- ið lengra leiddur en í dag. Jájá, þó ýmsir aðrir hafi notað sér margháttaðar blessanir gengisfelling- anna og sumir rétt bærilega, þá hefur þessi vol- aði atvinnuvegur, sem um er rætt, aldrei haft vit eða næga græðgi til að bera sig eftir björginni. Það er til lítils fyrir þessa horgrind að státa af þvi, að framleiða 90% af útflutningsverðmætun- um ef það er ekki til annars en að steypa þjóðinni í fjárhagslegt víti. Verði hinsvegar hið geigvæn- lega gjaldeyristjón, sem útvegurinn veldur þjóð- inni, til þess að við komumst í fasta úttekt hjá Nató, er auðvitað praktískt og sjálfsagt að halda lífinu í þessum sveitarómaga. Það er fróðlegt til samanburðar, að aldrei hefur þurft að gera neinar efnahagsráðstafanir vegna bankanna. Bankastarfsemin er sá atvinnuvegur, sem virðist bókstaflega leika í höndum lands- manna, enda er svo komið, þegar börnin eru spurð hvað þau ætli að verða, að þau svara ekki lengur bílstjóri, eða flugmaður, heldur BANKA- STJÓRI! Á sama tíma og útvegurinn hefur valdið þjóð- inni áhyggjum og tjóni, (já, hvað er búið að pumpa miklu í hraðfrystihúsin?), þá hafa bankarnir sýnt glimrandi útkomu ár eftir ár. Þegar pundið stóð í 18 krónum voru bankarnir aðeins ellefu ásamt útibúum, með 206 starfsmenn. En nú, þegar pund- ið hefur loksins komizt upp í 210 krónur, þá eru bankarnir 77 með 8060 starfsmönnum. Hvaða at- vinnuvegur annar getur státað af slíkri blómstrun? Hví ekki að færa út kvíarnar á grundvelli þessara afburða bankastarfsemishæfileika? Ég tel sjálfsagt að koma upp banka á Mæjorka, svo fljótt sem auðið er, og í Nígeríu svo fljótt sem friður kemst á þar í landi. Og ekki megum við gleyma Sviss, þar sem álvinirnir okkar eru. Svo mætti smátt og smátt útvíkka starfsemina út um allan hinn glæsilega fjárhagsheim. En þetta má til með að gerast áður en útlendingum verður Ijóst hversu frábærir bankahæfileikar okkar eru ella

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.